Fleiri fréttir Skemmtigarðurinn eykur aðsókn að Smáralindinni Það hefur verið mikið líf og fjör í Smáralindinni síðustu daga með opnun Skemmtigarðsins og sænsku fataverslunarinnar Lindex. Verslunin og garðurinn opnuðu bæði formlega 11. nóvember og samkvæmt upplýsingum þaðan hefur verið yfir 100% aðsóknaraukning í Smáralind miðað við sama tíma og í fyrra. Það má því segja að koma þessa tveggja rekstaraðila hafa sannarlega haft jákvæð áhrif á verslunarmiðstöðina. 22.11.2011 15:19 Gjaldeyrisforðinn aldrei stærri Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur aldrei verið meiri og nemur nú tæpum 985 milljörðum króna. Hins vegar eru skuldbindingar Seðlabankans í erlendri mynt um 1063 milljarðar króna. Staðan er því neikvæð um 78 milljarða í dag. 22.11.2011 13:52 Thomas Cook á barmi gjaldþrots Breska ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook er á barmi gjaldþrots og gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fallið um 65% í dag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 22.11.2011 12:26 Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn bestur á Íslandi Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe. Jafnframt var sjóðurinn valinn næstbesti lífeyrissjóðurinn í þeim níu Evrópulöndum sem eru með færri en 1 milljón íbúa. 22.11.2011 11:57 Microsoft og Tölvumiðlun í samstarf Microsoft og Tölvmiðlun hafa gert með sér samning um þróunarsamstarf á hugbúnaði. Samkvæmt samningnum verður svokölluð H3 heildarlausn í mannauðsmálum frá Tölvumiðlun flutt yfir á Microsoft SQL Server og mun Tölvumiðlun í kjölfarið reiða sig meira en áður á Microsoft lausnir við hugbúnaðargerð félagsins. 22.11.2011 10:42 Byggingarkostnaður hækkar um tæp 11% Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 10,7% á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 0,2% undanfarinn mánuð. Verð á innlendu efni lækkaði um 1,3% en verð á innfluttu efni hækkaði um 2,5%. 22.11.2011 10:04 Spjaldtölva verður jólagjöfin í ár Rannsóknasetur verslunarinnar telur að jólagjöfin í ár verði spjaldtölva. Þetta kemur fram í árlegri spá rannsóknarsetursins um jólaverslunina. 22.11.2011 09:44 Spáir óbreyttri verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í nóvember frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir helst tólf mánaða verðbólga óbreytt í 5,3%. 22.11.2011 09:28 Kynslóðin sem er skuldum vafin David Malone, einn þekktasti heimildarmyndagerðarmaður breska ríkisútvarpsins BBC, sagði á fundi í Manchester í september sl. að heil kynslóð væri skuldum vafin eftir glórulausar ákvarðanir bankamanna. 22.11.2011 09:16 Aflaverðmætið jókst um tæp 7% Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um rúma sex milljarða króna á fyrstu átta mánuðum ársins, eða um 6,9%. Í fyrra nam aflaverðmætið 92,4 milljörðum króna en í ár nam það 98,8 milljörðum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 22.11.2011 09:16 Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt í árshlutauppgjöri sínu þann 30. júní á síðasta ári. Þetta er ein af niðurstöðum athugunar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf. 22.11.2011 08:57 Buffett efast um að evran lifi af Ofurfjárfestirinn Warren Buffett efast um að evran lifi af núverandi skuldakreppu á evrusvæðinu. 22.11.2011 07:43 Krónan hefur veikst um 3,2% frá áramótum Krónan hefur veikst um 3,21% frá áramótum. Veiking gagnvart helstu myntum er mjög misjöfn, mest á móti japönsku jeni eða 8,38%, en veiking krónunnar gagnvart öðrum helstu myntum er að mestu á bilinu 2-4 %. Hinsvegar hefur krónan styrkst um 0,7% á móti Kanadadollar. 22.11.2011 07:25 Mikil uppsveifla á fasteignamarkaðinum Mikil uppsveifla er í gangi á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku var fjöldi þinglýstra kaupsamninga í borginni 132 talsins. 