Launahækkanir ekki í takt við aðstæður 23. ágúst 2011 12:30 Sú hækkun sem orðið hefur á launum í kjölfar kjarasamninga er ekki í takti við þær aðstæður sem eru á vinnumarkaði hér á landi. Vinnumarkaði sem einkennist enn af töluverðu atvinnuleysi, auk þess sem fjárhagsleg staða og rekstrarumhverfi margra fyrirtækja er enn afar erfitt. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um frétt Hagstofunnar í morgun um þróun launavísitölunnar. Greiningin segir að ætla megi að fyrirtækin neyðist til þess að velta stórum hluta aukins kostnaðar sem fylgir kjarasamningum út í verðlag, sem augljóslega leiðir til meiri verðbólgu hér á landi en ella. Er því nokkuð líklegt að sú jákvæða þróun sem orðið hefur á kaupmætti á síðustu mánuðum snúist upp í andhverfu sína á næstu mánuðum. Þó ræðst þróun verðlags hér á landi augljóslega af fleiri þáttum en framangreindu, og má hér einna helst nefna gengisþróun krónu, verðþróun á hrávörumörkuðum erlendis og þróun húsnæðisverðs. Á sama tíma og launavísitalan hækkaði um 1,0% á milli mánaða hækkaði vísitala neysluverðs um 0,1%. Jókst því kaupmáttur launa um 0,9% nú í júlí síðastliðnum frá fyrri mánuði. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem kaupmáttur launa eykst hér á landi og frá sama tíma í fyrra hefur kaupmáttur launa hækkað um 2,6%, en að júní síðastliðnum undanskildum hefur kaupmáttur launa ekki aukist svo hratt síðan seint á árinu 2007. Vísitala kaupmáttar stendur nú í 110,5 stigum og hefur hækkað um 6,4% frá því hún náði sínu lægsta gildi eftir hrun sem var í maí á síðasta ári. Er kaupmáttur launa nú svipaður og hann var í byrjun árs 2005. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Sú hækkun sem orðið hefur á launum í kjölfar kjarasamninga er ekki í takti við þær aðstæður sem eru á vinnumarkaði hér á landi. Vinnumarkaði sem einkennist enn af töluverðu atvinnuleysi, auk þess sem fjárhagsleg staða og rekstrarumhverfi margra fyrirtækja er enn afar erfitt. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um frétt Hagstofunnar í morgun um þróun launavísitölunnar. Greiningin segir að ætla megi að fyrirtækin neyðist til þess að velta stórum hluta aukins kostnaðar sem fylgir kjarasamningum út í verðlag, sem augljóslega leiðir til meiri verðbólgu hér á landi en ella. Er því nokkuð líklegt að sú jákvæða þróun sem orðið hefur á kaupmætti á síðustu mánuðum snúist upp í andhverfu sína á næstu mánuðum. Þó ræðst þróun verðlags hér á landi augljóslega af fleiri þáttum en framangreindu, og má hér einna helst nefna gengisþróun krónu, verðþróun á hrávörumörkuðum erlendis og þróun húsnæðisverðs. Á sama tíma og launavísitalan hækkaði um 1,0% á milli mánaða hækkaði vísitala neysluverðs um 0,1%. Jókst því kaupmáttur launa um 0,9% nú í júlí síðastliðnum frá fyrri mánuði. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem kaupmáttur launa eykst hér á landi og frá sama tíma í fyrra hefur kaupmáttur launa hækkað um 2,6%, en að júní síðastliðnum undanskildum hefur kaupmáttur launa ekki aukist svo hratt síðan seint á árinu 2007. Vísitala kaupmáttar stendur nú í 110,5 stigum og hefur hækkað um 6,4% frá því hún náði sínu lægsta gildi eftir hrun sem var í maí á síðasta ári. Er kaupmáttur launa nú svipaður og hann var í byrjun árs 2005.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira