Fleiri fréttir

Neyðarlögin standa

Hæstiréttur komst rétt í þessu að þeirri niðurstöðu að Icesave innlán Landsbankans og svokölluð heildsöluinnlán skuli teljast forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Dómurinn staðfestir því áður genginn dóm héraðsdóms í málinu en neyðarlögin voru sett í október 2008. Fjöldi fólks var mætt í Hæstarétt til þess að fylgjast með úrskurðinum.

"Algjörlega galið" að auka ríkisútgjöld í uppsveiflunni

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Seðlabankinn hafi verið í erfiðri stöðu fyrir hrun því aðhald í ríkisfjármálum hafi verið lítið. Hann segir það hafa verið "algjörlega galið“ að auka ríkisútgjöld á árinu 2007 í einni mestu uppsveiflu sögunnar, en þá var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í viðtali við Orra en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu á viðskiptavef Vísis og Stöðvar 2.

Atvinnulausir á Spáni aldrei verið fleiri

Tæplega fimm milljónir Spánverja eru nú atvinnulausir, eða 21,5 prósent af vinnubærum mönnum. Ástandið hefur aldrei verið verra í landinu en tölur fyrir þriðja ársfjórðung voru birtar þar í landi í dag. Efnahagslífið á Spáni hefur verið á brauðfótum undanfarin misseri eins og víðar í Evrópu en atvinnuleysi er hvergi meira í álfunni en á Spáni.

Steingrímur vill gleyma evrunni

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði hafa fært sannfærandi rök fyrir því að íslendingar eigi ekki að taka upp evru. Að mati Steingríms á þjóðin að halda í krónuna.

Vodafone annast alla símaþjónustu fyrir Akureyrarbæ

Vodafone mun annast alla símaþjónustu fyrir Akureyrarbæ næstu þrjú árin, samkvæmt samningi sem undirritaður var fyrir norðan í vikunni. Samningurinn var gerður að undangengnu útboði sem tvö símafyrirtæki tóku þátt í.

Norski olíusjóðurinn tapaði 5.900 milljörðum

Norski olíusjóðurinn tapaði 284 milljörðum norskra króna eða rúmum 5.900 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er næstmesta tapið á einum ársfjórðungi í sögu sjóðsins.

Vísitala framleiðsluverðs lækkaði í september

Vísitala framleiðsluverðs í september 2011 var 215,3 stig og lækkaði um 0,6% frá ágúst 2011. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 255,8 stig, sem er hækkun um 0,2% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 250,8 stig, lækkaði um 2,6%.

Rúm 10% heimila eru í vanskilum með húsnæðislán sín

Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2011 sýnir að 10,2% heimila höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu undanfarna 12 mánuði og 12,4% heimila höfðu lent í vanskilum með önnur lán á sama tímabili.

Veisla á hlutabréfamörkuðum heimsins

Mikil veisla hefur verið í gangi á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og á Asíu mörkuðum í nótt. Ástæðan er samkomulag leiðtoga Evrópusabandsins um frekari aðgerðir gegn skuldakreppunni.

Hagnaður Össurar jókst um 165% milli ára

Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar nam 11 milljónum dollara eða um 1.250 milljónum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta er 165% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Boða 320 milljarða sveiflu

Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum.

Jóhanna svarar ekki kalli LÍÚ

Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna,sagði á aðalfundi sambandsins í gær að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefði ekki orðið við ósk sambandsins um að rökstyðja ummæli sín um að upp undir helmingur veðsetningar vegna sjávarútvegsfyrirtækja í bönkunum væri til kominn vegna óskyldrar starfsemi.

Orri Hauksson: Menn of ragir að afnema höftin

Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik.

"Við misstum tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu"

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kom fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis.

Erindi Krugmans í heild sinni

Paul Krugman, prófessor í hagfræði og nóbelsverðlaunahafi, sagði í erindi sínu á ráðstefnu AGS og íslenskra stjórnvalda, að gjaldeyrishöftin hefðu skipt miklu máli fyrir Ísland eftir hrunið og komið í veg fyrir meira tjón.

