Fleiri fréttir Lítilleg hækkun á mörkuðum í Bandaríkjunum Helstu vísitölur hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag eftir að hafa sýnt lækkanir fyrri part dags. Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,34% á meðan S&P hækkaði um 0,6%. Markaðir í Evrópu lækkuðu hins vegar flestir, á bilinu 0 til 2%. Óvissa um stöðu efnahagsmála í Evrópu heldur áfram að vera drifkraftur sveiflna á markaði, að því er segir á vef Wall Street Journal. 7.11.2011 21:21 Fimm milljarða króna aukakvóti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið í framhaldi af ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar 3. nóvember síðastliðinn að hækka heildaraflamark í íslenskri sumargotssíld um 40 þúsund tonn. Fyrr á þessu hausti úthlutaði ráðherra 5 þúsund tonnum í sama aflamarki. 7.11.2011 17:16 Arion vann milljarðamál í héraðsdómi Ice Capital ehf, sem áður hét Sund ehf, hefur verið dæmt til að greiða Arion banka því sem nemur 3,7 milljörðum króna vegna láns sem félagið tók hjá Kaupþingi. Málið er rakið til þess að árið 2004 gerði Sund samning við Kaupþing Búnaðarbanka um eignastýringu. 7.11.2011 15:01 Lánamarkaðir svo gott sem lokaðir fyrir Ítalíu Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landið að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. 7.11.2011 13:03 Úr 3,6 milljörðum í 8,1 milljarð Miðað við markaðsgengi Icelandair Group í dag er hlutur Framtakssjóðsins í félaginu ríflega 8,1 milljarða virði. Framtakssjóðurinn keypti 30% hlutinn á 3,6 milljarða. Hagnaðurinn er því umtalsverður. Tíu prósent hlutur, sem Icelandair tilkynnti um í morgun að yrði seldur, er virði um 2,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi. 7.11.2011 12:42 Vill ljúka fjármögnunarsamningi um Vaðlaheiðagöng Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist telja að ekkert sé því til fyrirstöðu að ljúka fjármögnunarsamningi við fyrirtækið Vaðlaheiðagöng hf um fjármögnun fyrir gerð ganganna. Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið hafa umsjón með gerð ganganna með láni frá ríkissjóði. Verktakafyrirtækin ÍAV og Marti munu sjá um verklegan þátt framkvæmdanna. 7.11.2011 12:20 Vill nýtt mat á kostnaði við Vaðlaheiðargöng Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, vill að gert verði nýtt mat á kostnaðinum við gerð Vaðlaheiðarganga. Hann segir það vægast sagt varlega áætlað að ætla að gera ráð fyrir 7% frávikum frá kostnaðaráætlun miðað við það hve mikið gangagerð hefur farið fram úr kostnaðaráætlunum síðustu ára. Áætlaður kostnaður við gerð ganganna nemur um 10 milljörðum króna. Runólfur benti á að kostnaðaráætlun hefði verið gerð af Saga Capital og síðar MP banka. Þessir aðilar hefðu hag af því að framkvæmdin yrði að veruleika vegna þess að bankinn myndi sjá um skuldabréfaútboð í tengslum við fjármögnun ganganna. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, sagðist ekkert hafa á móti því að óháður aðili gerði kostnaðarmat á framkvæmdinni. 7.11.2011 11:08 Áfram dregur úr veltunni á fasteignamarkaðinum Áfram dregur úr veltunni á fasteignamarkaðinum í borginni. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 74 talsins. Þetta er töluvert undir meðaltalinu undanfarnar 12 vikur sem eru 98 samningar á viku. 7.11.2011 10:54 Framtakssjóðurinn hagnast vel Framtakssjóður Íslands hefur hagnast vel á fjárfestingu sinni í Icelandair Group, sem tilkynnt var um í morgun að hann væri að selja 10% hlut í. 7.11.2011 10:30 Markaðir ekki bjartsýnir á nýja þjóðstjórn Grikklands Fjárfestar virðast ekki ýkja bjartsýnir á að ný þjóðstjórn sem tilkynnt verður í Grikklandi síðar í dag muni ráða við skuldavanda landsins. 7.11.2011 10:04 Selja 10% í Icelandair Framtakssjóður Íslands hefur falið Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. að hafa umsjón með sölu á 10% hlutafjár í Icelandair Group. Hlutaféð er boðið til sölu til fagfjárfesta með áskriftarfyrirkomulagi. Lágmarksverð er kr. 5,42 á hlut sem er dagslokagengi á síðasta viðskiptadegi, föstudaginn 4. nóvember. Frestur til að skila inn tilboðum er til kl. 18.00 mánudaginn 7. nóvember, 2011. 7.11.2011 09:57 Asda og Farmfoods með sameiginlegt tilboð í Iceland Breska verslunarkeðjan Asda og skoska stórmarkaðakeðjan Farmfoods hafa lagt fram sameignlegt tilboð í Iceland Foods verslunarkeðjuna. Tilboðið hljóðar upp á 1,4 milljarða punda eða tæplega 260 milljarða króna. 