Fleiri fréttir Evrópsk bankakreppa í uppsiglingu „Ekki er hægt að útiloka að bankakerfi Evrópu verði fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þess óróa sem nú á sér stað á mörkuðum. Ólíkt bankakrísunni 2007-2008 er ekki um eiginlegan eiginfjárvanda að ræða, allavega ekki enn sem komið er. Jafnvel þótt það komi til umtalsverðrar skuldaniðurfærslu hjá PIIGS löndunum þar sem eign evrópska banka á þessum skuldabréfum er ekki mikil í hlutfalli við heildar eigið fé þeirra.“ 22.8.2011 08:35 Ferrari bíll seldur á 1,9 milljarða Ferrari Testa Rossa bifreið frá árinu 1957 var seld á uppboði í Kaliforníu um helgina fyrir 16,4 milljónir dollara eða tæplega 1,9 milljarða króna. Þetta er mesta verð sem borgað hefur verið fyrir bifreið í sögunni. 22.8.2011 08:25 Ekki í aðstöðu til að gagnrýna "Það er grafalvarlegt mál þegar hagfræðiprófessor sem ætlar sér að gagnrýna útreikninga biður ekki um útreikninga og skýringar frá samtökunum sjálfum," segir Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. 22.8.2011 08:14 Anna ekki eftirspurn eftir lýsi Eftirspurn eftir þorskalýsi um allan heim hefur aukist svo mikið að Lýsi hf. vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn. Þetta þakka Lýsismenn markvissu markaðsstarfi síðustu ára sem hefur skilað sterkri stöðu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum. 22.8.2011 08:12 Markaðir í Evrópu í jafnvægi Markaðir í Evrópu eru í jafnvægi eftir að þeir voru opnaðir í morgun. FTSE vísitalan hækkar mest eða um tæpt prósent en Dax í Frankfurt og Cac 40 í París eru einnig í smávægilegum plús. 22.8.2011 08:05 Dregur úr veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar Aðeins hefur dregið úr veltu á fasteignamarkaði borgarinnar. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 84. Hinsvegar hefur 92 samningum verið þinglýst á viku að meðaltali síðustu 12 vikur. 22.8.2011 07:56 ESB setur 20% innflutningstoll á íslenskan makríl Evrópusambandið (ESB) er búið að setja 20% innflutningstolli á allar makríl afurðir íslands til landa innan sambandsins. 22.8.2011 07:49 Ástandið í Líbíu lækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið í morgun. Tunnan af Brentolíunni hefur lækkað um 3 dollara og er komin niður í rúma 105 dollara á tunnuna. Þetta er lækkun um 2,6%. 22.8.2011 07:43 Varaforseti Bandaríkjanna reynir að róa Kínverja Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt í Kína í nótt, þar sem hann er staddur í heimsókn. Á lokadegi heimsóknar sinnar sagði Biden að allar þær eignir sem Kínverjar ættu í bandarískum dollurum væru öruggar. Á fréttavef BBC segir að samskipti Bandaríkjanna og Kínverja hafi stirðnað mjög mikið að undanförnu vegna skulda Bandaríkjanna. Kínverjar hafi gagnrýnt stjórnmálamenn í Bandaríkjunum fyrir að hafa hækkað skuldaþakið. Einnig hafi Kínverjar lýst áhyggjum af lækkun lánshæfismats Bandaríkjanna. 21.8.2011 14:44 Gagnaveitan ekki á sölulista Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur hagsmunum fyrirtækisins best borgið með því að selja Gagnaveitu Reykjavíkur. Fulltrúi Sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitunnar telur ómögulegt að koma fyrirtækinu á kjöl án þess að Gagnaveitan verði seld. 19.8.2011 19:30 Spáir 5,4% verðbólgu í ágúst Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,6% í ágúst frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga úr 5,0% í 5,4% í þessum mánuði. 