Fleiri fréttir

44 ár að skipta upp dánarbúi

Hæstiréttur féllst á að skipa nýja skiptastjóra yfir búi Sigurðar Kristjáns Hjaltested, sem andaðist 13. nóvember 1966, en meðal erfingja voru faðir Þorsteins Hjaltesteds, sem var skattakóngur í ár. Búið hefur því legið óskipt í 44 ár.

Sekt FME á ekki við um núverandi MP banka

Fjármálaeftirlitið (FME) vill að gefnu tilefni ítreka að 15 milljóna kr. stjórnvaldssekt sem sagt er frá í gagnsæistilkynningu sem birtist á á vef Fjármálaeftirlitsins í gær snertir ekki með nokkrum hætti þann MP banka sem nú starfar, eða eigendur hans.

Gullbólan að springa, verðið hrapar

Heimsmarkaðsverð á gulli er í frjálsu falli þessa stundina. Verðið er komið niður fyrir 1.770 dollara fyrir únsuna og hefur því lækkað um tæpa 100 dollara eða nær 5% frá í gærdag.

Fundu risavaxna gullæð í Þýskalandi

Fundist hefur risavaxin gullæð í héraðinu Lausitz sem áður tilheyrði Austur-Þýskalandi. Talið er að verðmæti gullsins sé um 9 milljarðar punda eða tæplega 1.700 milljarðar kr.

Verð á gulli lækkar talsvert

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur lækkað talsvert í dag og er komið niður í 1.835 dollara fyrir únsuna. Í gærmorgun fór verðið um skamma hríð yfir 1.900 dollara.

Lítið selst af atvinnuhúsnæði utan borgarinnar

Einungis 25 kaupsamningum og afsölum var þinglýst utan borgarinnar í júlí síðastliðnum og hafa þeir ekki verið færri í einum mánuði eins langt aftur og tölur Þjóðskrár ná. Í júlí í fyrra var fjöldinn 38 og í júlí árið þar á undan 50 og má því sjá að um töluverðan samdrátt er að ræða milli ára.

Langur tími í afléttingu gjaldeyrishaftanna

Langur tími mun líða þar til almenn aflétting gjaldeyrishafta verður að veruleika, og er vandséð að skriður komist á hana fyrr en talsvert er liðið á næsta ár. Ísland hefur nú í tæp 3 ár búið við strangari höft á fjármagnsflutninga en þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki, og því miður er reynsla undanfarinna mánaða af fyrstu skrefum í afléttingu þeirra ekki til þess fallin að auka bjartsýni á að sú staða breytist umtalsvert í bráð.

FME sektar MP banka um 15 milljónir

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lagt 15 milljóna kr. stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag hf., áður MP banka. Sektin er tilkomin vegna þess vegna þess að áhættuskuldbindingar fóru langt fram úr leyfilegum mörkum eða rúmlega 126% af eiginfjárgrunni. Leyfileg mörk eru 25%.

Sjávarútvegsfrumvarp þýðir fjöldagjaldþrot

Í umsögn sem borist hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis er bent á að verði sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum muni sjávarútvegsfyrirtækin gjaldfæra samstundis allar eignfærðar aflaheimildir. Þetta mun lækka eigið fé greinarinnar um 180 milljarða króna og leiða til fjöldagjaldþrota í greininni. Einnig hefur frumvarpið þau áhrif að lækka mögulegar skatttekjur ríkissjóðs um marga milljarða króna.

Seðlabankinn hækkar dráttarvexti

Grunnur dráttarvaxta hækkaði um 0,25 prósentur við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans hinn 17. ágúst sl. Dráttarvextir hækka því að sama skapi um 0,25 prósentur frá og með 1. september nk. og verða 11,50% fyrir tímabilið 1. - 30. september 2011.

Moody´s lækkar lánshæfismat Japans

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Japans um eitt stig eða úr Aa2 og niður í Aa3. Horfur eru sagðar stöðugar. Samhliða þessu lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan.