22.11.2011 07:20 Skattur fælir kísiliðnað frá "Ef þetta verður að lögum er ég verulega hræddur um að okkar fjárfestar muni hætta við," segir Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kísilfélagsins, um fyrirhugaða breytingu á lögum sem munu leggja kolefnisgjald á rafskaut sem meðal annars er notað til kísilframleiðslu. 22.11.2011 00:01 Fréttaskýring: Skráning Horns markar tímamót Tilkynnt hefur verið um það formlega að til standi að skrá Horn fjárfestingafélag á markað á næstu vikum. Skráning félagsins mun marka tímamót, þar sem um er að ræða eign sem er 100% í eigu Landsbanka Íslands, sem síðan er að 81% leyti í eigu íslenska ríkisins. Því er í reynd um að ræða einkavæðingu í þeim skilningi að eign sem er í eigu almennings verður seld til einkafjárfesta. Í þetta skiptið, ekki frekar en þegar Landsbankinn seldi dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands, eiga stjórnmálamenn enga aðkomu. 21.11.2011 21:49 Búast við snjallsíma frá Amazon Þó svo að Kindle Fire, nýjasta spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, hafi fengið misjafna dóma frá gagnrýnendum þá hafa neytendur tekið tölvunni opnum örmum. Talið er að Amazon muni selja um fimm milljón eintök fyrir jól. 21.11.2011 22:30 Skarpar lækkanir á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfaverð lækkuðu víðast hvar í dag vegna ótta fjárfesta við miklar skuldir þjóðríka og banka, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu um 2,5% og hlutabréfaverð í Þýskalandi og Frakklandi um 3%. 21.11.2011 21:10 Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. 21.11.2011 09:30 Ágreiningi um 1,2 milljarða kröfu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í dag 1,2 milljarða króna kröfu Reykjavíkur á hendur Landsvaka, dótturfélags Landsbankans, vegna hlutdeildarskirteina Reykjavíkurborgar í Peningabréfum Landsbankans, sem var einn af sjóðum Landsvaka. Þegar sjóðnum var slitið rétt eftir hrun Landsbankans fékk Reykjavíkurborg greiddar tæpar 69% af inneign sinni hjá Landsvaka. 21.11.2011 16:12 Bretum bannað að eiga í viðskiptum við íranska banka Bresk stjórnvöld ætla að skera á öll tengsl við íranska banka en aðgerðirnar eru hluti af hertum refsiaðgerðum vestrænna þjóða gegn Írönum eftir að því var haldið fram í nýrri skýrslu frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni að íranar væru lengra á veg komnir með að þróa kjarnavopn en áður var talið. 21.11.2011 15:54 Tveir nýir starfsmenn til liðs við Gekon Tveir nýjir starfsmenn hafa verið ráðnir til ráðgjafafyrirtækisins Gekon að undanförnu, en fyrirtækið vinnur að kortlagningu á svonefndum jarðhitaklasa hér á landi og greiningu tækifæra sem tengjast honum. Starfsmennirnir eru Friðfinnur Hermannsson rekstrarhagfræðingur og Rósbjörg Jónsdóttir MBA. 21.11.2011 15:36 Verðbólga á Íslandi mikil á heimsmælikvarða Verðbólga er aðeins meiri en á Íslandi í 13 löndum af þeim 43 sem breska vikublaðið The Economist birtir reglulega hagtölur um, en þar er um ræða öll stærstu hagkerfi heimsins. 21.11.2011 17:12 Grunnrannsóknir nánast eingöngu á hendi ríkisins Um 90% af öllum grunnrannsóknum á Íslandi eru fjármagnaðar af hinu opinbera, annaðhvort í gegnum háskóla, styrki eða aðrar ríkisstofnanir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu alþjóða hugverkasamtakanna. 21.11.2011 16:21 Flugfélag Pálma í þrot Astraeus flugfélagið, sem er að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar, er komið í slitameðferð. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi félagsins í samtali við fréttastofu. 21.11.2011 13:51 Rannsóknarnefnd þarf líklega lengri tíma Rannsóknarnefnd Alþings um starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem tók til starfa í haust, mun líklega þurfa lengri tíma til þess ljúka störfum sínum en þá sex mánuði sem Alþingi setti nefndinni sem tímaramma þegar hún tók til starfa. 