Viðskipti innlent

Áfangastöðum fækkar um átta næsta sumar

Áfangastöðum Iceland Express í Norður-Ameríku mun fækka um fjóra. Meðal annars verður hætt að fljúga til Boston. Icelandair mun þó halda áfram að fljúga beint þangað.
Áfangastöðum Iceland Express í Norður-Ameríku mun fækka um fjóra. Meðal annars verður hætt að fljúga til Boston. Icelandair mun þó halda áfram að fljúga beint þangað.
Iceland Express mun fækka áfangastöðum sínum úr 24 í 16 á næsta ári. Sætaframboð fer úr tæplega 600 þúsund í ár og niður fyrir 500 þúsund á því næsta. Stefna félagsins hafði verið að vaxa enn meira, upp í 750-800 þúsund manns á næsta ári.

Áfangastöðum Iceland Express í Norður-Ameríku verður fækkað úr fimm í einn. Hætt verður að fljúga til Boston, Chicago, Orlando og Winnipeg en áfram verður flogið til New York.

Áfangastöðum í Evrópu mun fækka úr 19 í 15 þegar hætt verður að fljúga til Kraká í Póllandi, Lúxemborgar, Álaborgar í Danmörku og Friedrichshafen í Þýskalandi.

Heimildir Fréttablaðsins herma að ráðist sé í samdráttaraðgerðirnar til að mæta aukinni samkeppni á flugmarkaði sem mun harðna með tilkomu Wow Air, og vegna fyrirséðs taps á rekstri félagsins á þessu ári. Samkvæmt nýgerðri fjárhagsáætlun IE er gert ráð fyrir að það verði 800 milljónir króna. Upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir 600 milljóna króna hagnaði og því er um 1,4 milljarða króna viðsnúning að ræða.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Iceland Express hefði sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst leigja nýjan flota af flugvélum. Talið er að veiting leyfisins gæti tekið allt að fjórum mánuðum en stefnt er að því að nýi flotinn verði tekinn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sitt. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl.- þsj


Tengdar fréttir

Öryggisbót við hættuleg gatnamót

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í gerð ganga undir Reykjanesbraut við innkeyrslu að álverinu í Straumsvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×