Lánasjóður hagnast um hálfan milljarð

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga á fyrri helmingi ársins nam 519 milljónum króna miðað við 941 milljónir króna á sama tíma árið 2010 og var í samræmi við væntingar sjóðsins. Lækkun hagnaðar milli ára skýrist aðallega af gengisþróun evrunnar sem var sérstaklega hagstæð sjóðnum á árinu 2010.

Lífleg viðskipti með atvinnuhúsnæði í júlí

Í júlí var 107 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 25 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 2043 milljónir króna en 188 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 16 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Er rekinn á undanþágu FME

Sparisjóður Svarfdæla hefur ekki uppfyllt lögbundið lágmark um eigið fé sem Fjármálaeftirlitið hefur sett fjármálafyrirtækjum síðastliðin þrjú ár. Til stendur að selja hlut ríkisins í sparisjóðnum. Nýir eigendur þurfa að leggja honum til á bilinu 100 til 120 milljónir króna að lágmarki til að koma honum á réttan kjöl.

Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær.

Launahækkanir ekki í takt við aðstæður

Sú hækkun sem orðið hefur á launum í kjölfar kjarasamninga er ekki í takti við þær aðstæður sem eru á vinnumarkaði hér á landi. Vinnumarkaði sem einkennist enn af töluverðu atvinnuleysi, auk þess sem fjárhagsleg staða og rekstrarumhverfi margra fyrirtækja er enn afar erfitt.

Citigroup: Brent olían lækkar í 95 dollara

Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári.

Olíuverð hækkar að nýju

Framganga stuðningsmanna Gaddafis í Líbíu síðastliðinn sólarhring olli því að olíuverð hækkaði á ný eftir að hafa hríðfallið í gær. Styrkur stuðningsmanna Gaddafis kom fjárfestum á óvart og kæfði vonir um að landið byrjaði fljótt að framleiða olíu aftur. "Það gætu verið nokkrir mánuðir í að olía flæði á ný frá Líbíu," sagði stjórnandi á fyrirtækinu Purvin og Gertz.

Hagvöxtur eykst í Noregi

Hagvöxtur í Noregi jókst þegar leið á sumarið, samkvæmt tölum frá Hagstofunni í Noregi sem norska blaðið e24 vísar til. Á öðrum ársfjórðungi jókst landsframleiðslan í Noregi um 1% ef tekið er tillit til árstíðarsveiflna. Hagvöxturinn á fyrsta ársfjórðungi var hins vegar 0,5%. Aukning landsframleiðslunnar er a miklu leyti skýrð með því að orkuframleiðsla hafi aukist á öðrum ársfjórðungi og skýri hún um fjórðung af hagvextinum.

Svindlað á Dönum í gullkaupum

Áhugi Dana á að selja gamla gullmuni sína hefur aukist gífurlega vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli. Hinsvegar er svindlað á þeim Dönum sem selja gull sitt til kaupenda.

Nýr iPad á markað næsta sumar

Apple verksmiðjurnar vinna nú að næstu útgáfu af iPad, sem verður bæði hraðvirkari og með langlífari rafhlöðu en fyrri kynslóðir. Þetta er vegna nýs örgjörva sem verður í nýju gerðinni. Búist er við því að nýja kynslóðin af iPad komi á markaðinn næsta sumar.

Hlutir í Goldman Sachs hröpuðu á Wall Street

Markaðir í Bandaríkjunum tóku því illa undir lokin í gærkvöldi þegar ljóst varð að Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs hefði ráðið sér stjörnulögfræðing. Hlutabréf í bankanum hröpuðu um 5% á síðustu mínútunum í kauphöllinni á Wall Street og síðan um 1,5% í viðbót í utanmarkaðsviðskiptum eftir lokunina.

Aukning farþega mest í Leifsstöð

Á fyrri helmingi ársins fjölgaði farþegum um nærri fjórðung á Leifsstöð. Það er meiri viðbót en stóru flugvellir frændþjóðanna geta stært sig af.

Forstjóri Standard & Poor´s rekinn

Deven Sharma forstjóri Standard & Poor´s hefur verið rekinn úr starfi. Tískuhúsið McGraw-Hill Companies sem á matsfyrirtækið tilkynnti um þetta í gærkvöldi.

Húsasmiðjan er til sölu

Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er eigandi alls hlutafjár í Húsasmiðjunni, hyggst selja fyrirtækið og hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast söluna. Óskað er eftir óskuldbindandi tilboðum fyrir 29. september. Auglýsing þessa efnis var birt í dagblöðum í morgun.

H.F. Verðbréf ráðgjafi við sölu Sparisjóðs Svarfdæla

Bankasýsla ríkisins hefur ráðið H.F. Verðbréf sem ráðgjafa við sölu á 90% eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla. Fyrr í þessum mánuði var ákveðið að selja hlut ríkisins í sparisjóðnum í opnu söluferli.

HS Orka semur við Stolt Sea Farm

Forsvarsmenn HS Orku og alþjóðlega fiskeldisfyrirtækisins Stolt Sea Farm gengu í gær frá samstarfssamningi. Hann felur í sér að Stolt Sea Farm fái að nýta land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð á Reykjanesi. Áformin miðast við að framkvæmdir við eldisstöðina hefjist í lok árs.

Hugsanavilla Hagsmunasamtakanna

Þórólfur Matthíasson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vísar athugasemdum Andreu Ólafsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, á bug. Andrea gerði um helgina athugasemdir við gagnrýni Þórólfs á útreikninga samtakanna.

Aðeins 23% orkugetunnar nýtt í rammaáætlun

Samorka telur að aðeins 23% af orkuvinnslugetu landsins sé að finna í nýtingaflokki. Hin 77% eru annað hvort í biðstöðu- eða verndunarflokki samkvæmt drögum að þingsályktun um rammaáætlun sem kynnt voru nýlega.

Ný stjórn Byggðastofnunnar

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn er í dag á Sauðárkróki tók við ný stjórn stofnunarinnar. Nýja stjórnin er skipuð af Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra.

Reiknivél ÍSB virkar ekki

Í augnablikinu liggur niðri reiknivél inná heimasíðu Íslandsbanka (ÍSB) sem hugsuð er til að reikna heildarkostnað og greiðslubyrði af verðtryggðum lánum. Síðan hefur legið niðri í dag.

Sólin skín á mörkuðum í Evrópu

Markaðir í Evrópu hafa verið að rétta verulega úr kútnum í dag. Það eru einkum námufélög, sem vinna gull, og olíufélög sem leiða hækkanir dagsins.

Yfir milljarður bíla til í heiminum

Fjöldi bíla í heiminum fór í fyrsta sinn yfir milljarðinn á síðasta ári. Þetta kemur fram í útreikningum sem bandaríska bílablaðið Ward´s Auto hefur tekið saman.

BankNordik hagnast um milljarð

BankNordik, áður Færeyjabanki, skilaði 49 milljón danskra kr. eða rúmum milljarði kr., fyrir afskriftir og skatta á fyrri helmingi ársins. Þetta er svipað og á fyrri helming síðasta árs þegar hagnaðurinn nam 51 milljón danskra kr.

Alltaf verið 20% tollur á makríl til ESB

Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ segir að alltaf hafi verið til staðar 20% innflutningstollur á íslenskum makríl til ESB. Tollinn sé að finna í upprunalegu samkomulagi EES um fiskafurðir frá árinu 1992.

Landsvaki sameinar verðbréfasjóði

Stjórn Landsvaka hf., rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans, hefur tekið ákvörðun um sameiningu verðbréfasjóðsins Markaðsbréf Landsbankans – meðallöng við verðbréfasjóðinn Sparibréf – meðallöng.

Ísland komið á dagskrá AGS í síðasta sinn

Sjötta og síðasta endurskoðunin á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Íslands er komin á dagskrá sjóðsins. Endurskoðunin er dagsett þann 26. ágúst eða næstkomandi föstudag.

Sjá næstu 50 fréttir