7.11.2011 09:43 Áhyggjur vegna Ítalíu magnast Fulltrúar Seðlabanka Evrópu (ECB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa varað stjórnvöld á Ítalíu við því að ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða í ríkisfjármálum þá gæti landið "endanlega misst trúverðugleika“. 7.11.2011 08:48 Met sett í útflutningi sjávarafurða Met var sett í útflutningi sjávarafurða frá landinu í september en útflutningurinn nam 28,6 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri í krónum talið. Það er þessum útflutningi að þakka hve myndarlegur afgangur varð á vöruskiptajöfnuðinum í september en hann nam 15.5 milljörðum króna. 7.11.2011 08:06 Endurfjármagna Hörpuna Til stendur að ráðast í skuldabréfaútgáfu upp á 18 milljarða króna til að endurfjármagna sambankalán sem Austurhöfn-TR, eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, tók í janúar í fyrra. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins og 46% eigu Reykjavíkurborgar. Skuldabréfaútboðið á að fara fram á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 og verður innlent. Þetta staðfestir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, dótturfélags Austurhafnar, sem heldur utan um eignarhald á Hörpunni. 7.11.2011 08:00 Matvörufélag Ólafs græðir milljarða Hollenska matvælafyrirtækið Alfesca, sem Ólafur Ólafsson á tæplega 40 prósenta hlut í, hagnaðist um 35 milljónir evra á síðasta ári, sem jafngildir rúmlega 5,5 milljörðum íslenskra króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 7.11.2011 00:01 Papandreoú dregur sig í hlé Stjórnmálamenn í Grikklandi hafa náð samkomulagi um myndum nýrrar samsteypustjórnar, sem ekki verður leidd af núverandi forsætisráðherra George Papandreú. Þetta kom fram í tilkynningu sem barst frá forseta Grikklands nú seint í kvöld. Samkomulagið tókst milli Papandreoú og Antonis Samaras, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eftir löng fundarhöld með forseta landsins Carolos Papoulias í dag. Samaras hafði margsinnis lýst því yfir að hann tæki ekki þátt í myndun samsteypustjórnar nema Papandreú myndi víkja. Í tilkynningu forsetans sagði að leiðtogarnir myndu hittast aftur á mánudaginn og ræða hver myndi leiða hina nýju ríkisstjórn. Ekki hefur komið fram hve lengi þessi stjórn eigi að starfa. 6.11.2011 21:03 Buffett: Verðbólgan er "ósýnilegur skattur" Warren Buffett, einn virtasti fjárfestir heims, sagði á ráðstefnu á Indlandi ekki alls fyrir löngu að verðbólgan væri "ósýnilegur skattur" sem einn af milljón botnaði eitthvað í. 6.11.2011 22:11 Slitastjórnir mala gull eftir hrunið Slitastjórnir föllnu bankanna þriggja mala gull eftir bankahrunið, en sumar lögmannsstofur í eigu nefndarmanna í slitastjórnum skiluðu tugmilljóna króna hagnaði á síðasta ári. Í slitastjórn Kaupþings sitja nú þau Feldís Lilja Óskarsdóttir og Davíð Benedikt Gíslason, eftir að Ólafur Garðarsson, lét af störfum. Lögmannstofa Feldísar Lilju hagnaðist um 6,8 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Félag Davíðs hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Fyrirtæki utan um rekstur Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem er formaður skilanefndar Kaupþings, skilaði rúmlega fimmtíu milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er félagið skráð með eignir upp á tæplega hundrað milljónir króna, en hann þess skal getið að hann rekur félagið ásamt eiginkonu sinni sem einnig er lögmaður og inni í fjárhæðinni eru því einnig hagnaður vegna tekna hennar. 6.11.2011 18:36 Hótar því að kaupa ekki ítölsk skuldabréf Evrópski seðlabankinn varaði í dag við því að ef Ítalía mun ekki standa við gefin fyrirheit um umbætur í efnahagsmálum muni bankinn hætta að kaupa ítölsk skuldabréf. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sagði að áætlun ítalskra stjórnvalda um umbætur sé ekki trúverðug. Hún lofaði því að AGS myndi fylgjast sérstaklega með landinu í framtíðinni. 