19.8.2011 10:59 Arion banki við Hlemm vafinn inn í límband Arion banki, Apear Collective og Urban Utd. munu standa fyrir óvenjulegri uppákomu á Menningarnótt fyrir utan útibú Arion banka við Hlemm. Þar mun listahópurinn Apear Collective umturna svæðinu með hjálp límbands. M.a. mun útibúi Arion banka verða pakkað inn í límband. 19.8.2011 10:44 Seðlabankinn skortseldi ekki Pandóru Seðlabanki Íslands neitar því að hafa stundað skortsölu með hlutabréf í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. 19.8.2011 08:22 Vill að Írar gefi Norðmönnum helming af olíusvæðum sínum Þekktur írskur dálkahöfundur hjá blaðinu Irish Times leggur til að Írar gefi Norðmönnum helminginn af olíusvæðum sínum gegn því að Norðmenn sjái alfarið um olíuleit og vinnslu á þeim. 19.8.2011 08:15 Atlantsolía lækkar verð á bensíni og díselolíu Atlantsolía lækkaði eldsneytisverðið í morgun um þrjár krónur. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera lækkandi olíuverð á heimsmörkuðum. 19.8.2011 08:03 Rekstur Iceland heldur áfram að blómstra Rekstur Iceland Foods verslunarkeðjunnar í Bretlandi heldur áfram að blómstra í því slæma efnahagsástandi sem þar ríkir. 19.8.2011 07:55 Gengi krónunnar styrkist ekki næstu misserin Vísbendingar eru um að lítið svigrúm sé til staðar til þess að gengi krónunnar styrkist á næstu misserum. Greining Arion banka fjallar um málið í Markaðspunktum sínum og vísar í nýútkomin Peningamál Seðlabankans. 19.8.2011 07:45 Skuldatryggingaálag Íslands lækkar töluvert Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað töluvert að undanförnu og stendur nú í 232 puntkum. Fyrir rúmri viku síðan stóð álagið í 297 punktum og hefur því lækkað um 65 punkta frá þeim tíma. 19.8.2011 07:29 Olíuverðið lækkar töluvert Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert í gærdag samhliða því að markaðir í Bandaríkjunum tóku töluverða dýfu niður á við í gærkvöldi. 19.8.2011 07:25 Reiknað með rauðum tölum á öllum Evrópumörkuðum Reiknað er með að hlutabréf falli í verði í dag á öllum mörkuðum í Evrópu. Þetta mun gerast í framhaldi af því að Dow Jones vísitalan á Wall Street hrapaði um 3,7% í gærkvöldi og Asíumarkaðir fylgdu í kjölfarið í nótt með töluverðri niðursveiflu. 19.8.2011 07:23 Tómataræktun gæti tvöfaldast á næsta ári Ef áform Geogreenhouse um að reisa 3,3 hektara gróðurhús á næsta ári verða að veruleika þýðir það að tómataræktun á Íslandi mun tvöfaldast, að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda. Öll tómataræktun í landinu fer nú fram á samtals fjórum hekturum. 19.8.2011 00:01 Unnið að því að hleypa aflandskrónum til landsins Unnið er að því að undirbúa að hleypa aflandskrónum í fjárfestingar innanlands, en seðlabankastjóri segir það hafa sett strik í reikninginn að Alþingi hafi enn ekki afgreitt gjaldeyrishaftafrumvarp viðskiptaráðherra. 18.8.2011 18:54 Slitastjórn Glitnis skoðar mál á hendur fyrrverandi starfsmönnum Slitastjórn Glitnis hefur til skoðunar málshöfðanir á hendur fyrrverandi starfsmönnum bankans sem fengu lán til hlutabréfakaupa í gegnum eignarhaldsfélög. Fjárhæðirnar hlaupa á milljörðum króna. Í flestum tilvikum verður erfitt að fá kröfurnar greiddar þar sem persónulegum ábyrgðum er ekki til að dreifa. 