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum á næsta vaxtaákvörðunardegi peningastefnunefndar SÍ. „Á síðasta fundi sínum í september ákvað peningastefnunefndin að halda stýrivöxtum óbreyttum, þvert á spá flestra greiningaraðila sem gerðu ráð fyrir vaxtahækkun,“ segir á heimasíðu bankans. „Síðan þá hefur lítið breyst í þróun efnahagsmála sem gefur tilefni til að ætla að nefndin komist nú að annarri niðurstöðu,“ segir ennfremur, en næsti vaxtaákvörðunardagur er 2. nóvember næstkomandi.

Matthías hefur gefið skýringar á bókhaldinu

Sátt hefur náðst á milli Matthíasar Imsland fyrrverandi forstjóra Iceland Express og eigenda félagsins í einum hluta deilu þeirra. Félagið fór í fyrradag fram á lögbann á að Matthías nýti sér trúnaðarupplýsingar frá Iceland Express til að vinna að stofnun annars flugrekstrarfélags en hann mun vera með Skúla Mogensen í ráðum um að stofna nýtt íslenskt flugfélag.

Skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu

Simon Johnson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hrósaði Íslendingum fyrir að hafa staðið sig vel, hingað til í að fást við eftirmála kreppunnar. En það mætti alltaf gera betur. Hann segist skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu og innviði bankanna þar.

Krugman: Höftin hafa komið í veg fyrir tjón

Gjaldeyrishöftin hafa skipt máli fyrir Ísland eftir hrunið og komið í veg fyrir tjón, sagði Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, á fyrirlestri í Hörpu í dag. Hann sagði að ótímabært væri að afnema þau.

Lilja sat ekki undir ræðu Steingríms

Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, yfirgaf salinn í Hörpunni þegar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hóf ræðu sína á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í dag.

Arion segir verðbólguna yfir markmiðum næstu tvö árin

Greiningadeild Arion banka gerir ráð fyrir því að verðbólga verði yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans næstu tvö árin. Samkvæmt spánni verður verðbólga í 5,4% í lok þessa árs, 3,4% í lok næsta árs og 4% í lok árs 2013.

Krugman: Ísland brjálæðislegast af öllu brjáluðu

„Ísland er það brjálæðislegasta af því brjálaða, þegar kom að bankamálum," sagði Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, á fyrirlestri í Hörpu í morgun. Erindi Krugmans nefnist A Song of Ice and Ire: Iceland in context.

Gylfi: Krónan mun aldrei fljóta aftur

„Krónan mun aldrei fljóta alveg aftur, hún er óvirk sem gjaldmiðill, í hefðbundnum skilningi," sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í Hörpu í morgun. Gylfi er einn fjölmargra sem halda erindi á fundinum.

Buiter: Fjármálakerfið má ekki verða stærra en ríkið

Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, segir ótrúlegt hvernig sú staða sem olli efnahagshruninu á Íslandi hafi geta skapast í svo litlu landi eins og Íslandi. Þetta sagði hann á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda sem fram fer í Hörpu í dag. Buiter segir það augljóst að eitthvað glæpsamlegt hafi gerst hér.

Stiglitz: Rétt að hafna Icesave

Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði og nóbelsverðlaunahafi, segir það hafa verið rétt hjá Íslendingum að hafna Icesave skuldbindingunum. Þetta kom fram hjá Stiglitz á ráðstefnu sem nú stendur yfir í Hörpu, á vegum stjórnvalda og AGS. Upptaka var spiluð á ráðstefnunni þar sem Stiglitz ræddi um Ísland.

Verðbólgan lækkar í 5,3% í október

Verðbólgan í október mældist 5,3% og hefur því lækkað nokkuð frá september þegar hún mældist 5,7%. Þessi lækkun er í takt við spár sérfræðinga.

