Viðskipti innlent

Landsbankinn veitir 15 milljónum til nýsköpunar

Búið er að úthluta 15 milljónum króna í nýsköpunarstyrki í fyrsta sinn úr Samfélagssjóði Landsbankans. Fyrirhugað er að úthluta nýsköpunarstyrkjum árlega.

Í tilkynningu segir að veittir voru sjö styrkir að upphæð 1 milljón króna hver og tuttugu styrkir að fjárhæð 400 þúsund krónur hver.

Dómnefnd var skipuð Margréti Kristmannsdóttur framkvæmdastjóra Pfaff, Óla Halldórssyni forstöðumanni Þekkingarseturs Þingeyinga, Rögnvaldi Jóhanni Sæmundssyni dósent við HR, Magnús Jónssyni útibússtjóra Landsbankans í Árbæ og Finni Sveinssyni sérfræðingi hjá Landsbankanum í samfélagslegri ábyrgð en hann var jafnframt formaður dómnefndar.

Nýsköpunarstyrkjunum er ætlað að styðja við frumkvöðla til að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi.

„Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er styðja við frumkvöðlastarf. Þáttur nýsköpunar er mikilvægur fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, til að stuðla fjölbreytileika og að styrkja eldri atvinnugreinar," segir Jensína K. Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri Þróunar hjá Landsbankanum.

"Landsbankinn hefur sett á fót nýsköpunarþjónustu og  ráðist í nýsköpunarátak  með Innovit sem felst í því að halda Atvinnu- og nýsköpunarhelgar vítt og breitt um landið og með þessu móti vonumst við til að geta stutt vel við bakið á vænlegum viðskiptahugmyndum og eigendum þeirra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×