18.8.2011 18:30 Verðbólgan á evrusvæðinu er 2,5% Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 2,5% í júlí síðastliðnum samkvæmt samræmdu vísitölu neysluverðs sem Eurostat birti í gær. Sé miðað við Evrópska efnahagssvæðið (EES) í heild mældist verðbólgan að jafnaði nokkuð meiri, eða 2,9%. Dregur því áfram úr tólf mánaða taktinum milli mánaða en í júní mældist verðbólgan á evrusvæðinu 2,7% en á EES 3,1%. 18.8.2011 13:30 Telur Seðlabanka Íslands hafa skortselt Pandóru Viðskiptavefsíðan Finanswatch gerir að því skóna að það hafi verið Seðlabanki Íslands sem tók stærstu skortstöðurnar í skartgripaframleiðendanum Pandóru á hlutabréfamarkaðinum í Kaupmannahöfn. Þetta hafi bankinn gert til að verja þá fjármuni sem Seðlabankinn á að fá fyrir FIH bankann en söluverðið var að hluta til bundið við gengi Pandóru. 18.8.2011 11:51 Yfirvöld rannsaka S&P Nú stendur yfir rannsókn á starfsemi matsfyrirtækisins Standard og Poor's (S&P) á árunum fyrir hrun. Ráðuneytið vonast til að finna næg sönnunargögn til að styðja þá getgátu að fyrirtækið hafi ekki starfað á faglegan hátt að öllu leyti 18.8.2011 11:15 Gullverðið aftur komið yfir 1.800 dollara Heimsmarkaðsverð á gulli er aftur komið yfir 1.800 dollara á únsuna og hefur hækkað um 0,5% það sem af er degi. Gullverðið rauf síðast 1.800 dollara hrunið í upphafi mánaðarins þegar miklar sveiflur voru á hlutabréfamörkuðum heimsins. 18.8.2011 11:00 Myntsafn Seðlabankans opið á Menningarnótt Í tilefni af Menningarnótt í Reykjavík á laugardag verður Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns á Kalkofnsvegi 1 opið frá kl. 14:00 til 17:00. 18.8.2011 10:45 Meniga heimilisbókhald í gegnum netbanka Arion banka Viðskiptavinum Arion banka býðst nú aðgangur að Meniga heimilisbókhaldi í gegnum Netbanka Arion banka. Meniga er vefur, sérhannaður til að aðstoða notendur við að stjórna heimilisfjármálunum, setja sér markmið og nýta peningana sína sem best. 18.8.2011 10:41 Tíu milljarða maðurinn Peyton Manning leikstjórnandi Indianapolis Colts í bandarísku NFL deildinni, það er ruðningi, er hæstlaunaði leikmaður deildarinnar. Manning er kallaður 90 milljón dollara maðurinn, eða tíu milljarða króna maðurinn, eftir að hann gerði nýjan fimm ára samning fyrir þá upphæð við lið sitt fyrr í ár 18.8.2011 10:30 FME með eftirlit í Sparisjóði Keflavíkur 2009 Fjármálaeftirlitið (FME) setti sérfræðing inn í Sparisjóð Keflavíkur í júní 2009 til að hafa sérstakt eftirlit með sjóðnum. Sérfræðingurinn skilaði reglulegum skýrslum til FME um ástand sjóðsins. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME. 18.8.2011 09:58 Danir liggja með auðæfi í gjaldeyri heimavið Ef að safnað er saman öllum þeim gjaldeyri sem Danir koma með heim eftir frí eða ferðir til útlanda og skipta ekki aftur í danskar krónur nemur sú upphæð um 5,5 miljörðum danskra kr. eða nær 120 milljörðum kr. 18.8.2011 09:52 Osló er dýrasta borg heims Osló er dýrasta borg heimsins að búa í að því er fram kemur í nýrri úttekt svissneska stórbankans UBS. Næst á eftir koma borgirnar Zurich og Genf í Sviss og síðan Kaupmannahöfn og Stokkhólmur. 18.8.2011 09:34 Innanstokksmunir Hótel D´Angleterre á uppboð Ef gjaldeyrishöftin væru ekki til staðar ættu Íslendingar þess kost að eignast húsgögn úr hinu sögufræga Hótel D´Angleterre. 18.8.2011 08:06 Eyraroddi að seljast í tvennu lagi Útgerðarfyrirtækið Lotna hefur gengið frá kaupum á fiskvinnsluhúsi og beitningahúsi sem voru í eigu þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Þar að auki hefur það leigt bátinn Stjána Ebba og allan þann kvóta sem honum fylgir fram að næsta fiskveiðiári sem reyndar hefst eftir um það bil hálfan mánuð. 18.8.2011 08:00 Chavez þjóðnýtir gullnámur Venesúela Hugo Chavez forseti Venesúela hefur ákveðið að þjóðnýta gullnámur landsins til þess að auka gullforða þess. 18.8.2011 07:56 Geimhótel á braut um Jörðu í bígerð Teikningar af fjögurra herbergja geimhóteli sem á að svífa á braut um Jörðu hafa verið gerðar opinberar í Rússlandi. 18.8.2011 07:48 Ríkissjóður réttir áfram úr kútnum Rekstur hins opinbera heldur áfram að rétta úr kútnum. Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 29,7 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins en var neikvætt um 36,5 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra. 18.8.2011 07:25 Reitir II töpuðu 572 milljónum á fyrri helmingi ársins Tap Reita II ehf. á fyrri árshelmingi ársins nam 572 milljónum króna samanborið við 375 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. 18.8.2011 07:21 Vilja flytja út íslenska tómata Fyrirtækið Geogreenhouse áformar að hefja útflutning á tómötum og miðast hugmyndirnar við að fyrsta sending fari utan í september á næsta ári. Að öllu óbreyttu yrði það þá fyrsta fyrirtækið til að flytja út grænmeti frá Íslandi. Nú þegar hafa náðst samningar við breskt fyrirtæki um markaðssetningu, pökkun og dreifingu tómatana. Gangi áformin eftir verða tómatarnir meðal annars til sölu hjá stórmarkaðakeðjunni Marks og Spencer. 18.8.2011 05:30 Íslensk hönnun í Debenhams Íslensk hönnun verður seinna á þessu ári í fyrsta sinn til sölu í Debenhams erlendis. Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. 18.8.2011 04:00 HB Grandi með rjómauppgjör á fyrri helmingi ársins Hagnaður HB Granda á fyrri helming ársins nam 15,7 milljónum evra eða um 2,6 milljörðum kr. á gengi dagsins. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 1,4 milljónum evra eða um 230 milljónum kr. 17.8.2011 16:18 SA: Vaxtahækkunin gangi til baka Samtök atvinnulífsins mótmæla harðlega 0,25% vaxtahækkun Seðlabankans og hvetja bankann til þess að draga hana til baka við næstu vaxtaákvörðun. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hækkunin gangi þvert á viðleitni til þess að auka fjárfestingar og hagvöxt í landinu og gerir það erfiðara að ná niður atvinnuleysi og bæta lífskjör almennings. 17.8.2011 13:33 Óskiljanleg vaxtaákvörðun Viðskiptaráð Íslands segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti óskiljanlega. Þó ákvörðunin byggi á spám um hækkandi verðbólgu er hún óskiljanleg í ljósi þess að heimili landsins glíma þegar við þungar byrðar, meðal annars vegna nýlegra kjarasamninga og yfirdrifinna skattahækkana. 17.8.2011 11:54 Spáir því að verðbólgan fari í 5,2% í ágúst Greiningardeild Arion banka spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast 5,2% samanborið við 5% í júlí. 17.8.2011 11:25 Sjá næstu 50 fréttir
Evrópsk bankakreppa í uppsiglingu „Ekki er hægt að útiloka að bankakerfi Evrópu verði fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þess óróa sem nú á sér stað á mörkuðum. Ólíkt bankakrísunni 2007-2008 er ekki um eiginlegan eiginfjárvanda að ræða, allavega ekki enn sem komið er. Jafnvel þótt það komi til umtalsverðrar skuldaniðurfærslu hjá PIIGS löndunum þar sem eign evrópska banka á þessum skuldabréfum er ekki mikil í hlutfalli við heildar eigið fé þeirra.“ 22.8.2011 08:35
Ferrari bíll seldur á 1,9 milljarða Ferrari Testa Rossa bifreið frá árinu 1957 var seld á uppboði í Kaliforníu um helgina fyrir 16,4 milljónir dollara eða tæplega 1,9 milljarða króna. Þetta er mesta verð sem borgað hefur verið fyrir bifreið í sögunni. 22.8.2011 08:25
Ekki í aðstöðu til að gagnrýna "Það er grafalvarlegt mál þegar hagfræðiprófessor sem ætlar sér að gagnrýna útreikninga biður ekki um útreikninga og skýringar frá samtökunum sjálfum," segir Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. 22.8.2011 08:14
Anna ekki eftirspurn eftir lýsi Eftirspurn eftir þorskalýsi um allan heim hefur aukist svo mikið að Lýsi hf. vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn. Þetta þakka Lýsismenn markvissu markaðsstarfi síðustu ára sem hefur skilað sterkri stöðu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum. 22.8.2011 08:12
Markaðir í Evrópu í jafnvægi Markaðir í Evrópu eru í jafnvægi eftir að þeir voru opnaðir í morgun. FTSE vísitalan hækkar mest eða um tæpt prósent en Dax í Frankfurt og Cac 40 í París eru einnig í smávægilegum plús. 22.8.2011 08:05
Dregur úr veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar Aðeins hefur dregið úr veltu á fasteignamarkaði borgarinnar. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 84. Hinsvegar hefur 92 samningum verið þinglýst á viku að meðaltali síðustu 12 vikur. 22.8.2011 07:56
ESB setur 20% innflutningstoll á íslenskan makríl Evrópusambandið (ESB) er búið að setja 20% innflutningstolli á allar makríl afurðir íslands til landa innan sambandsins. 22.8.2011 07:49
Ástandið í Líbíu lækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið í morgun. Tunnan af Brentolíunni hefur lækkað um 3 dollara og er komin niður í rúma 105 dollara á tunnuna. Þetta er lækkun um 2,6%. 22.8.2011 07:43
Varaforseti Bandaríkjanna reynir að róa Kínverja Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt í Kína í nótt, þar sem hann er staddur í heimsókn. Á lokadegi heimsóknar sinnar sagði Biden að allar þær eignir sem Kínverjar ættu í bandarískum dollurum væru öruggar. Á fréttavef BBC segir að samskipti Bandaríkjanna og Kínverja hafi stirðnað mjög mikið að undanförnu vegna skulda Bandaríkjanna. Kínverjar hafi gagnrýnt stjórnmálamenn í Bandaríkjunum fyrir að hafa hækkað skuldaþakið. Einnig hafi Kínverjar lýst áhyggjum af lækkun lánshæfismats Bandaríkjanna. 21.8.2011 14:44
Gagnaveitan ekki á sölulista Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur hagsmunum fyrirtækisins best borgið með því að selja Gagnaveitu Reykjavíkur. Fulltrúi Sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitunnar telur ómögulegt að koma fyrirtækinu á kjöl án þess að Gagnaveitan verði seld. 19.8.2011 19:30
Spáir 5,4% verðbólgu í ágúst Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,6% í ágúst frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga úr 5,0% í 5,4% í þessum mánuði. 19.8.2011 10:59
Arion banki við Hlemm vafinn inn í límband Arion banki, Apear Collective og Urban Utd. munu standa fyrir óvenjulegri uppákomu á Menningarnótt fyrir utan útibú Arion banka við Hlemm. Þar mun listahópurinn Apear Collective umturna svæðinu með hjálp límbands. M.a. mun útibúi Arion banka verða pakkað inn í límband. 19.8.2011 10:44
Seðlabankinn skortseldi ekki Pandóru Seðlabanki Íslands neitar því að hafa stundað skortsölu með hlutabréf í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. 19.8.2011 08:22
Vill að Írar gefi Norðmönnum helming af olíusvæðum sínum Þekktur írskur dálkahöfundur hjá blaðinu Irish Times leggur til að Írar gefi Norðmönnum helminginn af olíusvæðum sínum gegn því að Norðmenn sjái alfarið um olíuleit og vinnslu á þeim. 19.8.2011 08:15
Atlantsolía lækkar verð á bensíni og díselolíu Atlantsolía lækkaði eldsneytisverðið í morgun um þrjár krónur. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera lækkandi olíuverð á heimsmörkuðum. 19.8.2011 08:03
Rekstur Iceland heldur áfram að blómstra Rekstur Iceland Foods verslunarkeðjunnar í Bretlandi heldur áfram að blómstra í því slæma efnahagsástandi sem þar ríkir. 19.8.2011 07:55
Gengi krónunnar styrkist ekki næstu misserin Vísbendingar eru um að lítið svigrúm sé til staðar til þess að gengi krónunnar styrkist á næstu misserum. Greining Arion banka fjallar um málið í Markaðspunktum sínum og vísar í nýútkomin Peningamál Seðlabankans. 19.8.2011 07:45
Skuldatryggingaálag Íslands lækkar töluvert Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað töluvert að undanförnu og stendur nú í 232 puntkum. Fyrir rúmri viku síðan stóð álagið í 297 punktum og hefur því lækkað um 65 punkta frá þeim tíma. 19.8.2011 07:29
Olíuverðið lækkar töluvert Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert í gærdag samhliða því að markaðir í Bandaríkjunum tóku töluverða dýfu niður á við í gærkvöldi. 19.8.2011 07:25
Reiknað með rauðum tölum á öllum Evrópumörkuðum Reiknað er með að hlutabréf falli í verði í dag á öllum mörkuðum í Evrópu. Þetta mun gerast í framhaldi af því að Dow Jones vísitalan á Wall Street hrapaði um 3,7% í gærkvöldi og Asíumarkaðir fylgdu í kjölfarið í nótt með töluverðri niðursveiflu. 19.8.2011 07:23
Tómataræktun gæti tvöfaldast á næsta ári Ef áform Geogreenhouse um að reisa 3,3 hektara gróðurhús á næsta ári verða að veruleika þýðir það að tómataræktun á Íslandi mun tvöfaldast, að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda. Öll tómataræktun í landinu fer nú fram á samtals fjórum hekturum. 19.8.2011 00:01
Unnið að því að hleypa aflandskrónum til landsins Unnið er að því að undirbúa að hleypa aflandskrónum í fjárfestingar innanlands, en seðlabankastjóri segir það hafa sett strik í reikninginn að Alþingi hafi enn ekki afgreitt gjaldeyrishaftafrumvarp viðskiptaráðherra. 18.8.2011 18:54
Slitastjórn Glitnis skoðar mál á hendur fyrrverandi starfsmönnum Slitastjórn Glitnis hefur til skoðunar málshöfðanir á hendur fyrrverandi starfsmönnum bankans sem fengu lán til hlutabréfakaupa í gegnum eignarhaldsfélög. Fjárhæðirnar hlaupa á milljörðum króna. Í flestum tilvikum verður erfitt að fá kröfurnar greiddar þar sem persónulegum ábyrgðum er ekki til að dreifa. 18.8.2011 18:30
