Viðskipti erlent

Osló er dýrasta borg heims

Osló er dýrasta borg heimsins að búa í að því er fram kemur í nýrri úttekt svissneska stórbankans UBS. Næst á eftir koma borgirnar Zurich og Genf í Sviss og síðan Kaupmannahöfn og Stokkhólmur.

Raunar eru allar höfuðborgir Norðurlandanna, að Reykjavík undanskilinni, á topp tíu listanum yfir dýrustu borgir heims. Reykjavíkur er ekki getið í þessari úttekt.

Ódýrustu borgir heims eru Mumbai á Indlandi og Manila á Fillipseyjum.

Hvað kaupmátt launa varðar er hann mestu hjá borgarbúum í Zurich, Sidney í Ástralíu og Lúxemborg en minnstur í borgunum Jakarta og Nairobí.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×