Viðskipti innlent

Þarf að hugsa 20 ár fram í tímann

Þingið fer fram á Grand hótel.
Þingið fer fram á Grand hótel.
„Það þarf að hugsa 20 ár fram í tímann, ekki tvö ár,“ sagði Stefanía Karlsdóttir, eigandi Íslenskrar matorku á Reykjanesi, í ávarpi sínu á Nýsköpunarþingi Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs. Þingið fer fram á Grand hótel og hófst á ávarpi Katrínar Júlíusdóttur, innanríkisráðherra.

Vísir er með beina textalýsingu frá fundinum á Twitter sem hægt er að fylgjast með efst á forsíðu Vísis. Það er viðskiptaritstjórinn Magnús Halldórsson, sem lýsir þinginu.

Nú fyrir stundu steig Davíð Stefánsson, framkvæmdastjóri ráðgjafar Reykjavík Geothermal. Samkvæmt Twitter á Vísi þá heldur Davíð því fram að olíubirgðir heimsins dugi aðeins í 46 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×