Viðskipti innlent

Dorrit tapaði tuttugu þúsund kalli

Dorrit ehf. hefur fundið fyrir efnahagsþrengingunum eins og aðrir.
Dorrit ehf. hefur fundið fyrir efnahagsþrengingunum eins og aðrir.
Eignarhaldsfélagið Dorrit, sem er alfarið í eigu Dorritar Moussaieff forsetafrúar, tapaði alls 21 þúsund krónum árið 2010, samkvæmt ársreikningi félagsins.

Eigið fé félagsins er neikvætt um tæpar 950 þúsund krónur en það skýrist af uppsöfnuðu tapi að upphæð 1,4 milljóna króna.

Félagið var stofnað árið 2005 en tilgangur þess er smásala á úrum og skartgripum.

Eignir félagsins eru rétt tæpar sautján þúsund krónur á meðan skuldir þess eru rúmlega 900 þúsund krónur.

Þess má geta að rekstur félagsins er nær enginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×