Viðskipti innlent

BankNordik hagnast um milljarð

BankNordik, áður Færeyjabanki, skilaði 49 milljón danskra kr. eða rúmum milljarði kr., fyrir afskriftir og skatta á fyrri helmingi ársins. Þetta er svipað og á fyrri helming síðasta árs þegar hagnaðurinn nam 51 milljón danskra kr.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að staða bankans sé sterk. Þannig er eiginfjárhlutfall BankNordik nú um 20% eða langt yfir lágmarkinu sem er 8,8%.

Fram kemur að innlán í bankanum séu nú um 1,3 milljörðum danskra kr. hærri en útlánin þannig að lausafjárstaða bankans sé mjög traust.

BankNordik er skráður í íslensku kauphöllina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×