Viðskipti innlent

Vöruskiptin hagstæð um 15,5 milljarða í september

Sjávarútvegur vegur þungt í jákvæðum vöruskiptum.
Sjávarútvegur vegur þungt í jákvæðum vöruskiptum.
Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 62,5 milljarða króna og inn fyrir 46,9 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands en hún birti í morgun tölur um vöruskiptajöfnuðinn.

Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 15,5 milljarða króna. Í september 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 11,2 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu níu mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 459,9 milljarða króna en inn fyrir 378,4 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 81,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 86,7 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,2 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×