Verðbólgan á evrusvæðinu er 2,5% Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 2,5% í júlí síðastliðnum samkvæmt samræmdu vísitölu neysluverðs sem Eurostat birti í gær. Sé miðað við Evrópska efnahagssvæðið (EES) í heild mældist verðbólgan að jafnaði nokkuð meiri, eða 2,9%. Dregur því áfram úr tólf mánaða taktinum milli mánaða en í júní mældist verðbólgan á evrusvæðinu 2,7% en á EES 3,1%. 18.8.2011 13:30
Telur Seðlabanka Íslands hafa skortselt Pandóru Viðskiptavefsíðan Finanswatch gerir að því skóna að það hafi verið Seðlabanki Íslands sem tók stærstu skortstöðurnar í skartgripaframleiðendanum Pandóru á hlutabréfamarkaðinum í Kaupmannahöfn. Þetta hafi bankinn gert til að verja þá fjármuni sem Seðlabankinn á að fá fyrir FIH bankann en söluverðið var að hluta til bundið við gengi Pandóru. 18.8.2011 11:51
Yfirvöld rannsaka S&P Nú stendur yfir rannsókn á starfsemi matsfyrirtækisins Standard og Poor's (S&P) á árunum fyrir hrun. Ráðuneytið vonast til að finna næg sönnunargögn til að styðja þá getgátu að fyrirtækið hafi ekki starfað á faglegan hátt að öllu leyti 18.8.2011 11:15
Gullverðið aftur komið yfir 1.800 dollara Heimsmarkaðsverð á gulli er aftur komið yfir 1.800 dollara á únsuna og hefur hækkað um 0,5% það sem af er degi. Gullverðið rauf síðast 1.800 dollara hrunið í upphafi mánaðarins þegar miklar sveiflur voru á hlutabréfamörkuðum heimsins. 18.8.2011 11:00
Myntsafn Seðlabankans opið á Menningarnótt Í tilefni af Menningarnótt í Reykjavík á laugardag verður Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns á Kalkofnsvegi 1 opið frá kl. 14:00 til 17:00. 18.8.2011 10:45
Meniga heimilisbókhald í gegnum netbanka Arion banka Viðskiptavinum Arion banka býðst nú aðgangur að Meniga heimilisbókhaldi í gegnum Netbanka Arion banka. Meniga er vefur, sérhannaður til að aðstoða notendur við að stjórna heimilisfjármálunum, setja sér markmið og nýta peningana sína sem best. 18.8.2011 10:41
Tíu milljarða maðurinn Peyton Manning leikstjórnandi Indianapolis Colts í bandarísku NFL deildinni, það er ruðningi, er hæstlaunaði leikmaður deildarinnar. Manning er kallaður 90 milljón dollara maðurinn, eða tíu milljarða króna maðurinn, eftir að hann gerði nýjan fimm ára samning fyrir þá upphæð við lið sitt fyrr í ár 18.8.2011 10:30
FME með eftirlit í Sparisjóði Keflavíkur 2009 Fjármálaeftirlitið (FME) setti sérfræðing inn í Sparisjóð Keflavíkur í júní 2009 til að hafa sérstakt eftirlit með sjóðnum. Sérfræðingurinn skilaði reglulegum skýrslum til FME um ástand sjóðsins. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME. 18.8.2011 09:58
Danir liggja með auðæfi í gjaldeyri heimavið Ef að safnað er saman öllum þeim gjaldeyri sem Danir koma með heim eftir frí eða ferðir til útlanda og skipta ekki aftur í danskar krónur nemur sú upphæð um 5,5 miljörðum danskra kr. eða nær 120 milljörðum kr. 18.8.2011 09:52
Osló er dýrasta borg heims Osló er dýrasta borg heimsins að búa í að því er fram kemur í nýrri úttekt svissneska stórbankans UBS. Næst á eftir koma borgirnar Zurich og Genf í Sviss og síðan Kaupmannahöfn og Stokkhólmur. 18.8.2011 09:34
