Viðskipti innlent

Ísland komið á dagskrá AGS í síðasta sinn

Sjötta og síðasta endurskoðunin á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Íslands er komin á dagskrá sjóðsins. Endurskoðunin er dagsett þann 26. ágúst eða næstkomandi föstudag.

Þar með lýkur formlega samstarfi AGS og Íslands sem staðið hefur yfir frá því eftir hrunið haustið 2008. Þykir áætlunin hafa tekist nokkuð vel til.

Þrátt fyrir að formlegu samstarfi AGS og Íslands ljúki á föstudag verða íslensk stjórnvöld enn í samvinnu við sjóðinn enda á hann mikilla hagsmuna að gæta sökum þeirra lána sem Íslendingar hafa fengið frá sjóðnum. Lán sem einkum hafa verið notuð til að styrkja gjaldeyrisforða landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×