Gjaldþrot þrefaldast milli ára í september

Í september 2011 voru 172 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 57 fyrirtæki í september 2010. Fjöldi þeirra hefur því þrefaldast milli ára í september.

Verulegar hækkanir í kauphöllum Evrópu

Veruleg hækkun hefur orðið í kauphöllum Evrópu frá því að þær opnuðu í morgun. Ástæðan er greinileg ánægja með það samkomulag sem leiðtogar Evrópusambandins náðu í nótt um frekari aðgerðir gegn skuldakreppunni.

Hefur flug til Evrópu í vor

Flugfélagið sem Matthías á hlut í er að stofni til í eigu fjárfestisins Skúla Mogensen í gegnum félagið Títan. Í fréttatilkynningu frá Títan segir að félagið hafi um hríð skoðað kosti þess að hefja flugrekstur til og frá Íslandi. Verið sé að klára samninga við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á Boeing-þotum og hyggist það hefja flug til Evrópu í vor. Höfuðstöðvar þess verði á Íslandi.

Bein tenging krónu og evru verði skoðuð

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru.

Iðuhúsið auglýst til útleigu á ný

Iðuhúsið við Lækjargötu í Reykjavík var auglýst til útleigu á mánudag. Sparifélagið, sem hyggst hefja rekstur hins svokallaða Sparibanka á næsta ári, hefur húsið á leigu en reynir nú að losna undan samningnum.

Nýtanleg orka líklega virkjuð næstu fimmtán til tuttugu ár

Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk.

Útlínur að samkomulagi sagðar liggja fyrir

Þjóðarleiðtogar Evrópuríkja hafa komið sér saman um útlínur að samkomulagi um hvernig bregðast skuli við miklum þjóðarskuldum og slæmri stöðu banka í Evrópu. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið BBC í kvöld. Efnisatriði þess liggja þó ekki fyrir nema að litlu leyti. Fundað hefur verið í Brussell í dag með von um að ná samkomulagi um helstu aðgerðir sem grípa þarf til.

Martin Wolf: "Ísland myndi ekki hafa nein áhrif í ESB"

"Af hverju ættuð þið að ganga inn í eitthvað sem er jafn óstarfhæft (e. disfunctional) og Evrópusambandið? Ísland myndi ekki hafa nein áhrif í sambandinu og gæti misst forræði yfir auðlindum sínum,“ sagði Martin Wolf, aðalhagfræðingur og leiðarahöfundur Financial Times í erindi sínu á fundi VÍB um efnahagsmál á Nordica Hilton hóteli í kvöld.

"Raunveruleg skömm“ ef Ísland verður fast í kreppunni

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði það raunverulega skömm ef Ísland yrði fast í kreppunni í heilan áratug og að ríkisstjórnin hefði stöðvað fjárfestingar í atvinnulífinu á hugmyndafræðilegum forsendum, á í fundi VÍB um efnahagsmál á Hótel Hilton Nordica, sem nú stendur yfir.

Segja yfirlýsingu Arion banka um Pennann ranga

Aðgerðahópur húsgagnasala hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir halda því fram að Arion banki hafi ekki greint rétt frá og að yfirlýsing þeirra um Pennann sé mjög villandi.

Stjórnandi hjá Goldman Sachs í gæsluvarðhald

Fyrrverandi stjórnandi hjá Goldman Sachs hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald. Hann er sakaður um að hafa gefið vogunarsjóð innherjaupplýsingar. Maðurinn, sem heitir Rajat Gupta, er sakaður um að hafa veitt Raj Rajaratnam, stjórnanda vogunarsjóðsins, upplýsingarnar. Verjandi Gupta neitar fullyrðingum þess efnis að Gupta hafi gerst brotlegur við lög.

Forseti ASÍ vill tengja krónuna við evru

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að krónan eigi sér ekki viðreisnar von og hugsanlega sé best að leita leiða til þess að tengja hana beint við evruna. Þetta sagði Gylfi á árlegum formannafundi ASÍ sem haldinn var í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir