Seðlabankinn ryksugar gjaldeyri á markaðinum 23. ágúst 2011 15:10 Seðlabankinn hefur ryksugað til sín stóran hluta þeirrar veltu sem hefur komið inn á millibankamarkað með gjaldeyri síðastliðið ár. Þetta segir í Markaðspunktum greiningar Arion banka undir fyrirsögninni „Gat í gjaldeyrisforðanum“. Þar er rætt um að í síðustu viku lauk Seðlabanki Íslands við gjaldeyrisútboð sem miðaði að því að endurheimta þann gjaldeyri sem nýttur var til losa um aðþrengda fjárfesta í júlímánuði. Þá hafði Seðlabankinn keypt tæpa 15 milljarða af „aflandskrónum“ í skiptum fyrir 69 milljónir evra sem teknar voru af gjaldeyrisforðanum. Fjárfestar sýndu útboðinu lítinn áhuga en Seðlabankinn fékk einungis um 3,4 milljónir evra tilbaka og því minnkaði forðinn um 65,6 milljónir evra eða um 10,7 milljarða króna á einu bretti. „Má því velta fyrir sér hvort þessum „reglulegu“ gjaldeyrisútboðum sé lokið í bili, eða í það minnsta það form sem notast hefur verið við síðustu tvö skipti, þar sem áhugi á þátttöku virðist vera orðinn lítill sem enginn meðal fjárfesta/lífeyrissjóða. Því verður áhugavert að sjá nánari útfærslu á næstu skrefum í afnámi hafta en væntanlega mun Seðlabankinn gera áhugasömum krónufjárfestum kleift að fjárfesta í fleiri eignum en ríkistryggðum skuldabréfum,“ segir í Markaðspunktunum.„Seðlabankinn hefur ryksugað til sín stóran hluta þeirrar veltu sem hefur komið inn á millibankamarkað með krónur síðastliðið ár. Frá því í ágúst í fyrra hefur heildarvelta á millibankamarkaði numið um 77 milljörðum króna og hefur Seðlabankinn þar af keypt ríflega helminginn eða um 39 milljarða króna m.v. núverandi gengi evru. Því hefur krónan e.t.v. styrkst minna en ella eða jafnvel veikst fyrir vikið. Að frátöldum gjaldeyrisviðskiptum Seðlabankans við innlend fjármálafyrirtæki í desember sl. ,sem námu í heild 25 milljörðum kr. hefur Seðlabankinn safnað, í reglulegum vikulegum kaupum sínum, um 14 milljörðum króna á einu ári. Ef við gefum okkur að Seðlabankinn muni kaupa gjaldeyri áfram á svipuðum hraða þá mun það taka um 10 mánuði að bæta upp fyrir þann gjaldeyri sem þeir „misstu“ í síðasta gjaldeyrisútboði.“ Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Seðlabankinn hefur ryksugað til sín stóran hluta þeirrar veltu sem hefur komið inn á millibankamarkað með gjaldeyri síðastliðið ár. Þetta segir í Markaðspunktum greiningar Arion banka undir fyrirsögninni „Gat í gjaldeyrisforðanum“. Þar er rætt um að í síðustu viku lauk Seðlabanki Íslands við gjaldeyrisútboð sem miðaði að því að endurheimta þann gjaldeyri sem nýttur var til losa um aðþrengda fjárfesta í júlímánuði. Þá hafði Seðlabankinn keypt tæpa 15 milljarða af „aflandskrónum“ í skiptum fyrir 69 milljónir evra sem teknar voru af gjaldeyrisforðanum. Fjárfestar sýndu útboðinu lítinn áhuga en Seðlabankinn fékk einungis um 3,4 milljónir evra tilbaka og því minnkaði forðinn um 65,6 milljónir evra eða um 10,7 milljarða króna á einu bretti. „Má því velta fyrir sér hvort þessum „reglulegu“ gjaldeyrisútboðum sé lokið í bili, eða í það minnsta það form sem notast hefur verið við síðustu tvö skipti, þar sem áhugi á þátttöku virðist vera orðinn lítill sem enginn meðal fjárfesta/lífeyrissjóða. Því verður áhugavert að sjá nánari útfærslu á næstu skrefum í afnámi hafta en væntanlega mun Seðlabankinn gera áhugasömum krónufjárfestum kleift að fjárfesta í fleiri eignum en ríkistryggðum skuldabréfum,“ segir í Markaðspunktunum.„Seðlabankinn hefur ryksugað til sín stóran hluta þeirrar veltu sem hefur komið inn á millibankamarkað með krónur síðastliðið ár. Frá því í ágúst í fyrra hefur heildarvelta á millibankamarkaði numið um 77 milljörðum króna og hefur Seðlabankinn þar af keypt ríflega helminginn eða um 39 milljarða króna m.v. núverandi gengi evru. Því hefur krónan e.t.v. styrkst minna en ella eða jafnvel veikst fyrir vikið. Að frátöldum gjaldeyrisviðskiptum Seðlabankans við innlend fjármálafyrirtæki í desember sl. ,sem námu í heild 25 milljörðum kr. hefur Seðlabankinn safnað, í reglulegum vikulegum kaupum sínum, um 14 milljörðum króna á einu ári. Ef við gefum okkur að Seðlabankinn muni kaupa gjaldeyri áfram á svipuðum hraða þá mun það taka um 10 mánuði að bæta upp fyrir þann gjaldeyri sem þeir „misstu“ í síðasta gjaldeyrisútboði.“
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira