Viðskipti innlent

Bílaleigan Hertz kaupir 422 Toyotabifreiðar

Myndin var tekin er samningur milli Toyota í Kópavogi og Bílaleigunnar Hertz um kaup á 422 bílum var undirritaður.  Á myndinni eru f.v.: Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Toyota á Íslandi, Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, Sigfús B. Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz, Haraldur Þ. Stefánsson, framkvæmdastjóri Toyota Kópavogi, Sigurður Berndsen, fjármálastjóri Hertz, Hlynur Ólafsson, viðskiptastjóri hjá Toyota Kópavogi, Hendrik Berndsen, stjórnarformaður Hertz og Kristinn J. Einarsson, sölustjóri Toyota í Kópavogi.
Myndin var tekin er samningur milli Toyota í Kópavogi og Bílaleigunnar Hertz um kaup á 422 bílum var undirritaður. Á myndinni eru f.v.: Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Toyota á Íslandi, Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, Sigfús B. Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz, Haraldur Þ. Stefánsson, framkvæmdastjóri Toyota Kópavogi, Sigurður Berndsen, fjármálastjóri Hertz, Hlynur Ólafsson, viðskiptastjóri hjá Toyota Kópavogi, Hendrik Berndsen, stjórnarformaður Hertz og Kristinn J. Einarsson, sölustjóri Toyota í Kópavogi.
Gengið hefur verið frá samningum um kaup Hertz bílaleigunnar á 422 nýjum Toyotabifreiðum sem afhentar verða fyrir sumarvertíðina í ár. Þetta eru um 255 Aygo, Yaris, Corolla, Auris, Verso, Urban Cruiser og Avensis fólksbílar, um 170 Land Cruiser, Hilux og Rav4 jeppar og jepplingar auk Hiace sem búnir eru fyrir átta farþega auk ökumanns.

„Hjá Hertz leggjum við metnað okkar í að hafa nýja og góða bíla til að bjóða viðskiptavinum okkar. Reynsla þessa fyrirtækis af Toyota, bæði þjónustu og bílum er áratuga löng því Toyota hentar vel við þær fjölbreyttu aðstæður sem mæta viðskipavinum okkar á ferð um landið." segir Sigfús B. Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz. „Þá stendur Toyota mjög vel undir síauknum kröfum viðskiptavina okkar um eyðslugranna og umhverfisvæna bíla" segir Sigfús einnig.

„Toyota hefur átt langt og farsælt samstarf við Hertz og það er okkur mikið gleðiefni að svo öflug bílaleiga skuli treysta okkur fyrir jafn stórum hluta af flota sínum og þessi kaup bera vitni. Hertz hefur aukið kaup sín á Toyotabifreiðum jafnt og þétt síðastliðin ár og fjölgar nýjum Toyotabifreiðum sem Hertz kaupir nú um tæp 40% milli ára" segir Haraldur Þ. Stefánsson, framkvæmdastjóri Toyota í Kópavogi.

Með samningum við Hertz er fjöldi Toyotabifreiða sem íslenskar bílaleigur hafa keypt á þessu ári kominn í 630 en það er rúmlega helmingsaukning frá síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×