Fleiri fréttir

Tæknifyrirtæki uggandi yfir hugsanlegri löggjöf

Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum eru afar ósátt með lagafrumvarp sem miðar að því að berjast gegn höfundarréttarbrotum á internetinu. Fyrirtækin segja frumvarpið bjóða upp á ólögmæta ritskoðun og að með löggjöfinni fá yfirvöld í Bandaríkjunum óhóflega mikil yfirráð yfir vefsíðum internetsins.

Jóhanna Waagfjörð ráðin forstjóri Pennans

Jóhanna Waagfjörð hefur verið ráðin forstjóri Pennans á Íslandi ehf. Jóhanna var framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Pennanum frá febrúar á þessu ári.

Leita samstarfsaðila í Lundúnum

Kannað verður hvort íslensk fyrirtæki eigi möguleika á verkefnum tengdum nýbyggingum og viðhaldi húsnæðis í Lundúnum og nágrenni í sérstakri könnunarferð sem verður farin í byrjun desember. Það er Íslandsstofa sem skipuleggur ferðina, en í henni verður lögð áherslu á að þátttakendur hitti verktaka, arkítekta og aðra sérfræðinga, bæði með heimsóknum á byggingarsvæði og á skipulögðum fyrirtækjafundum.

Blóðrauðar tölur á mörkuðum í Evrópu

Úrslit þingkosninganna á Spáni hafa ekkert náð að skapa ró á Evrópumörkuðum nema síður sé. Allar helstu kauphallir álfunnar eru í blóðrauðum tölum frá því að markaðir voru opnaðir í morgun.

Íslensk hugbúnaðarlausn seld til 45 landa

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software, dótturfélag Nýherja, hefur selt eigið tímaskráningar- og verkbókhaldskerfi til rúmlega eitt þúsund viðskiptavina í yfir 45 löndum á aðeins þremur árum. Meðal viðskiptavina eru fjölmörg stórfyrirtæki og stofnanir, m.a. Kauphöllin í Lundúnum, Deutsche Bank og Intel. Öll sala á kerfinu á sér stað í gegnum netið.

Hank Paulson: Við stóðum okkur ekki nægilega vel

Hank Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og forstjóri Goldman Sachs, sagði í viðtali við Charlie Rose, að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig nægilega vel í því að upplýsa um aðgerðirnar haustið 2008. Sérstaklega átti hann við 700 milljarða dollara innspýtingu bandarískra skattgreiðenda í fjármálakerfið.

Fátækum fækkar verulega í landsbyggðum Kína

Fátæku fólki í landsbyggðum Kína hefur fækkað umtalsvert á undanförnum áratug. Fátækum hefur fækkað úr 92 milljón manns árið 2000 og niður í tæplega 27 milljónir manna í fyrra.

Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 329,5 stig í október síðastliðnum og hækkar um 1% frá fyrri mánuði.

Mikil aukning á tilkynningum um svarta vinnu í Danmörku

Þolinmæði Dana gagnvart svartri vinnu virðist vera á þrotum. Það sem af er árinu hefur tilkynningum til hins opinbera um svarta atvinustarfsemi fjölgað um 30% miðað við allt árið í fyrra. Tilkynningarnar eru orðnar yfir 7.000 talsins í ár.

Vikan hefst með rauðum tölum á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Asíu hófu vikuna í slæmu skapi. Mesta lækkunin varð á Hang Seng vísitölunni í Hong Kong eða 1,8% en Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 0,3%.

Gullæði í uppsiglingu í Noregi

Gullæði er um það bil að skella á í Noregi eftir að mikið magn af gulli og öðrum dýrmætum málmum fannst í héraðinu Troms síðasta sumar.

Ætlar ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki

"Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins.

Horn skráð á markað á næstu vikum

Guðrún Ragnarsdóttir og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hafa sagt sig úr stjórn Horns fjárfestingafélags, dótturfélags Landsbankans. Greint er frá þessu á vefsíðu Horns. Guðrún óskaði eftir því að hætta í stjórninni þar sem hún hefur tekið sæti í nýrri stjórn Bankasýslu ríkisins. Steinþór hættir hins vegar "með það fyrir augum að draga úr beinum tengslum Landsbankans og Horns“ eins og orðrétt segir á vefsíðu Horns.