21.11.2011 12:54 Iceland Express hættir viðskiptum við Astraeus Iceland Express er hætt viðskiptum við Astraeus flugfélagið og hefur gengið frá samkomulagi við tékkneska félagið CSA Holidays, sem er í eigu CSA Airlines, um flug. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni röskun á áætlunarflugi Iceland Express vegna þessarar breytingar sem sé liður í víðtækri endurskipulagningu sem nýir stjórnendur félagsins hafi ráðist í til aukinnar hagræðingar og bættrar þjónustu. 21.11.2011 12:22 Tæknifyrirtæki uggandi yfir hugsanlegri löggjöf Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum eru afar ósátt með lagafrumvarp sem miðar að því að berjast gegn höfundarréttarbrotum á internetinu. Fyrirtækin segja frumvarpið bjóða upp á ólögmæta ritskoðun og að með löggjöfinni fá yfirvöld í Bandaríkjunum óhóflega mikil yfirráð yfir vefsíðum internetsins. 21.11.2011 10:55 Jóhanna Waagfjörð ráðin forstjóri Pennans Jóhanna Waagfjörð hefur verið ráðin forstjóri Pennans á Íslandi ehf. Jóhanna var framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Pennanum frá febrúar á þessu ári. 21.11.2011 10:19 Leita samstarfsaðila í Lundúnum Kannað verður hvort íslensk fyrirtæki eigi möguleika á verkefnum tengdum nýbyggingum og viðhaldi húsnæðis í Lundúnum og nágrenni í sérstakri könnunarferð sem verður farin í byrjun desember. Það er Íslandsstofa sem skipuleggur ferðina, en í henni verður lögð áherslu á að þátttakendur hitti verktaka, arkítekta og aðra sérfræðinga, bæði með heimsóknum á byggingarsvæði og á skipulögðum fyrirtækjafundum. 21.11.2011 10:14 Blóðrauðar tölur á mörkuðum í Evrópu Úrslit þingkosninganna á Spáni hafa ekkert náð að skapa ró á Evrópumörkuðum nema síður sé. Allar helstu kauphallir álfunnar eru í blóðrauðum tölum frá því að markaðir voru opnaðir í morgun. 21.11.2011 09:18 Íslensk hugbúnaðarlausn seld til 45 landa Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software, dótturfélag Nýherja, hefur selt eigið tímaskráningar- og verkbókhaldskerfi til rúmlega eitt þúsund viðskiptavina í yfir 45 löndum á aðeins þremur árum. Meðal viðskiptavina eru fjölmörg stórfyrirtæki og stofnanir, m.a. Kauphöllin í Lundúnum, Deutsche Bank og Intel. Öll sala á kerfinu á sér stað í gegnum netið. 21.11.2011 08:53 Hank Paulson: Við stóðum okkur ekki nægilega vel Hank Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og forstjóri Goldman Sachs, sagði í viðtali við Charlie Rose, að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig nægilega vel í því að upplýsa um aðgerðirnar haustið 2008. Sérstaklega átti hann við 700 milljarða dollara innspýtingu bandarískra skattgreiðenda í fjármálakerfið. 21.11.2011 08:50 Fátækum fækkar verulega í landsbyggðum Kína Fátæku fólki í landsbyggðum Kína hefur fækkað umtalsvert á undanförnum áratug. Fátækum hefur fækkað úr 92 milljón manns árið 2000 og niður í tæplega 27 milljónir manna í fyrra. 21.11.2011 08:00 Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 329,5 stig í október síðastliðnum og hækkar um 1% frá fyrri mánuði. 21.11.2011 07:50 Mikil aukning á tilkynningum um svarta vinnu í Danmörku Þolinmæði Dana gagnvart svartri vinnu virðist vera á þrotum. Það sem af er árinu hefur tilkynningum til hins opinbera um svarta atvinustarfsemi fjölgað um 30% miðað við allt árið í fyrra. Tilkynningarnar eru orðnar yfir 7.000 talsins í ár. 21.11.2011 07:48 Vikan hefst með rauðum tölum á mörkuðum Hlutabréfamarkaðir í Asíu hófu vikuna í slæmu skapi. Mesta lækkunin varð á Hang Seng vísitölunni í Hong Kong eða 1,8% en Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 0,3%. 21.11.2011 07:46 Óvissa um framhald flugs Iceland Express til New York Óvissa ríkir um framhald á flugi Iceland Express til New York. Flugi, sem átti að fara þangað í dag, hefur verið aflýst og verður farþegum útvegað far með öðrum flugfélögum. 