6.11.2011 17:38 Telur líkur á að evrusamstarfið liðist í sundur Framkvæmdastjóri eignastýringar bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs telur líkur á því að evrusamstarfið muni liðast í sundur. Jim O'Neill er framkvæmdastjóri eignastýringar Goldman Sachs. Hann sagði í viðtali við The Sunday Telegraph að þörf evrusvæðisins á auknum fjárhagslegum samruna ríkjanna sem að öllum líkindum verði leiddur af Þýskalandi og framkvæmdur af landlægum járnaga geri samstarfið minna spennandi fyrir önnur lönd. 6.11.2011 15:07 Epli.is sektað fyrir loforð um „enga vírusa“ Neytendastofa hefur sektað Epli.is um eina og hálfa milljón króna sökum þess að fyrirtækið notaði fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum sínum, en gat ekki fært sönnur á hana. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Sektin er lögð á rekstraraðila Epli.is vegna þess að fyrirtækið fór ekki eftir banni Neytendastofunnar við að nota fullyrðinguna í markaðsherferðum. Í desember á síðasta ári gerði Neytendastofa fyrst athugasemdir við auglýsingarnar. Í október á þessu ári bárust hins vegar ábendingar um að auglýsingarnar væru aftur farnar að birtast. Í kjölfarið komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að um ítrekuð brot væri að ræða og fyrirtækið sýndi einbeittan vilja til að blekkja neytendur. Því þótti hæfilegt að sekta fyrirtækið um eina og hálfa milljón króna. 6.11.2011 13:11 Hættan á dómínó-áhrifum í Evrópu er raunveruleg Hættan á því að skuldavandinn í Evrópu, einkum sunnanverðri álfunni, breytist í mun meiri vanda vegna dómó-áhrifa þvert á landamæri eru raunveruleg. Sérstaklega er staðan slæm á Ítalíu og það er ekki útlit fyrir að hún batni á skömmum tíma. 6.11.2011 10:43 Milljarða hagnaður fyrirtækja Ólafs Matvælafyrirtækið Alfesca, sem Ólafur Ólafsson á tæplega 40% hlut í, hagnaðist um 35 milljónir evra á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2010. En það jafngildir rúmlega 5,5 milljörðum króna. Ólafur á fjörutíu prósenta hlut í gegnum hollenska fyrirtækið Kjalar Invest á móti franska fyrirtækinu Lur Berri. Tæplega hálfur milljarður króna var greiddur út í arð til hluthafa í fyrra en eignir Alfesca umfram skuldir nema 375 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 59 milljarða króna. 6.11.2011 20:00 Er ég ekki örugglega í fókus? Lytro er líklega með skrýtnustu myndavélum sem þú hefur séð. Hún er ferstrendingslaga, á öðrum endanum er lítill snertiskjár og á hinum endanum er óvenjulega stór linsa fyrir svona litla vél. En þótt að Lytro sé smá þá býr í henni tækni sem er áður óþekkt, í það minnsta á neytendamarkaði. Þú þarft nefnilega aldrei að fókusa neitt. 6.11.2011 00:01 Stjórnarandstaðan vill ekki samsteypustjórn Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Grikklandi, Antonis Samaras, lýsti því yfir í dag að flokkur hans myndi ekki styðja eða taka þátt í myndun samsteypustjórnar með núverandi forsætisráðherra, Papandreu. 5.11.2011 20:42 Segir ráðherra hafa misst af tekjum upp á milljarða Magnús Orri Schram sakar sjávarútvegsráðherra um að hafa "misst af dauðafæri" þegar hann úthlutaði kvóta í makríl án endurgjalds til útgerðarmanna fyrr í haust. Með því að leigja kvótann frá ríkinu hefði ráðuneytið geta aflað 6 milljarða króna að mati Magnúsar. Þeir hefðu komið sér vel á niðurskurðartímum. 5.11.2011 17:40 Þarf þrjúþúsund notendur á mánuði Í Holtagörðum er nú verið að undirbúa opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar en eigendur hennar ætla sér að tröllríða markaðnum hér á landi með því að bjóða ódýr líkamsræktarkort án bindingar. Stöðin þarf þrjúþúsund korthafa til að reksturinn gangi upp. Það er nóg um að vera í Holtagörðum þessa dagana en þar er líkamsræktarfrumkvöðullinn Ágúst Ágústsson ásamt foreldrum sínum í óða önn að innrétta glænýja líkamsræktarstöð. 5.11.2011 20:00 Árni Hauksson: "Munum ekki kaupa meira“ Beinn eignarhlutur viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar í smásölurisanum Högum er aðeins átta prósent þegar eignarhald á samlagshlutafélaginu Búvöllum hefur verið sundurgreint. Árni segir að þeir hafi engin áform um að auka við hlut sinn. 5.11.2011 18:57 AGS með Ítalíu undir smásjánni Stærsta ákvörðunin sem tekin var á leiðtogafundi 20 stærstu iðnríkja heims, G20, var að fela Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eins konar yfirumsjón með efnahagsvanda Ítalíu. Þetta kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC. 5.11.2011 13:11 Allar 68 umsóknirnar um frest samþykktar Allar 68 umsóknir banka um að fá að eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri lengur en í 12 mánuði voru samþykktar. Þetta staðfestir Fjármálaeftirlitið (FME). Afar mismunandi er þó hversu langir veittir frestir eru. 5.11.2011 03:15 Sarkozy: Ellefu skattaskjól sem verður að sniðganga Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í ræðu sinni að loknum G20 fundinum í Frakklandi, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til samstilltra ráða gegn svonefndum skattaskjólum. 