Fleiri fréttir

Nördinn sem græddi 200 milljónir dollara

Hinn 26 ára gamli Pete Cashmore hefur oft verið kallaður konungur nördanna. Hann var aðeins 19 ára gamall þegar hann stofnaði tæknifréttasíðuna Mashable í svefnherberginu sínu.

Marriott-hótel rís við Hörpu

Náðst hefur samkomulag um byggingu Marriott-hótels við hlið tónlistarhússins Hörpu en samningur verður undirritaður um miðjan apríl.

Vilja að lífeyrissjóðir íhugi málsókn

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og aðrir lífeyrissjóðir ættu að íhuga málsókn á hendur þeim sem voru hugsanlega aðilar að rangri upplýsingagjöf til hluthafa, eigenda skuldabréfa og annarra hagsmunaaðila í aðdraganda efnahagshrunsins. Það er álit ráðgjafanefndar VR um skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða.

Arnór Sighvats: Glufurnar voru farnar að vinda upp á sig

Aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar á gjaldeyrishöftum auka stöðugleika og styðja við gengi krónunnar. Stoppa þurfti upp í göt á gjaldeyrishöftunum þar sem útgreiðslur í gegnum glufuna voru farnar að vinda upp á sig.

Yfir 50 þúsund borgarar seldust - ætla að fá metið skráð hjá Guinness

Íslendingar keyptu hamborgara fyrir rúmlega fimm milljónir í gær þegar að yfir 50 þúsund hamborgar hjá veitingastaðnum Metró seldust á vefnum hópkaup.is. Það er met hjá síðunni en aldrei hafa fleiri keypt tilboð á síðunni, en fyrra metið átti einmitt Metró þegar alveg eins tilboð stóð til boða í október á síðasta ári. Í tilboðinu í gær var hægt að kaupa hamborgara hjá Metró á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur en það verður að teljast ansi góður afsláttur.

Blóðbað á markaði, íbúðabréf falla um 14%

Lagasetningin um hert gjaldeyrishöft á Alþingi í nótt kallaði fram mikil viðbrögð á skuldabréfamarkaði í morgun. Þannig hafa stutt íbúðabréf eða flokkurinn HFF14 lækkað um 14% í verði og HFF24 hafa lækkað um 2,5%. Þessar lækkanir hafa síðan smitað út frá sér yfir í ríkisskuldabréf.

Verkís fyrst til að fá gullmerki

Verkís er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Gullmerkið í jafnlaunaúttekt Pricewaterhouse Cooper (PwC). Fram kemur í tilkynningu að úttektin greini kynbundinn launamun innan fyrirtækja.

Bankar felldu niður skuldir

Gríska stjórnin losnaði í gær á einu bretti við nærri 89 milljarða evra af alls 368 milljarða skuld ríkisins þegar fjármálafyrirtæki skiptu á skuldabréfum í staðinn fyrir önnur, sem eru helmingi minna virði og að auki með mun lengri afborgunartíma.

Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða

Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu.

Herðing haftanna er algjörlega ónauðsynleg aðgerð

„Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar.

Nýi iPad óhemju vinsæll - milljón eintök seld á einum degi

Svo virðist sem að Apple hafi tekist að slá sölumet með þriðju kynslóðinni af iPad spjaldtölvunni vinsælu. Tækið er nú uppselt í forpöntun og þurfa vongóðir viðskiptavinir að bíða í allt að þrjár vikur eftir að fá spjaldtölvuna afhenda.

Horn fer ekki á markað á næstunni

Horn Fjárfestingarfélag, dótturfélag Landsbankans, verður ekki skráð á markað í þessum mánuði eða næsta, líkt og stóð til. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. Þar segir að á síðustu vikum hafi forsvarsmenn bankans og Horns átt í viðræðum við mögulega fjárfesta en ekki hafi tekist að ná samningum. Á vef Viðskiptablaðsins segir að fjárfestar telji verðmiða félagsins of háan og viðræðurnar hafi strandað á því.

Meiri eldmóður og aukið sjálfstraust

Jófríður Leifsdóttir, sviðsstjóri húsnæðissviðs Keilis, skellt sér á Dale Carnegie námskeið. Á námskeiðinu var lögð áhersla á jákvætt viðhorf, samskipti, leiðtogahæfni, hvernig hafa eigi hemil á streitu og hvernig styrkja eigi sambönd við lykilfólk í lífi hvers og eins.

Hjón kaupa Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit

Hið gamalgróna hótel, Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit, hefur verið selt. Kaupandi er Reynihlíð hf. sem er í eigu hjónanna Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur.

Landsbankinn selur allt að 5% hlut í Marel

Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 5% eignarhlut í Marel hf. Um er að ræða þegar útgefin bréf í Marel, sem eru í eigu Landsbankans, en alls heldur Landsbankinn nú á 6,84% eignarhlut í Marel.

Enn er fjör á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 98. Þetta eru nokkuð fleiri samningar en nemur meðaltali þeirra á viku síðustu 12 vikurnar sem er 85 samningar.

Faxaflóahafnir skiluðu 250 milljóna hagnaði í fyrra

Afkoma Faxaflóahafna í fyrra var rúmlega 100 milljónum kr. betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun. Hagnaður ársins nam tæplega 250 milljónum kr. sem er 21 milljón kr. lakari niðurstaðan en árið á undan.

Eyrir invest kaupir eigin bréf

Eyrir Invest hefur í dag keypt eigin hlutabréf sem nema 9% af heildarúgefnu hlutafé félagins í skiptum fyrir 2,5% hlut í Marel. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar. Viðskiptin eru á milli Eyris og Landsbankans. Skipt er á 100 milljónum hluta í Eyri á genginu 26 krónur á hlut fyrir 18,6 milljónir hluta í Marel á 140 krónur á hlut.

PwC hafnar alfarið málatilbúnaði slitastjórna

Endurskoðendafyrirtækið PricewatherhouseCooper (PwC) hafnar alfarið málatilbúnaði slitastjórnum Landsbankans og Glitnis, sem hafa stefnt fyrirtækinu á Íslandi og í Bretlandi vegna rangra ársreikninga í aðdraganda hrunsins.

Bílaleigan Hertz kaupir 422 Toyotabifreiðar

Gengið hefur verið frá samningum um kaup Hertz bílaleigunnar á 422 nýjum Toyotabifreiðum sem afhentar verða fyrir sumarvertíðina í ár. Þetta eru um 255 Aygo, Yaris, Corolla, Auris, Verso, Urban Cruiser og Avensis fólksbílar, um 170 Land Cruiser, Hilux og Rav4 jeppar og jepplingar auk Hiace sem búnir eru fyrir átta farþega auk ökumanns.

Glitnir stefnir líka PWC

Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðunarfyrirtækinu PriceWaterHouseCooper á Íslandi og í Bretlandi vegna rangra ársreikninga í aðdraganda hrunsins. Lögmaður slitastjórnarinnar segir bótakröfu fallna bankans vegna reikninganna geta hlaupið á tugum, jafnvel hundrað milljörðum króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Áður hefur slitastjórn Landsbankans stefnt PWC.

Taldi að með því að taka yfir Glitni myndi ríkið fella alla bankana

Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær.

Frá Norðurorku til Jarðboranna

Væntanleg starfslok forstjóra Norðurorku voru kynnt starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í gærmorgun. Fram kemur í tilkynningu stjórnar Norðurorku að fráfarandi forstjóri, Ágúst Torfi Hauksson, hafi sagt upp starfi sínu.

Treystu ekki Kaupþingi

Framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands íslensku bankana hafa verið mjög meðvitaða um þann vanda sem vofði yfir þeim á árinu 2008.

Dagur 5 í Landsdómsmáli - 302 Twitter færslur

Fimmta degi Landsdómsmálsins lauk í dag, klukkan ríflega hálf fimm, eftir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði gefið skýrslu. Þar með er fyrstu heilu vikunni í hinu sögulega Landsdómsmáli lokið, en þinghaldi verður framhaldið á mánudaginn. Þú munu m.a. koma fyrir dóminn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður Kaupþings, Lárus Welding, fv. forstjóri Glitnis, Sigurjón Þ. Árnason, fv. bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, fv. bankastjóri Landsbankans, og Björgólfur Guðmundsson, fv. formaður bankaráðs Landsbankans.

Sjá næstu 50 fréttir