21.11.2011 07:05 Gullæði í uppsiglingu í Noregi Gullæði er um það bil að skella á í Noregi eftir að mikið magn af gulli og öðrum dýrmætum málmum fannst í héraðinu Troms síðasta sumar. 21.11.2011 07:03 Ætlar ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki "Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. 20.11.2011 20:30 Íslandsbanki búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. 20.11.2011 21:30 Horn skráð á markað á næstu vikum Guðrún Ragnarsdóttir og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hafa sagt sig úr stjórn Horns fjárfestingafélags, dótturfélags Landsbankans. Greint er frá þessu á vefsíðu Horns. Guðrún óskaði eftir því að hætta í stjórninni þar sem hún hefur tekið sæti í nýrri stjórn Bankasýslu ríkisins. Steinþór hættir hins vegar "með það fyrir augum að draga úr beinum tengslum Landsbankans og Horns“ eins og orðrétt segir á vefsíðu Horns. 20.11.2011 18:23 Boeing gerir enn einn risasamninginnn Bandaríski flugvéla- og vélaframleiðandinn Boeing gekk í liðinni viku frá samningi við flugfélagið Lion Air, frá Indónesíu. Samningurinn er upp á tæplega 22 milljarða dollara og felur í sér að Boeing afhendir Lion Air 230 styttri útgáfu af 737 vélum félagsins. Vilyrði ef síðan fyrir afhendingu á 150 vélum til viðbótar upp á ríflega 14 milljarða dollara. 20.11.2011 11:08 Promens greiðir konum 26 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni Plastframleiðslufyrirtækið Promens hefur samið um að greiða fjórum konum, sem störfuðu hjá fyrirtækinu, 26 milljónir króna í miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni sem þær urðu fyrir af hálfu yfirmanns fyrirtækisins í Chicago í Bandaríkjunum. 20.11.2011 09:50 Við erum drykkfelld og tæknióð - og helmingurinn er einhleypur Íslendingar eru tæknióð þjóð listunnenda, sem finnst ágætt að vera á lausu og fá sér í glas. Hafsteinn Hauksson rýndi í nýjustu útgáfu Landshaga Hagstofunnar og komst að ýmsu merkilegu um land og þjóð. 19.11.2011 20:00 Sjá næstu 50 fréttir
Skemmtigarðurinn eykur aðsókn að Smáralindinni Það hefur verið mikið líf og fjör í Smáralindinni síðustu daga með opnun Skemmtigarðsins og sænsku fataverslunarinnar Lindex. Verslunin og garðurinn opnuðu bæði formlega 11. nóvember og samkvæmt upplýsingum þaðan hefur verið yfir 100% aðsóknaraukning í Smáralind miðað við sama tíma og í fyrra. Það má því segja að koma þessa tveggja rekstaraðila hafa sannarlega haft jákvæð áhrif á verslunarmiðstöðina. 22.11.2011 15:19
Gjaldeyrisforðinn aldrei stærri Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur aldrei verið meiri og nemur nú tæpum 985 milljörðum króna. Hins vegar eru skuldbindingar Seðlabankans í erlendri mynt um 1063 milljarðar króna. Staðan er því neikvæð um 78 milljarða í dag. 22.11.2011 13:52
Thomas Cook á barmi gjaldþrots Breska ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook er á barmi gjaldþrots og gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fallið um 65% í dag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 22.11.2011 12:26
Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn bestur á Íslandi Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe. Jafnframt var sjóðurinn valinn næstbesti lífeyrissjóðurinn í þeim níu Evrópulöndum sem eru með færri en 1 milljón íbúa. 22.11.2011 11:57
Microsoft og Tölvumiðlun í samstarf Microsoft og Tölvmiðlun hafa gert með sér samning um þróunarsamstarf á hugbúnaði. Samkvæmt samningnum verður svokölluð H3 heildarlausn í mannauðsmálum frá Tölvumiðlun flutt yfir á Microsoft SQL Server og mun Tölvumiðlun í kjölfarið reiða sig meira en áður á Microsoft lausnir við hugbúnaðargerð félagsins. 22.11.2011 10:42
Byggingarkostnaður hækkar um tæp 11% Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 10,7% á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 0,2% undanfarinn mánuð. Verð á innlendu efni lækkaði um 1,3% en verð á innfluttu efni hækkaði um 2,5%. 22.11.2011 10:04
Spjaldtölva verður jólagjöfin í ár Rannsóknasetur verslunarinnar telur að jólagjöfin í ár verði spjaldtölva. Þetta kemur fram í árlegri spá rannsóknarsetursins um jólaverslunina. 22.11.2011 09:44
Spáir óbreyttri verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í nóvember frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir helst tólf mánaða verðbólga óbreytt í 5,3%. 22.11.2011 09:28
Kynslóðin sem er skuldum vafin David Malone, einn þekktasti heimildarmyndagerðarmaður breska ríkisútvarpsins BBC, sagði á fundi í Manchester í september sl. að heil kynslóð væri skuldum vafin eftir glórulausar ákvarðanir bankamanna. 22.11.2011 09:16
Aflaverðmætið jókst um tæp 7% Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um rúma sex milljarða króna á fyrstu átta mánuðum ársins, eða um 6,9%. Í fyrra nam aflaverðmætið 92,4 milljörðum króna en í ár nam það 98,8 milljörðum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 22.11.2011 09:16
Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt í árshlutauppgjöri sínu þann 30. júní á síðasta ári. Þetta er ein af niðurstöðum athugunar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf. 22.11.2011 08:57
Buffett efast um að evran lifi af Ofurfjárfestirinn Warren Buffett efast um að evran lifi af núverandi skuldakreppu á evrusvæðinu. 22.11.2011 07:43
Krónan hefur veikst um 3,2% frá áramótum Krónan hefur veikst um 3,21% frá áramótum. Veiking gagnvart helstu myntum er mjög misjöfn, mest á móti japönsku jeni eða 8,38%, en veiking krónunnar gagnvart öðrum helstu myntum er að mestu á bilinu 2-4 %. Hinsvegar hefur krónan styrkst um 0,7% á móti Kanadadollar. 22.11.2011 07:25
Mikil uppsveifla á fasteignamarkaðinum Mikil uppsveifla er í gangi á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku var fjöldi þinglýstra kaupsamninga í borginni 132 talsins. 22.11.2011 07:20
Skattur fælir kísiliðnað frá "Ef þetta verður að lögum er ég verulega hræddur um að okkar fjárfestar muni hætta við," segir Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kísilfélagsins, um fyrirhugaða breytingu á lögum sem munu leggja kolefnisgjald á rafskaut sem meðal annars er notað til kísilframleiðslu. 22.11.2011 00:01
Fréttaskýring: Skráning Horns markar tímamót Tilkynnt hefur verið um það formlega að til standi að skrá Horn fjárfestingafélag á markað á næstu vikum. Skráning félagsins mun marka tímamót, þar sem um er að ræða eign sem er 100% í eigu Landsbanka Íslands, sem síðan er að 81% leyti í eigu íslenska ríkisins. Því er í reynd um að ræða einkavæðingu í þeim skilningi að eign sem er í eigu almennings verður seld til einkafjárfesta. Í þetta skiptið, ekki frekar en þegar Landsbankinn seldi dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands, eiga stjórnmálamenn enga aðkomu. 21.11.2011 21:49
Búast við snjallsíma frá Amazon Þó svo að Kindle Fire, nýjasta spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, hafi fengið misjafna dóma frá gagnrýnendum þá hafa neytendur tekið tölvunni opnum örmum. Talið er að Amazon muni selja um fimm milljón eintök fyrir jól. 21.11.2011 22:30
Skarpar lækkanir á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfaverð lækkuðu víðast hvar í dag vegna ótta fjárfesta við miklar skuldir þjóðríka og banka, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu um 2,5% og hlutabréfaverð í Þýskalandi og Frakklandi um 3%. 21.11.2011 21:10
Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. 21.11.2011 09:30
Ágreiningi um 1,2 milljarða kröfu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í dag 1,2 milljarða króna kröfu Reykjavíkur á hendur Landsvaka, dótturfélags Landsbankans, vegna hlutdeildarskirteina Reykjavíkurborgar í Peningabréfum Landsbankans, sem var einn af sjóðum Landsvaka. Þegar sjóðnum var slitið rétt eftir hrun Landsbankans fékk Reykjavíkurborg greiddar tæpar 69% af inneign sinni hjá Landsvaka. 21.11.2011 16:12
Bretum bannað að eiga í viðskiptum við íranska banka Bresk stjórnvöld ætla að skera á öll tengsl við íranska banka en aðgerðirnar eru hluti af hertum refsiaðgerðum vestrænna þjóða gegn Írönum eftir að því var haldið fram í nýrri skýrslu frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni að íranar væru lengra á veg komnir með að þróa kjarnavopn en áður var talið. 21.11.2011 15:54
Tveir nýir starfsmenn til liðs við Gekon Tveir nýjir starfsmenn hafa verið ráðnir til ráðgjafafyrirtækisins Gekon að undanförnu, en fyrirtækið vinnur að kortlagningu á svonefndum jarðhitaklasa hér á landi og greiningu tækifæra sem tengjast honum. Starfsmennirnir eru Friðfinnur Hermannsson rekstrarhagfræðingur og Rósbjörg Jónsdóttir MBA. 21.11.2011 15:36
Verðbólga á Íslandi mikil á heimsmælikvarða Verðbólga er aðeins meiri en á Íslandi í 13 löndum af þeim 43 sem breska vikublaðið The Economist birtir reglulega hagtölur um, en þar er um ræða öll stærstu hagkerfi heimsins. 21.11.2011 17:12
Grunnrannsóknir nánast eingöngu á hendi ríkisins Um 90% af öllum grunnrannsóknum á Íslandi eru fjármagnaðar af hinu opinbera, annaðhvort í gegnum háskóla, styrki eða aðrar ríkisstofnanir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu alþjóða hugverkasamtakanna. 21.11.2011 16:21
Flugfélag Pálma í þrot Astraeus flugfélagið, sem er að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar, er komið í slitameðferð. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi félagsins í samtali við fréttastofu. 21.11.2011 13:51
Rannsóknarnefnd þarf líklega lengri tíma Rannsóknarnefnd Alþings um starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem tók til starfa í haust, mun líklega þurfa lengri tíma til þess ljúka störfum sínum en þá sex mánuði sem Alþingi setti nefndinni sem tímaramma þegar hún tók til starfa. 21.11.2011 12:54
Iceland Express hættir viðskiptum við Astraeus Iceland Express er hætt viðskiptum við Astraeus flugfélagið og hefur gengið frá samkomulagi við tékkneska félagið CSA Holidays, sem er í eigu CSA Airlines, um flug. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni röskun á áætlunarflugi Iceland Express vegna þessarar breytingar sem sé liður í víðtækri endurskipulagningu sem nýir stjórnendur félagsins hafi ráðist í til aukinnar hagræðingar og bættrar þjónustu. 21.11.2011 12:22
Tæknifyrirtæki uggandi yfir hugsanlegri löggjöf Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum eru afar ósátt með lagafrumvarp sem miðar að því að berjast gegn höfundarréttarbrotum á internetinu. Fyrirtækin segja frumvarpið bjóða upp á ólögmæta ritskoðun og að með löggjöfinni fá yfirvöld í Bandaríkjunum óhóflega mikil yfirráð yfir vefsíðum internetsins. 21.11.2011 10:55
Jóhanna Waagfjörð ráðin forstjóri Pennans Jóhanna Waagfjörð hefur verið ráðin forstjóri Pennans á Íslandi ehf. Jóhanna var framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Pennanum frá febrúar á þessu ári. 21.11.2011 10:19
Leita samstarfsaðila í Lundúnum Kannað verður hvort íslensk fyrirtæki eigi möguleika á verkefnum tengdum nýbyggingum og viðhaldi húsnæðis í Lundúnum og nágrenni í sérstakri könnunarferð sem verður farin í byrjun desember. Það er Íslandsstofa sem skipuleggur ferðina, en í henni verður lögð áherslu á að þátttakendur hitti verktaka, arkítekta og aðra sérfræðinga, bæði með heimsóknum á byggingarsvæði og á skipulögðum fyrirtækjafundum. 21.11.2011 10:14
Blóðrauðar tölur á mörkuðum í Evrópu Úrslit þingkosninganna á Spáni hafa ekkert náð að skapa ró á Evrópumörkuðum nema síður sé. Allar helstu kauphallir álfunnar eru í blóðrauðum tölum frá því að markaðir voru opnaðir í morgun. 21.11.2011 09:18
Íslensk hugbúnaðarlausn seld til 45 landa Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software, dótturfélag Nýherja, hefur selt eigið tímaskráningar- og verkbókhaldskerfi til rúmlega eitt þúsund viðskiptavina í yfir 45 löndum á aðeins þremur árum. Meðal viðskiptavina eru fjölmörg stórfyrirtæki og stofnanir, m.a. Kauphöllin í Lundúnum, Deutsche Bank og Intel. Öll sala á kerfinu á sér stað í gegnum netið. 21.11.2011 08:53
Hank Paulson: Við stóðum okkur ekki nægilega vel Hank Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og forstjóri Goldman Sachs, sagði í viðtali við Charlie Rose, að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig nægilega vel í því að upplýsa um aðgerðirnar haustið 2008. Sérstaklega átti hann við 700 milljarða dollara innspýtingu bandarískra skattgreiðenda í fjármálakerfið. 21.11.2011 08:50
Fátækum fækkar verulega í landsbyggðum Kína Fátæku fólki í landsbyggðum Kína hefur fækkað umtalsvert á undanförnum áratug. Fátækum hefur fækkað úr 92 milljón manns árið 2000 og niður í tæplega 27 milljónir manna í fyrra. 21.11.2011 08:00
Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 329,5 stig í október síðastliðnum og hækkar um 1% frá fyrri mánuði. 21.11.2011 07:50
Mikil aukning á tilkynningum um svarta vinnu í Danmörku Þolinmæði Dana gagnvart svartri vinnu virðist vera á þrotum. Það sem af er árinu hefur tilkynningum til hins opinbera um svarta atvinustarfsemi fjölgað um 30% miðað við allt árið í fyrra. Tilkynningarnar eru orðnar yfir 7.000 talsins í ár. 21.11.2011 07:48
Vikan hefst með rauðum tölum á mörkuðum Hlutabréfamarkaðir í Asíu hófu vikuna í slæmu skapi. Mesta lækkunin varð á Hang Seng vísitölunni í Hong Kong eða 1,8% en Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 0,3%. 21.11.2011 07:46
Óvissa um framhald flugs Iceland Express til New York Óvissa ríkir um framhald á flugi Iceland Express til New York. Flugi, sem átti að fara þangað í dag, hefur verið aflýst og verður farþegum útvegað far með öðrum flugfélögum. 21.11.2011 07:05
Gullæði í uppsiglingu í Noregi Gullæði er um það bil að skella á í Noregi eftir að mikið magn af gulli og öðrum dýrmætum málmum fannst í héraðinu Troms síðasta sumar. 21.11.2011 07:03
Ætlar ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki "Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. 20.11.2011 20:30
Íslandsbanki búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. 20.11.2011 21:30
Horn skráð á markað á næstu vikum Guðrún Ragnarsdóttir og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hafa sagt sig úr stjórn Horns fjárfestingafélags, dótturfélags Landsbankans. Greint er frá þessu á vefsíðu Horns. Guðrún óskaði eftir því að hætta í stjórninni þar sem hún hefur tekið sæti í nýrri stjórn Bankasýslu ríkisins. Steinþór hættir hins vegar "með það fyrir augum að draga úr beinum tengslum Landsbankans og Horns“ eins og orðrétt segir á vefsíðu Horns. 20.11.2011 18:23
Boeing gerir enn einn risasamninginnn Bandaríski flugvéla- og vélaframleiðandinn Boeing gekk í liðinni viku frá samningi við flugfélagið Lion Air, frá Indónesíu. Samningurinn er upp á tæplega 22 milljarða dollara og felur í sér að Boeing afhendir Lion Air 230 styttri útgáfu af 737 vélum félagsins. Vilyrði ef síðan fyrir afhendingu á 150 vélum til viðbótar upp á ríflega 14 milljarða dollara. 20.11.2011 11:08
Promens greiðir konum 26 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni Plastframleiðslufyrirtækið Promens hefur samið um að greiða fjórum konum, sem störfuðu hjá fyrirtækinu, 26 milljónir króna í miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni sem þær urðu fyrir af hálfu yfirmanns fyrirtækisins í Chicago í Bandaríkjunum. 20.11.2011 09:50
Við erum drykkfelld og tæknióð - og helmingurinn er einhleypur Íslendingar eru tæknióð þjóð listunnenda, sem finnst ágætt að vera á lausu og fá sér í glas. Hafsteinn Hauksson rýndi í nýjustu útgáfu Landshaga Hagstofunnar og komst að ýmsu merkilegu um land og þjóð. 19.11.2011 20:00