Viðskipti innlent

Stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir

Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.

„Lagning sæstrengs til Evrópu, samhliða öflugri iðnaðaruppbyggingu á Íslandi, er líklega eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir," sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins í dag.

Hörður lagði áherslu á að lagning sæstrengs ætti ekki að koma í staðinn fyrir frekari iðnaðaruppbyggingu á Íslandi heldur gæti hann orðið viðbót og færi vel saman við áframhaldandi uppbyggingu iðnaðar í landinu. Hörður lagði áherslu á nauðsyn þess að breið sátt þyrfti að verða um verkefnið í íslensku samfélagi. Staðfesta þurfi forsendur áður en fullyrt er endanlega um hagkvæmni verkefnisins.

Landsvirkjun leggur nú til að á næstu 1-2 árum verði ráðist í frekari greiningar og rannsóknir á samfélagslegum, lagalegum og tæknilegum atriðum tengd verkefninu í samstarfi stjórnvalda, háskóla, hagsmunasamtaka, orkufyrirtækja og fleiri hagsmunaaðila
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.