Boeing gerir enn einn risasamninginnn

Bandaríski flugvéla- og vélaframleiðandinn Boeing gekk í liðinni viku frá samningi við flugfélagið Lion Air, frá Indónesíu. Samningurinn er upp á tæplega 22 milljarða dollara og felur í sér að Boeing afhendir Lion Air 230 styttri útgáfu af 737 vélum félagsins. Vilyrði ef síðan fyrir afhendingu á 150 vélum til viðbótar upp á ríflega 14 milljarða dollara.

Promens greiðir konum 26 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni

Plastframleiðslufyrirtækið Promens hefur samið um að greiða fjórum konum, sem störfuðu hjá fyrirtækinu, 26 milljónir króna í miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni sem þær urðu fyrir af hálfu yfirmanns fyrirtækisins í Chicago í Bandaríkjunum.

Sprenging á laxveiðimarkaðnum

Há tilboð í veiðirétt Þverár og Kjarrár í Borgarfirði og Laxár á Ásum hafa vakið mikla athygli á meðal veiðimanna. Heimildarmenn Fréttablaðsins, sem þekkja mjög vel til í veiðiheiminum, hafa gengið svo langt að segja að búið sé að varpa sprengju inn á markaðinn. Verði þróunin í takt við útboðin tvö geti afleiðingin orðið sú að veiðileyfi muni hækka upp úr öllu valdi. Aðeins ríkir útlendingar og örfáir Íslendingar muni ráða við að kaupa sér leyfi í góðum laxveiðiám á besta tíma.

ABN Amro afskrifar skuldir Grikkja

Hollenski bankinn ABN Amro tilkynnti um það í gær að hann þyrfti að afskrifa umtalsvert vegna lána til grískra fyrirtækja og grískra ríkisins. Við sama tilefni tilkynnti bankinn um 54 milljóna evra tap, en hagnaður bankans á sama tíma í fyrra um ríflega 340 milljónir evra, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Tap kröfuhafa 7.500 milljarðar íslenskra króna

Kröfur erlendra lánastofnana á íslenska banka og önnur fyrirtæki hafa verið færðar niður um 7.485 milljarða króna frá því sem þær voru stuttu fyrir bankahrun ef miðað er við gengi dagsins í dag. Kröfurnar námu 75,3 milljörðum dala, 8.848 milljörðum króna, um mitt ár 2008. Þær eru nú 11,6 milljarðar dala, 1.363 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýjum tölum Alþjóðagreiðslubankans (BIS) sem sýna umfang krafnanna í lok júní síðastliðins.

Ótrúlegt rekstrartap Manchester City

Knattspyrnufélagið Manchester City tapaði 194,9 milljónum punda, jafnvirði ríflega 36 milljörðum króna, á síðasta ári. Það er langmesta rekstrartapa nokkurs félags í sögu enskrar knattspyrnu, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Inn í rekstrartapinu er þó ekki styrktarsamningur félagsins við Etihad Airlines upp á 35 milljónir punda.

Seðlabankinn kaupir erlendan gjaldeyri

Seðlabanki Íslands mun á komandi mánuðum standa fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn mun kaupa erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar, enda sé fjárfestingin bundin til langs tíma hér á landi.

Hæfi Gunnars verður kannað aftur

Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætlar að fela Andra Árnasyni, lögmanni, að kanna hvort eitthvað nýtt hafi komið fram um hæfi Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Ný hæfnisnefnd vegna ráðningar Bankasýslunnar

Dr. Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur, hefur verið skipuð formaður hæfnisnefndar vegna ráðningar á forstjóra Bankasýslu ríkisins. Aðrir nefndarmenn eru dr. Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur og Tryggvi Pálsson, hagfræðingur. Þetta kemur fram á vefsíðu Bankasýslu ríkisins.

Draghi krefst aðgerða

Nýr seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, krafðist þess á ráðstefnu evrópskra banka í dag að ESB myndi grípa tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda þjóðríkja og banka. Einkum setti hann kröfu um að björgunarsjóðurinn svonefndi, sem samþykkt hefur verið að stækka úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða, yrði notaður til þess að bæta úr stöðu mála. "Eftir hverju er verið að bíða," sagði Draghi, eftir því sem greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Guðrún og Þóra heilla erlenda fjárfesta

Fyrirtækið Puzzled by Iceland var eitt af sjö evrópskum sprotafyrirtækum sem tóku þátt í viðburðinum Meet the Dragons sem fram fór í Rotterdam á miðvikudag.

