Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr veltu á fasteignamarkaðinum

Töluvert dró úr veltunni á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands var 83 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í vikunni. Að meðaltali hefur hinsvegar 98 slíkum samningum verið þinglýst á viku undanfarnar 12 vikur. Af þessum 83 samningum voru 63 um eignir í fjölbýli, 19 um eignir í sérbýli og 1 annarskonar samningur.

Heildarveltan nam rúmum 2,2 milljörðum króna í síðustu viku sem er hálfum milljarði minna en nemur vikumeðaltalinu undanfarnar 12 vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×