Viðskipti innlent

Veltan á gjaldeyrismarkaðinum yfir 10 milljarðar í október

Veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri í október síðastliðnum nam 10,6 milljörðum króna sem er 10,8% aukning frá fyrra mánuði. Raunar hefur veltan ekki verið meiri í einstökum mánuði það sem af er árinu.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að af veltunni í október námu gjaldeyriskaup Seðlabankans 953 milljónum króna eða 8,9% af heildarveltu mánaðarins. Meðalgengi evrunnar gagnvart krónunni var 1,1% lægra í október en í fyrra mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×