FME sektar MP banka um 15 milljónir 24. ágúst 2011 12:08 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lagt 15 milljóna kr. stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag hf., áður MP banka. Sektin er tilkomin vegna þess vegna þess að áhættuskuldbindingar fóru langt fram úr leyfilegum mörkum eða rúmlega 126% af eiginfjárgrunni. Leyfileg mörk eru 25%. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að í desember 2009 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangskönnun hjá MP banka hf. Í kjölfar hennar fór fram ítarleg greiningarvinna á m.a. fjárhagslega tengdum aðilum og takmörkunum á stórum áhættum. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins var sú að til staðar hefði verið áhættuskuldbinding sem næmi 126,34% af eiginfjárgrunni MP banka þegar leyfilegt hlutfall er 25%. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. apríl 2010, sem unnin var í framhaldi af framangreindri vettvangskönnun, var niðurstaða stofnunarinnar rakin og rökstudd í ítarlegu máli. Á fyrri stigum hafði MP banka verið veittur andmælaréttur við drögum að skýrslunni sem bankinn nýtti. Fjármálaeftirlitið taldi hins vegar ekki tilefni til að hnika frá afstöðu sinni varðandi túlkun laga og reglna um stórar áhættur og komst eftirlitið því að þeirri niðurstöðu að MP banki hefði gerst brotlegur við þágildandi lög. MP banki fékk í kjölfarið frest til að gera nauðsynlegar úrbætur svo koma mætti áhættuskuldbindingu félagsins niður fyrir lögmæt mörk. Stjórn Fjármálaeftirlitsins tók ákvörðun, þann 8. apríl 2011, um álagningu stjórnvaldssektar vegna brotsins að fjárhæð 30 milljónir króna. EA fjárfestingarfélag hf. fór fram á endurupptöku ákvörðunarinnar með bréfi dags. 20. maí 2011. Félagið byggði á tveimur greinum stjórnsýslulaga og krafðist þess aðallega að sektin yrði felld niður en til vara að hún yrði lækkuð verulega. Eins og mál þetta er vaxið, þ.á m. vegna skjótra viðbragða við kröfu um úrbætur og gagngerðrar endurskipulagningar á starfsemi bankans með þátttöku nýrra aðila hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að ljúka málinu með stjórnvaldssekt í stað þess að vísa því til lögreglunnar. Við ákvörðun sektarfjárhæðar er tekið tillit til þess að við skuldbindingum MP banka hefur tekið EA fjárfestingarfélag hf. sem starfar ekki sem fjármálafyrirtæki en hefur að megin tilgangi að gera upp við kröfuhafa bankans og hefur ekki að öðru leyti umsvif á fjármálamarkaði. Jafnframt er tekið tillit til fjárhagsstöðu félagsins. Þykir sektin því hæfilega ákveðin 15 milljónir króna. Þess skal getið að EA fjárfestingarfélag hf. hefur höfðað mál gegn Fjármálaeftirlitinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafist ógildingar sektarákvörðunarinnar. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lagt 15 milljóna kr. stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag hf., áður MP banka. Sektin er tilkomin vegna þess vegna þess að áhættuskuldbindingar fóru langt fram úr leyfilegum mörkum eða rúmlega 126% af eiginfjárgrunni. Leyfileg mörk eru 25%. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að í desember 2009 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangskönnun hjá MP banka hf. Í kjölfar hennar fór fram ítarleg greiningarvinna á m.a. fjárhagslega tengdum aðilum og takmörkunum á stórum áhættum. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins var sú að til staðar hefði verið áhættuskuldbinding sem næmi 126,34% af eiginfjárgrunni MP banka þegar leyfilegt hlutfall er 25%. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. apríl 2010, sem unnin var í framhaldi af framangreindri vettvangskönnun, var niðurstaða stofnunarinnar rakin og rökstudd í ítarlegu máli. Á fyrri stigum hafði MP banka verið veittur andmælaréttur við drögum að skýrslunni sem bankinn nýtti. Fjármálaeftirlitið taldi hins vegar ekki tilefni til að hnika frá afstöðu sinni varðandi túlkun laga og reglna um stórar áhættur og komst eftirlitið því að þeirri niðurstöðu að MP banki hefði gerst brotlegur við þágildandi lög. MP banki fékk í kjölfarið frest til að gera nauðsynlegar úrbætur svo koma mætti áhættuskuldbindingu félagsins niður fyrir lögmæt mörk. Stjórn Fjármálaeftirlitsins tók ákvörðun, þann 8. apríl 2011, um álagningu stjórnvaldssektar vegna brotsins að fjárhæð 30 milljónir króna. EA fjárfestingarfélag hf. fór fram á endurupptöku ákvörðunarinnar með bréfi dags. 20. maí 2011. Félagið byggði á tveimur greinum stjórnsýslulaga og krafðist þess aðallega að sektin yrði felld niður en til vara að hún yrði lækkuð verulega. Eins og mál þetta er vaxið, þ.á m. vegna skjótra viðbragða við kröfu um úrbætur og gagngerðrar endurskipulagningar á starfsemi bankans með þátttöku nýrra aðila hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að ljúka málinu með stjórnvaldssekt í stað þess að vísa því til lögreglunnar. Við ákvörðun sektarfjárhæðar er tekið tillit til þess að við skuldbindingum MP banka hefur tekið EA fjárfestingarfélag hf. sem starfar ekki sem fjármálafyrirtæki en hefur að megin tilgangi að gera upp við kröfuhafa bankans og hefur ekki að öðru leyti umsvif á fjármálamarkaði. Jafnframt er tekið tillit til fjárhagsstöðu félagsins. Þykir sektin því hæfilega ákveðin 15 milljónir króna. Þess skal getið að EA fjárfestingarfélag hf. hefur höfðað mál gegn Fjármálaeftirlitinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafist ógildingar sektarákvörðunarinnar.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira