Lítið selst af atvinnuhúsnæði utan borgarinnar 24. ágúst 2011 12:37 Einungis 25 kaupsamningum og afsölum var þinglýst utan borgarinnar í júlí síðastliðnum og hafa þeir ekki verið færri í einum mánuði eins langt aftur og tölur Þjóðskrár ná. Í júlí í fyrra var fjöldinn 38 og í júlí árið þar á undan 50 og má því sjá að um töluverðan samdrátt er að ræða milli ára. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um nýjar tölur frá Þjóðskrá Íslands um atvinnuhúsnæði í júlí s.l. Þá var 107 slíkum samningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu sem er veruleg aukning miðað við aðra mánuði ársins. „Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur verið þinglýst 30% fleiri kaupsamningum og afsölum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við sama tíma í fyrra og kemur þessi mikla aukning til vegna fjöldans í júlí,“ segir í Morgunkorninu. „Ekki er sömu sögu að segja með þróunina á markaði með atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig var þinglýst einungis 25 slíkum samningum í júlí síðastliðnum og hafa þeir ekki verið færri í einum mánuði eins langt aftur og tölur Þjóðskrár ná. Í júlí í fyrra var fjöldinn 38 og í júlí árið þar á undan 50 og má því sjá að um töluverðan samdrátt er að ræða milli ára. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur verið þinglýst 6% færri samningum samanborið við sama tímabil í fyrra.“ Þá segir að bíða þurfi eftir fleiri tölum sem sýna vaxandi umsvif á markaðinum með atvinnuhúsnæði til að hægt sé að slá því föstu að sá markaður sé að taka við sér. Ljóst er að fjöldi fyrirtækja er enn í umtalsverðum vandræðum sem setur mark sitt á hvenær og hversu hratt þessi markaður getur tekið við sér. „Þó svo að velta sé að aukast í sumum greinum og lágt raungengi hjálpi útflutningsgreinunum er rekstrarumhverfi margra fyrirtækja enn frekar bágborið, sem má m.a. sjá með tölum Hagstofu Íslands um fjölda gjaldþrota fyrirtækja á síðustu mánuðum. Í júní síðastliðnum voru alls 137 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 99 fyrirtæki á sama tíma í fyrra,“ segir í Morgunkorninu. „Þetta jafngildir fjölgun upp á ríflega 38% milli ára og var þetta fimmti mánuðurinn í röð sem slík fjölgun átti sér stað. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa alls 839 fyrirtæki lagt upp laupana en þau voru 555 á sama tímabili í fyrra og jafngildir þetta aukningu upp á rúm 50%. Eins og kunnugt er varð árið í fyrra metár í fjölda gjaldþrota fyrirtækja, og nokkuð ljóst er að árið í ár komi til með að slá það auðveldlega úr toppsætinu enda er fjöldinn á fyrstu sex mánuðum ársins orðinn 85% af heildarfjöldanum á öllu árinu í fyrra.“ Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Einungis 25 kaupsamningum og afsölum var þinglýst utan borgarinnar í júlí síðastliðnum og hafa þeir ekki verið færri í einum mánuði eins langt aftur og tölur Þjóðskrár ná. Í júlí í fyrra var fjöldinn 38 og í júlí árið þar á undan 50 og má því sjá að um töluverðan samdrátt er að ræða milli ára. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um nýjar tölur frá Þjóðskrá Íslands um atvinnuhúsnæði í júlí s.l. Þá var 107 slíkum samningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu sem er veruleg aukning miðað við aðra mánuði ársins. „Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur verið þinglýst 30% fleiri kaupsamningum og afsölum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við sama tíma í fyrra og kemur þessi mikla aukning til vegna fjöldans í júlí,“ segir í Morgunkorninu. „Ekki er sömu sögu að segja með þróunina á markaði með atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig var þinglýst einungis 25 slíkum samningum í júlí síðastliðnum og hafa þeir ekki verið færri í einum mánuði eins langt aftur og tölur Þjóðskrár ná. Í júlí í fyrra var fjöldinn 38 og í júlí árið þar á undan 50 og má því sjá að um töluverðan samdrátt er að ræða milli ára. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur verið þinglýst 6% færri samningum samanborið við sama tímabil í fyrra.“ Þá segir að bíða þurfi eftir fleiri tölum sem sýna vaxandi umsvif á markaðinum með atvinnuhúsnæði til að hægt sé að slá því föstu að sá markaður sé að taka við sér. Ljóst er að fjöldi fyrirtækja er enn í umtalsverðum vandræðum sem setur mark sitt á hvenær og hversu hratt þessi markaður getur tekið við sér. „Þó svo að velta sé að aukast í sumum greinum og lágt raungengi hjálpi útflutningsgreinunum er rekstrarumhverfi margra fyrirtækja enn frekar bágborið, sem má m.a. sjá með tölum Hagstofu Íslands um fjölda gjaldþrota fyrirtækja á síðustu mánuðum. Í júní síðastliðnum voru alls 137 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 99 fyrirtæki á sama tíma í fyrra,“ segir í Morgunkorninu. „Þetta jafngildir fjölgun upp á ríflega 38% milli ára og var þetta fimmti mánuðurinn í röð sem slík fjölgun átti sér stað. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa alls 839 fyrirtæki lagt upp laupana en þau voru 555 á sama tímabili í fyrra og jafngildir þetta aukningu upp á rúm 50%. Eins og kunnugt er varð árið í fyrra metár í fjölda gjaldþrota fyrirtækja, og nokkuð ljóst er að árið í ár komi til með að slá það auðveldlega úr toppsætinu enda er fjöldinn á fyrstu sex mánuðum ársins orðinn 85% af heildarfjöldanum á öllu árinu í fyrra.“
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira