FME sektar MP banka um 15 milljónir 24. ágúst 2011 12:08 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lagt 15 milljóna kr. stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag hf., áður MP banka. Sektin er tilkomin vegna þess vegna þess að áhættuskuldbindingar fóru langt fram úr leyfilegum mörkum eða rúmlega 126% af eiginfjárgrunni. Leyfileg mörk eru 25%. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að í desember 2009 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangskönnun hjá MP banka hf. Í kjölfar hennar fór fram ítarleg greiningarvinna á m.a. fjárhagslega tengdum aðilum og takmörkunum á stórum áhættum. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins var sú að til staðar hefði verið áhættuskuldbinding sem næmi 126,34% af eiginfjárgrunni MP banka þegar leyfilegt hlutfall er 25%. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. apríl 2010, sem unnin var í framhaldi af framangreindri vettvangskönnun, var niðurstaða stofnunarinnar rakin og rökstudd í ítarlegu máli. Á fyrri stigum hafði MP banka verið veittur andmælaréttur við drögum að skýrslunni sem bankinn nýtti. Fjármálaeftirlitið taldi hins vegar ekki tilefni til að hnika frá afstöðu sinni varðandi túlkun laga og reglna um stórar áhættur og komst eftirlitið því að þeirri niðurstöðu að MP banki hefði gerst brotlegur við þágildandi lög. MP banki fékk í kjölfarið frest til að gera nauðsynlegar úrbætur svo koma mætti áhættuskuldbindingu félagsins niður fyrir lögmæt mörk. Stjórn Fjármálaeftirlitsins tók ákvörðun, þann 8. apríl 2011, um álagningu stjórnvaldssektar vegna brotsins að fjárhæð 30 milljónir króna. EA fjárfestingarfélag hf. fór fram á endurupptöku ákvörðunarinnar með bréfi dags. 20. maí 2011. Félagið byggði á tveimur greinum stjórnsýslulaga og krafðist þess aðallega að sektin yrði felld niður en til vara að hún yrði lækkuð verulega. Eins og mál þetta er vaxið, þ.á m. vegna skjótra viðbragða við kröfu um úrbætur og gagngerðrar endurskipulagningar á starfsemi bankans með þátttöku nýrra aðila hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að ljúka málinu með stjórnvaldssekt í stað þess að vísa því til lögreglunnar. Við ákvörðun sektarfjárhæðar er tekið tillit til þess að við skuldbindingum MP banka hefur tekið EA fjárfestingarfélag hf. sem starfar ekki sem fjármálafyrirtæki en hefur að megin tilgangi að gera upp við kröfuhafa bankans og hefur ekki að öðru leyti umsvif á fjármálamarkaði. Jafnframt er tekið tillit til fjárhagsstöðu félagsins. Þykir sektin því hæfilega ákveðin 15 milljónir króna. Þess skal getið að EA fjárfestingarfélag hf. hefur höfðað mál gegn Fjármálaeftirlitinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafist ógildingar sektarákvörðunarinnar. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lagt 15 milljóna kr. stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag hf., áður MP banka. Sektin er tilkomin vegna þess vegna þess að áhættuskuldbindingar fóru langt fram úr leyfilegum mörkum eða rúmlega 126% af eiginfjárgrunni. Leyfileg mörk eru 25%. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að í desember 2009 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangskönnun hjá MP banka hf. Í kjölfar hennar fór fram ítarleg greiningarvinna á m.a. fjárhagslega tengdum aðilum og takmörkunum á stórum áhættum. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins var sú að til staðar hefði verið áhættuskuldbinding sem næmi 126,34% af eiginfjárgrunni MP banka þegar leyfilegt hlutfall er 25%. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. apríl 2010, sem unnin var í framhaldi af framangreindri vettvangskönnun, var niðurstaða stofnunarinnar rakin og rökstudd í ítarlegu máli. Á fyrri stigum hafði MP banka verið veittur andmælaréttur við drögum að skýrslunni sem bankinn nýtti. Fjármálaeftirlitið taldi hins vegar ekki tilefni til að hnika frá afstöðu sinni varðandi túlkun laga og reglna um stórar áhættur og komst eftirlitið því að þeirri niðurstöðu að MP banki hefði gerst brotlegur við þágildandi lög. MP banki fékk í kjölfarið frest til að gera nauðsynlegar úrbætur svo koma mætti áhættuskuldbindingu félagsins niður fyrir lögmæt mörk. Stjórn Fjármálaeftirlitsins tók ákvörðun, þann 8. apríl 2011, um álagningu stjórnvaldssektar vegna brotsins að fjárhæð 30 milljónir króna. EA fjárfestingarfélag hf. fór fram á endurupptöku ákvörðunarinnar með bréfi dags. 20. maí 2011. Félagið byggði á tveimur greinum stjórnsýslulaga og krafðist þess aðallega að sektin yrði felld niður en til vara að hún yrði lækkuð verulega. Eins og mál þetta er vaxið, þ.á m. vegna skjótra viðbragða við kröfu um úrbætur og gagngerðrar endurskipulagningar á starfsemi bankans með þátttöku nýrra aðila hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að ljúka málinu með stjórnvaldssekt í stað þess að vísa því til lögreglunnar. Við ákvörðun sektarfjárhæðar er tekið tillit til þess að við skuldbindingum MP banka hefur tekið EA fjárfestingarfélag hf. sem starfar ekki sem fjármálafyrirtæki en hefur að megin tilgangi að gera upp við kröfuhafa bankans og hefur ekki að öðru leyti umsvif á fjármálamarkaði. Jafnframt er tekið tillit til fjárhagsstöðu félagsins. Þykir sektin því hæfilega ákveðin 15 milljónir króna. Þess skal getið að EA fjárfestingarfélag hf. hefur höfðað mál gegn Fjármálaeftirlitinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafist ógildingar sektarákvörðunarinnar.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira