Viðskipti erlent

Thomas Cook á barmi gjaldþrots

Thomas Cook er fornfrægt ferðaþjónustufyriræki í Bretlandi. Það berst nú fyrir lífi sínu, samkvæmt fréttum í Bretlandi.
Thomas Cook er fornfrægt ferðaþjónustufyriræki í Bretlandi. Það berst nú fyrir lífi sínu, samkvæmt fréttum í Bretlandi.
Breska ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook er á barmi gjaldþrots og gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fallið um 65% í dag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það eigi í viðræðum við banka vegna fjármögnunarvanda fyrirtækisins. Í tilkynningunni segir einnig að erfiðleikar tengdar óróa og náttúuhamförum í Egyptalandi, Túnis og Tælandi, hafi reynst afar kostnaðarsamir fyrir fyrirtækið.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×