Lífeyrissjóðirnir út úr Búvöllum

Lífeyrissjóðir sem voru hluti af Búvöllum slhf. hafa leyst til sín hluti sína og halda nú á þeim í eigin nafni. Búvellir voru stofnaðir utan um hóp fjárfesta sem keypti 44% hlut í smásölurisanum Högum fyrir um 5,4 milljarða króna í tveimur atrennum fyrr á þessu ári. Stærsti lífeyrissjóðurinn sem klýfur sig nú frá hópnum er Gildi, sem á nú 8,6% hlut í eigin nafni, og Festa, sem á 3,7%.

Íslandsbanki kemur að fjármögnun nýrra gámaskipa

Eimskipafélag Íslands hefur fest kaup á tveimur nýjum gámaskipum og hefur gert samning um smíði þeirra í Kína. Íslandsbanki mun fjármagna allt að 30% af smíði skipanna á skipatímanum en áætlaður kostnaður við smíðina er um 5,8 milljarðar íslenskra króna, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Horn selur 13,75% hlut í Eyri

Horn, dótturfélag Landsbankans, hefur selt 13,75% hlut í fjárfestingafélaginu Eyri Invest, sem m.a. á stærsta einstaka eignarhlutinn í Marel. Eigendur rúmlega 37% hlutafjár í Eyri eru feðgarnir Þórður Magnússon, stjórnarformaður, með um 20% hlut, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri, með um 17% hlut. Ekki hefur verið upplýst um hver keypti hlutinn af Horni, en greint er frá viðskiptunum á vefsíðu Horns.

14% aukning á framboði ferða

Búast má við umtalsverðri fjölgun ferðamanna hér á landi á næsta ári vegna aukins framboðs ferða til landsins, sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, á markaðsfundi félagsins í gær.

Seðlabankar hamstra gull

Óróinn á fjármálamörkuðum erlendis hefur orðið til þess að Seðlabankar í heiminum hamstra um þessar mundir gullbirgðir heimsins til sín. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs keyptu Seðlabankar heimsins rúmlega 148 tonn af gulli. Það samsvarar rétt rösklega 1000 milljörðum íslenskra króna.

Lýsi annar ekki eftirspurn

Svo mikil eftirspurn er orðin eftir íslensku lýsi að lýsisverksmiðjan skortir þorskalifur. Eftirspurnin er bæði hér innanlands og erlendis, segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.

Rekstur gamla Landsbankans kostar milljarða

Rekstrarkostnaður gamla Landsbankans hefur numið tæpum 5,6 milljörðum króna á árinu, samkvæmt uppgjöri sem var kynnt á fundi slitastjórnar bankans með kröfuhöfum í dag. Mestur var kostnaðurinn á öðrum ársfjórðungi, eða rétt rúmir 2 milljarðar króna en hann lækkaði um 217 milljónir á þriðja ársfjórðungi.

Pétur tapaði andvirði tveggja jeppa

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa tapað að minnsta kosti andvirði tveggja bílverða með því að kaupa hlutabréf í Sæplasti fyrir 7,4 milljónir árið 1992. Sæplast varð svo að eign Atorku árið 2004 en fyrirtækið fór í þrot fimm árum seinna. Pétur segir að það bráðvanti reglur um gegnsæ hlutafélög. Það skorti allt traust til að hægt sé að byggja upp hlutabréfamarkaðinn.

Ingvar Helgason og B&L selt Ernu Gísladóttur

Miðengi ehf. (dótturfélag Íslandsbanka), SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf. hafa gengið frá sölu á eignarhaldsfélaginu BLIH ehf. (BLIH) til félags í eigu Ernu Gísladóttur samkvæmt tilkynningu frá Miðengi.

Segir nýja leikjatölvu frá Microsoft væntanlega

Tölvuleikjaframleiðandi í Bandaríkjunum hefur gefið til kynna að Microsoft muni opinbera nýja leikjatölvu á næstu vikum. Hann sagði hugmyndir Microsoft vera afar metnaðarfullar.

Samstarf Facebook og Skype eflt

Stjórnendur samskiptaforritsins Skype hafa ákveðið að auka samþættingu forritsins við Facebook. Skype gerir notendum kleyft að hafa samskipti í gegnum myndspjall.

Sjá næstu 50 fréttir