Viðskipti innlent

Katrín Olga bætir við sig hlutum í Icelandair

Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur bætt við hlutafjáreign sína í Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Katrín Olga situr í stjórn Icelandair.

Katrín Olga hefur keypt 187.753 hluti á verðinu 5,27 kr. á hlut eða fyrir samtals rétt tæpa milljón kr. Eftir kaupin á Katrín Olga rétt rúmlega 411.000 hluti í Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×