4.11.2011 22:00 Hreiðar Már yfirheyrður í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var yfirheyrður fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn á hinu svokallaða Al-Thani máli. Þetta staðfesti Hörður Felix Harðarson hrl., lögmaður Hreiðars Más, í samtali við fréttastofu. 4.11.2011 15:17 Sarkozy: Við munum berjast fyrir Evrópu Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að loknum G20 fundinum í Frakklandi, þar sem þjóðhöfðingjar 20 stærstu iðnríkja heims voru saman komnir, að þjóðir Evrópu myndu berjast fyrir álfunni og evrunni. 4.11.2011 14:55 Már: Færir traustara gólf undir vextina Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu á þingi Viðskiptaráðs í morgun að það væri algengt að seðlabankar "færi taumhald í hlutlausa stöðu" með hækkun nafnvaxta áður en slaki er horfinn úr hagkerfinu. Elli þyrfti mun snarpari vaxtahækkanir á skilum "slaka og spennu." Hækkun stýrivaxta um 0,25% prósentustig í 4,75% skýrðist ekki síst af þessu. 4.11.2011 10:58 Dorrit tapaði tuttugu þúsund kalli Eignarhaldsfélagið Dorrit, sem er alfarið í eigu Dorritar Moussaieff forsetafrúar, tapaði alls 21 þúsund krónum árið 2010, samkvæmt ársreikningi félagsins. 4.11.2011 10:44 Vilborg í Mentor: Fésbókin getur nýst við nám "Við getum ekkert lokað á þessar breytingar sem eru að verða í heiminum," segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors í nýjasta þætti Klinksins, um þá tilhneigingu sem gætir í menntakerfinu að amast við vefsíðum eins og Fésbókinni og öðrum slíkum. 4.11.2011 09:30 Ferðamönnum fjölgar um 17% milli ára Samtals komu 762 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-október í ár samanborið við 651 þúsund farþega í janúar-október í fyrra. Þetta er aukning um 17,1% milli ára. 4.11.2011 09:24 Nýskráningar bíla aukast um 62,4% milli ára Nýskráningar bíla í janúar-október í ár voru 5.110 talsins miðað við 3.147 í janúar-október í fyrra Þetta e. 62,4% aukning milli ára. 4.11.2011 09:22 Kreditkortavelta heimilanna jókst um 9,7% milli ára Kreditkortavelta heimila jókst um 9,7% í janúar–september í ár miðað við janúar–september í fyrra. Debetkortavelta jókst um 6,4% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar–september í ár um 8,1% miðað við janúar–september í fyrra. 4.11.2011 09:16 Vöruskiptin hagstæð um 15,5 milljarða í september Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 62,5 milljarða króna og inn fyrir 46,9 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands en hún birti í morgun tölur um vöruskiptajöfnuðinn. 4.11.2011 09:08 Áfangastöðum fækkar um átta næsta sumar Iceland Express mun fækka áfangastöðum sínum úr 24 í 16 á næsta ári. Sætaframboð fer úr tæplega 600 þúsund í ár og niður fyrir 500 þúsund á því næsta. Stefna félagsins hafði verið að vaxa enn meira, upp í 750-800 þúsund manns á næsta ári. 4.11.2011 09:00 Forstjóri Bakkavarar fékk 112 milljónir í laun í fyrra Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, fékk um 9,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Félagið gerði nauðasamning við kröfuhafa vorið 2010. Ekki er búist við því að það geti greitt skuld sína. 4.11.2011 08:00 Veltan á gjaldeyrismarkaðinum yfir 10 milljarðar í október Veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri í október síðastliðnum nam 10,6 milljörðum króna sem er 10,8% aukning frá fyrra mánuði. Raunar hefur veltan ekki verið meiri í einstökum mánuði það sem af er árinu. 4.11.2011 07:57 Kristjaníubúar kynna þjóðarhlutabréf á Wall Street Þrír af íbúum Kristjaníu í Kaupmannahöfn eru nú staddir í New York og ætla þar að kynna fjárfestum á Wall Street hin nýju þjóðarhlutabréf í Kristjáníu sem álitlega fjárfestingu. 4.11.2011 07:44 Sjá næstu 50 fréttir
Lítilleg hækkun á mörkuðum í Bandaríkjunum Helstu vísitölur hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag eftir að hafa sýnt lækkanir fyrri part dags. Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,34% á meðan S&P hækkaði um 0,6%. Markaðir í Evrópu lækkuðu hins vegar flestir, á bilinu 0 til 2%. Óvissa um stöðu efnahagsmála í Evrópu heldur áfram að vera drifkraftur sveiflna á markaði, að því er segir á vef Wall Street Journal. 7.11.2011 21:21
Fimm milljarða króna aukakvóti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið í framhaldi af ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar 3. nóvember síðastliðinn að hækka heildaraflamark í íslenskri sumargotssíld um 40 þúsund tonn. Fyrr á þessu hausti úthlutaði ráðherra 5 þúsund tonnum í sama aflamarki. 7.11.2011 17:16
Arion vann milljarðamál í héraðsdómi Ice Capital ehf, sem áður hét Sund ehf, hefur verið dæmt til að greiða Arion banka því sem nemur 3,7 milljörðum króna vegna láns sem félagið tók hjá Kaupþingi. Málið er rakið til þess að árið 2004 gerði Sund samning við Kaupþing Búnaðarbanka um eignastýringu. 7.11.2011 15:01
Lánamarkaðir svo gott sem lokaðir fyrir Ítalíu Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landið að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. 7.11.2011 13:03
Úr 3,6 milljörðum í 8,1 milljarð Miðað við markaðsgengi Icelandair Group í dag er hlutur Framtakssjóðsins í félaginu ríflega 8,1 milljarða virði. Framtakssjóðurinn keypti 30% hlutinn á 3,6 milljarða. Hagnaðurinn er því umtalsverður. Tíu prósent hlutur, sem Icelandair tilkynnti um í morgun að yrði seldur, er virði um 2,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi. 7.11.2011 12:42
Vill ljúka fjármögnunarsamningi um Vaðlaheiðagöng Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist telja að ekkert sé því til fyrirstöðu að ljúka fjármögnunarsamningi við fyrirtækið Vaðlaheiðagöng hf um fjármögnun fyrir gerð ganganna. Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið hafa umsjón með gerð ganganna með láni frá ríkissjóði. Verktakafyrirtækin ÍAV og Marti munu sjá um verklegan þátt framkvæmdanna. 7.11.2011 12:20
Vill nýtt mat á kostnaði við Vaðlaheiðargöng Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, vill að gert verði nýtt mat á kostnaðinum við gerð Vaðlaheiðarganga. Hann segir það vægast sagt varlega áætlað að ætla að gera ráð fyrir 7% frávikum frá kostnaðaráætlun miðað við það hve mikið gangagerð hefur farið fram úr kostnaðaráætlunum síðustu ára. Áætlaður kostnaður við gerð ganganna nemur um 10 milljörðum króna. Runólfur benti á að kostnaðaráætlun hefði verið gerð af Saga Capital og síðar MP banka. Þessir aðilar hefðu hag af því að framkvæmdin yrði að veruleika vegna þess að bankinn myndi sjá um skuldabréfaútboð í tengslum við fjármögnun ganganna. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, sagðist ekkert hafa á móti því að óháður aðili gerði kostnaðarmat á framkvæmdinni. 7.11.2011 11:08
Áfram dregur úr veltunni á fasteignamarkaðinum Áfram dregur úr veltunni á fasteignamarkaðinum í borginni. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 74 talsins. Þetta er töluvert undir meðaltalinu undanfarnar 12 vikur sem eru 98 samningar á viku. 7.11.2011 10:54
Framtakssjóðurinn hagnast vel Framtakssjóður Íslands hefur hagnast vel á fjárfestingu sinni í Icelandair Group, sem tilkynnt var um í morgun að hann væri að selja 10% hlut í. 7.11.2011 10:30
Markaðir ekki bjartsýnir á nýja þjóðstjórn Grikklands Fjárfestar virðast ekki ýkja bjartsýnir á að ný þjóðstjórn sem tilkynnt verður í Grikklandi síðar í dag muni ráða við skuldavanda landsins. 7.11.2011 10:04
Selja 10% í Icelandair Framtakssjóður Íslands hefur falið Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. að hafa umsjón með sölu á 10% hlutafjár í Icelandair Group. Hlutaféð er boðið til sölu til fagfjárfesta með áskriftarfyrirkomulagi. Lágmarksverð er kr. 5,42 á hlut sem er dagslokagengi á síðasta viðskiptadegi, föstudaginn 4. nóvember. Frestur til að skila inn tilboðum er til kl. 18.00 mánudaginn 7. nóvember, 2011. 7.11.2011 09:57
Asda og Farmfoods með sameiginlegt tilboð í Iceland Breska verslunarkeðjan Asda og skoska stórmarkaðakeðjan Farmfoods hafa lagt fram sameignlegt tilboð í Iceland Foods verslunarkeðjuna. Tilboðið hljóðar upp á 1,4 milljarða punda eða tæplega 260 milljarða króna. 7.11.2011 09:43
Áhyggjur vegna Ítalíu magnast Fulltrúar Seðlabanka Evrópu (ECB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa varað stjórnvöld á Ítalíu við því að ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða í ríkisfjármálum þá gæti landið "endanlega misst trúverðugleika“. 7.11.2011 08:48
Met sett í útflutningi sjávarafurða Met var sett í útflutningi sjávarafurða frá landinu í september en útflutningurinn nam 28,6 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri í krónum talið. Það er þessum útflutningi að þakka hve myndarlegur afgangur varð á vöruskiptajöfnuðinum í september en hann nam 15.5 milljörðum króna. 7.11.2011 08:06
Endurfjármagna Hörpuna Til stendur að ráðast í skuldabréfaútgáfu upp á 18 milljarða króna til að endurfjármagna sambankalán sem Austurhöfn-TR, eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, tók í janúar í fyrra. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins og 46% eigu Reykjavíkurborgar. Skuldabréfaútboðið á að fara fram á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 og verður innlent. Þetta staðfestir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, dótturfélags Austurhafnar, sem heldur utan um eignarhald á Hörpunni. 7.11.2011 08:00
Matvörufélag Ólafs græðir milljarða Hollenska matvælafyrirtækið Alfesca, sem Ólafur Ólafsson á tæplega 40 prósenta hlut í, hagnaðist um 35 milljónir evra á síðasta ári, sem jafngildir rúmlega 5,5 milljörðum íslenskra króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 7.11.2011 00:01
Papandreoú dregur sig í hlé Stjórnmálamenn í Grikklandi hafa náð samkomulagi um myndum nýrrar samsteypustjórnar, sem ekki verður leidd af núverandi forsætisráðherra George Papandreú. Þetta kom fram í tilkynningu sem barst frá forseta Grikklands nú seint í kvöld. Samkomulagið tókst milli Papandreoú og Antonis Samaras, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eftir löng fundarhöld með forseta landsins Carolos Papoulias í dag. Samaras hafði margsinnis lýst því yfir að hann tæki ekki þátt í myndun samsteypustjórnar nema Papandreú myndi víkja. Í tilkynningu forsetans sagði að leiðtogarnir myndu hittast aftur á mánudaginn og ræða hver myndi leiða hina nýju ríkisstjórn. Ekki hefur komið fram hve lengi þessi stjórn eigi að starfa. 6.11.2011 21:03
Buffett: Verðbólgan er "ósýnilegur skattur" Warren Buffett, einn virtasti fjárfestir heims, sagði á ráðstefnu á Indlandi ekki alls fyrir löngu að verðbólgan væri "ósýnilegur skattur" sem einn af milljón botnaði eitthvað í. 6.11.2011 22:11
Slitastjórnir mala gull eftir hrunið Slitastjórnir föllnu bankanna þriggja mala gull eftir bankahrunið, en sumar lögmannsstofur í eigu nefndarmanna í slitastjórnum skiluðu tugmilljóna króna hagnaði á síðasta ári. Í slitastjórn Kaupþings sitja nú þau Feldís Lilja Óskarsdóttir og Davíð Benedikt Gíslason, eftir að Ólafur Garðarsson, lét af störfum. Lögmannstofa Feldísar Lilju hagnaðist um 6,8 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Félag Davíðs hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Fyrirtæki utan um rekstur Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem er formaður skilanefndar Kaupþings, skilaði rúmlega fimmtíu milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er félagið skráð með eignir upp á tæplega hundrað milljónir króna, en hann þess skal getið að hann rekur félagið ásamt eiginkonu sinni sem einnig er lögmaður og inni í fjárhæðinni eru því einnig hagnaður vegna tekna hennar. 6.11.2011 18:36
Hótar því að kaupa ekki ítölsk skuldabréf Evrópski seðlabankinn varaði í dag við því að ef Ítalía mun ekki standa við gefin fyrirheit um umbætur í efnahagsmálum muni bankinn hætta að kaupa ítölsk skuldabréf. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sagði að áætlun ítalskra stjórnvalda um umbætur sé ekki trúverðug. Hún lofaði því að AGS myndi fylgjast sérstaklega með landinu í framtíðinni. 6.11.2011 17:38
Telur líkur á að evrusamstarfið liðist í sundur Framkvæmdastjóri eignastýringar bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs telur líkur á því að evrusamstarfið muni liðast í sundur. Jim O'Neill er framkvæmdastjóri eignastýringar Goldman Sachs. Hann sagði í viðtali við The Sunday Telegraph að þörf evrusvæðisins á auknum fjárhagslegum samruna ríkjanna sem að öllum líkindum verði leiddur af Þýskalandi og framkvæmdur af landlægum járnaga geri samstarfið minna spennandi fyrir önnur lönd. 6.11.2011 15:07
Epli.is sektað fyrir loforð um „enga vírusa“ Neytendastofa hefur sektað Epli.is um eina og hálfa milljón króna sökum þess að fyrirtækið notaði fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum sínum, en gat ekki fært sönnur á hana. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Sektin er lögð á rekstraraðila Epli.is vegna þess að fyrirtækið fór ekki eftir banni Neytendastofunnar við að nota fullyrðinguna í markaðsherferðum. Í desember á síðasta ári gerði Neytendastofa fyrst athugasemdir við auglýsingarnar. Í október á þessu ári bárust hins vegar ábendingar um að auglýsingarnar væru aftur farnar að birtast. Í kjölfarið komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að um ítrekuð brot væri að ræða og fyrirtækið sýndi einbeittan vilja til að blekkja neytendur. Því þótti hæfilegt að sekta fyrirtækið um eina og hálfa milljón króna. 6.11.2011 13:11
Hættan á dómínó-áhrifum í Evrópu er raunveruleg Hættan á því að skuldavandinn í Evrópu, einkum sunnanverðri álfunni, breytist í mun meiri vanda vegna dómó-áhrifa þvert á landamæri eru raunveruleg. Sérstaklega er staðan slæm á Ítalíu og það er ekki útlit fyrir að hún batni á skömmum tíma. 6.11.2011 10:43
Milljarða hagnaður fyrirtækja Ólafs Matvælafyrirtækið Alfesca, sem Ólafur Ólafsson á tæplega 40% hlut í, hagnaðist um 35 milljónir evra á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2010. En það jafngildir rúmlega 5,5 milljörðum króna. Ólafur á fjörutíu prósenta hlut í gegnum hollenska fyrirtækið Kjalar Invest á móti franska fyrirtækinu Lur Berri. Tæplega hálfur milljarður króna var greiddur út í arð til hluthafa í fyrra en eignir Alfesca umfram skuldir nema 375 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 59 milljarða króna. 6.11.2011 20:00
Er ég ekki örugglega í fókus? Lytro er líklega með skrýtnustu myndavélum sem þú hefur séð. Hún er ferstrendingslaga, á öðrum endanum er lítill snertiskjár og á hinum endanum er óvenjulega stór linsa fyrir svona litla vél. En þótt að Lytro sé smá þá býr í henni tækni sem er áður óþekkt, í það minnsta á neytendamarkaði. Þú þarft nefnilega aldrei að fókusa neitt. 6.11.2011 00:01
Stjórnarandstaðan vill ekki samsteypustjórn Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Grikklandi, Antonis Samaras, lýsti því yfir í dag að flokkur hans myndi ekki styðja eða taka þátt í myndun samsteypustjórnar með núverandi forsætisráðherra, Papandreu. 5.11.2011 20:42
Segir ráðherra hafa misst af tekjum upp á milljarða Magnús Orri Schram sakar sjávarútvegsráðherra um að hafa "misst af dauðafæri" þegar hann úthlutaði kvóta í makríl án endurgjalds til útgerðarmanna fyrr í haust. Með því að leigja kvótann frá ríkinu hefði ráðuneytið geta aflað 6 milljarða króna að mati Magnúsar. Þeir hefðu komið sér vel á niðurskurðartímum. 5.11.2011 17:40
Þarf þrjúþúsund notendur á mánuði Í Holtagörðum er nú verið að undirbúa opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar en eigendur hennar ætla sér að tröllríða markaðnum hér á landi með því að bjóða ódýr líkamsræktarkort án bindingar. Stöðin þarf þrjúþúsund korthafa til að reksturinn gangi upp. Það er nóg um að vera í Holtagörðum þessa dagana en þar er líkamsræktarfrumkvöðullinn Ágúst Ágústsson ásamt foreldrum sínum í óða önn að innrétta glænýja líkamsræktarstöð. 5.11.2011 20:00
Árni Hauksson: "Munum ekki kaupa meira“ Beinn eignarhlutur viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar í smásölurisanum Högum er aðeins átta prósent þegar eignarhald á samlagshlutafélaginu Búvöllum hefur verið sundurgreint. Árni segir að þeir hafi engin áform um að auka við hlut sinn. 5.11.2011 18:57
AGS með Ítalíu undir smásjánni Stærsta ákvörðunin sem tekin var á leiðtogafundi 20 stærstu iðnríkja heims, G20, var að fela Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eins konar yfirumsjón með efnahagsvanda Ítalíu. Þetta kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC. 5.11.2011 13:11
Allar 68 umsóknirnar um frest samþykktar Allar 68 umsóknir banka um að fá að eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri lengur en í 12 mánuði voru samþykktar. Þetta staðfestir Fjármálaeftirlitið (FME). Afar mismunandi er þó hversu langir veittir frestir eru. 5.11.2011 03:15
Sarkozy: Ellefu skattaskjól sem verður að sniðganga Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í ræðu sinni að loknum G20 fundinum í Frakklandi, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til samstilltra ráða gegn svonefndum skattaskjólum. 4.11.2011 22:00
Hreiðar Már yfirheyrður í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var yfirheyrður fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn á hinu svokallaða Al-Thani máli. Þetta staðfesti Hörður Felix Harðarson hrl., lögmaður Hreiðars Más, í samtali við fréttastofu. 4.11.2011 15:17
Sarkozy: Við munum berjast fyrir Evrópu Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að loknum G20 fundinum í Frakklandi, þar sem þjóðhöfðingjar 20 stærstu iðnríkja heims voru saman komnir, að þjóðir Evrópu myndu berjast fyrir álfunni og evrunni. 4.11.2011 14:55
Már: Færir traustara gólf undir vextina Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu á þingi Viðskiptaráðs í morgun að það væri algengt að seðlabankar "færi taumhald í hlutlausa stöðu" með hækkun nafnvaxta áður en slaki er horfinn úr hagkerfinu. Elli þyrfti mun snarpari vaxtahækkanir á skilum "slaka og spennu." Hækkun stýrivaxta um 0,25% prósentustig í 4,75% skýrðist ekki síst af þessu. 4.11.2011 10:58
Dorrit tapaði tuttugu þúsund kalli Eignarhaldsfélagið Dorrit, sem er alfarið í eigu Dorritar Moussaieff forsetafrúar, tapaði alls 21 þúsund krónum árið 2010, samkvæmt ársreikningi félagsins. 4.11.2011 10:44
Vilborg í Mentor: Fésbókin getur nýst við nám "Við getum ekkert lokað á þessar breytingar sem eru að verða í heiminum," segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors í nýjasta þætti Klinksins, um þá tilhneigingu sem gætir í menntakerfinu að amast við vefsíðum eins og Fésbókinni og öðrum slíkum. 4.11.2011 09:30
Ferðamönnum fjölgar um 17% milli ára Samtals komu 762 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-október í ár samanborið við 651 þúsund farþega í janúar-október í fyrra. Þetta er aukning um 17,1% milli ára. 4.11.2011 09:24
Nýskráningar bíla aukast um 62,4% milli ára Nýskráningar bíla í janúar-október í ár voru 5.110 talsins miðað við 3.147 í janúar-október í fyrra Þetta e. 62,4% aukning milli ára. 4.11.2011 09:22
Kreditkortavelta heimilanna jókst um 9,7% milli ára Kreditkortavelta heimila jókst um 9,7% í janúar–september í ár miðað við janúar–september í fyrra. Debetkortavelta jókst um 6,4% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar–september í ár um 8,1% miðað við janúar–september í fyrra. 4.11.2011 09:16
Vöruskiptin hagstæð um 15,5 milljarða í september Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 62,5 milljarða króna og inn fyrir 46,9 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands en hún birti í morgun tölur um vöruskiptajöfnuðinn. 4.11.2011 09:08
Áfangastöðum fækkar um átta næsta sumar Iceland Express mun fækka áfangastöðum sínum úr 24 í 16 á næsta ári. Sætaframboð fer úr tæplega 600 þúsund í ár og niður fyrir 500 þúsund á því næsta. Stefna félagsins hafði verið að vaxa enn meira, upp í 750-800 þúsund manns á næsta ári. 4.11.2011 09:00
Forstjóri Bakkavarar fékk 112 milljónir í laun í fyrra Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, fékk um 9,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Félagið gerði nauðasamning við kröfuhafa vorið 2010. Ekki er búist við því að það geti greitt skuld sína. 4.11.2011 08:00
Veltan á gjaldeyrismarkaðinum yfir 10 milljarðar í október Veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri í október síðastliðnum nam 10,6 milljörðum króna sem er 10,8% aukning frá fyrra mánuði. Raunar hefur veltan ekki verið meiri í einstökum mánuði það sem af er árinu. 4.11.2011 07:57
Kristjaníubúar kynna þjóðarhlutabréf á Wall Street Þrír af íbúum Kristjaníu í Kaupmannahöfn eru nú staddir í New York og ætla þar að kynna fjárfestum á Wall Street hin nýju þjóðarhlutabréf í Kristjáníu sem álitlega fjárfestingu. 4.11.2011 07:44