Innanstokksmunir Hótel D´Angleterre á uppboð Ef gjaldeyrishöftin væru ekki til staðar ættu Íslendingar þess kost að eignast húsgögn úr hinu sögufræga Hótel D´Angleterre. 18.8.2011 08:06
Eyraroddi að seljast í tvennu lagi Útgerðarfyrirtækið Lotna hefur gengið frá kaupum á fiskvinnsluhúsi og beitningahúsi sem voru í eigu þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Þar að auki hefur það leigt bátinn Stjána Ebba og allan þann kvóta sem honum fylgir fram að næsta fiskveiðiári sem reyndar hefst eftir um það bil hálfan mánuð. 18.8.2011 08:00
Chavez þjóðnýtir gullnámur Venesúela Hugo Chavez forseti Venesúela hefur ákveðið að þjóðnýta gullnámur landsins til þess að auka gullforða þess. 18.8.2011 07:56
Geimhótel á braut um Jörðu í bígerð Teikningar af fjögurra herbergja geimhóteli sem á að svífa á braut um Jörðu hafa verið gerðar opinberar í Rússlandi. 18.8.2011 07:48
Ríkissjóður réttir áfram úr kútnum Rekstur hins opinbera heldur áfram að rétta úr kútnum. Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 29,7 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins en var neikvætt um 36,5 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra. 18.8.2011 07:25
Reitir II töpuðu 572 milljónum á fyrri helmingi ársins Tap Reita II ehf. á fyrri árshelmingi ársins nam 572 milljónum króna samanborið við 375 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. 18.8.2011 07:21
Vilja flytja út íslenska tómata Fyrirtækið Geogreenhouse áformar að hefja útflutning á tómötum og miðast hugmyndirnar við að fyrsta sending fari utan í september á næsta ári. Að öllu óbreyttu yrði það þá fyrsta fyrirtækið til að flytja út grænmeti frá Íslandi. Nú þegar hafa náðst samningar við breskt fyrirtæki um markaðssetningu, pökkun og dreifingu tómatana. Gangi áformin eftir verða tómatarnir meðal annars til sölu hjá stórmarkaðakeðjunni Marks og Spencer. 18.8.2011 05:30
Íslensk hönnun í Debenhams Íslensk hönnun verður seinna á þessu ári í fyrsta sinn til sölu í Debenhams erlendis. Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. 18.8.2011 04:00
HB Grandi með rjómauppgjör á fyrri helmingi ársins Hagnaður HB Granda á fyrri helming ársins nam 15,7 milljónum evra eða um 2,6 milljörðum kr. á gengi dagsins. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 1,4 milljónum evra eða um 230 milljónum kr. 17.8.2011 16:18
SA: Vaxtahækkunin gangi til baka Samtök atvinnulífsins mótmæla harðlega 0,25% vaxtahækkun Seðlabankans og hvetja bankann til þess að draga hana til baka við næstu vaxtaákvörðun. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hækkunin gangi þvert á viðleitni til þess að auka fjárfestingar og hagvöxt í landinu og gerir það erfiðara að ná niður atvinnuleysi og bæta lífskjör almennings. 17.8.2011 13:33
Óskiljanleg vaxtaákvörðun Viðskiptaráð Íslands segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti óskiljanlega. Þó ákvörðunin byggi á spám um hækkandi verðbólgu er hún óskiljanleg í ljósi þess að heimili landsins glíma þegar við þungar byrðar, meðal annars vegna nýlegra kjarasamninga og yfirdrifinna skattahækkana. 17.8.2011 11:54
Spáir því að verðbólgan fari í 5,2% í ágúst Greiningardeild Arion banka spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast 5,2% samanborið við 5% í júlí. 17.8.2011 11:25