Fleiri fréttir Fær 44 milljarða frá Apple Tim Cook, nýr forstjóri Apple, fær eina milljón hluti í fyrirtækinu, samkvæmt samningi sem hann hefur gert. Þessi bónus er 383 milljóna dala virði miðað við gengi hlutabréfanna í dag. Upphæðin jafngildir um 44 milljörðum króna. Tilkynnt hefur verið um þetta til bandarískra stjórnvalda, eins og lög gera ráð fyrir. Cook fær helminginn af hlutnum árið 2016 og hinn helminginn árið 2021. 27.8.2011 07:00 Boeing 787 Dreamliner tilbúin Japanska flugfélagið ANA fær afhent fyrsta eintakið af Boeing 787 Dreamliner þann 25. September næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær. Þrjú ár eru síðan flugfélagið pantaði vélina auk 54 annarra eintaka af sömu gerð. 27.8.2011 06:00 Ungur hakkari fær starf hjá Apple Unglingurinn sem skrifaði forritið JailBreakMe, sem gerir fólki kleift að „jailbreaka" ipoda og nota þannig dýr forrit án þess að borga fyrir þau, segist vera kominn með starf hjá tölvurisanum Apple. 26.8.2011 23:41 Ástæðulaust að óttast kollsteypu Senn eru liðin þrjú ár frá bankahruninu á Íslandi. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ýmislegt hafa áunnist á þessum þremur árum þótt margt hafi einnig valdið vonbrigðum. 26.8.2011 21:00 Skýrr býst við 900 gestum Búist er við 900 gestum á Haustráðstefnu Skýrr sem fram fer á föstudag eftir hálfan mánuð. „Þetta er einn stærsti viðburður vetrarins hér á landi í upplýsingatækni, enda um 60 fyrirlestrar í boði á 6 mismunandi fyrirlestralínum og um þriðjungur fyrirlesara eru erlendir sérfræðingar. Ég fullyrði ófeiminn að Haustráðstefna Skýrr veitir einstæða sýn 26.8.2011 20:00 1100 milljóna hagnaður af rekstri Byrs Byr hf. hefur birt ársreikning sinn fyrir síðasta ár. Samvkæmt honum varð hagnaður af rekstri Byrs hf. á rekstrartímabili bankans árið 2010 að fjárhæð 1.109 milljónir króna eftir skatta samkvæmt rekstrarreikningi. 26.8.2011 17:11 Stefna á að skapa 150 störf í laxeldi Landsbankinn hf. og Fjarðalax ehf. skrifuðu í gær undir fjármögnunarsamningi vegna rekstur laxeldis Fjarðalax í Tálknafirði og víðar. Skrifað var undir við kvíar fyrirtækisins í Tálknafirði. Samningurinn er háður framgangi fyrirtækisins og því magni sem kemur til slátrunar. Fjarðalax ehf. stefnir á að framleiða allt að 10 þúsund tonn af laxi á ári sem getur skapað um 150 störf þegar fram líða stundir. Fjármagnið nýtist í almennan rekstur en fyrst og fremst til kaupa á fóðri sem alla jafna er 70 – 80% af rekstrarkostnaði fiskeldisstöðva. Eingöngu er notast við íslenskt hágæðafóður í rekstrinum. 26.8.2011 15:57 Lítið um bombur hjá Bernanke Þeir sem búist höfðu við því að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, myndi tilkynna um róttækar aðgerðir í efnahagsmálum í ræðu sinni í dag urðu fyrir vonbrigðum. Í ræðunni sagði hann að seðlabankinn myndi beita sínum tækjum á viðeigandi máta eins og hann orðaði það til þess að örva hagkerfið. Hann fór hinsvegar ekkert út í smáatriði hvað það varðar en margir höfðu búist við því að tilkynnt yrði um stórfelld kaup á skuldabréfum eða þessháttar aðgerðir. 26.8.2011 14:38 Raforkukostnaðurinn hækkaði um 26% Heildarraforkukostnaður hjá hjá heimilum sem eru í viðskiptum við Orkuveitu Reykjavíkur hefur hækkað um 26% frá því í júní í fyrra. Þetta kemur fram í verðkönnun ASÍ. 26.8.2011 14:12 Meiri undirtektir en búist var við Undirtektir í skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar í fyrradag voru mun meiri en í útboðinu á undan, segir Greining Íslandsbanka. Borgin getur vel unað við niðurstöðuna að mati Greiningar. Í boði var helsti skuldabréfaflokkur borgarinnar, RVK 09 1, og bárust alls tilboð að nafnvirði 2,9 ma.kr. í flokkinn á kröfubilinu 3,89% - 4,07%. Tilboðum að nafnvirði 1,4 ma.kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 3,9%. 26.8.2011 12:07 Les um klámstjörnu og bíður þess að Bernanke ljúki sér af Það þorir enginn að hreyfa sig á mörkuðum fyrr en Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri í Bandaríkjunum, hefur lokið við ávarp sitt sem áformað er að hann muni flytja í dag. Þetta á ekki aðeins við um markaði í Bandaríkjunum heldur í Evrópu og jafnvel á Norðurlöndunum er töluverður slaki. 26.8.2011 11:46 Sendu 300 verkamenn heim vegna veikinda Fataverksmiðja H&M í Kambódíu varð að senda um 300 verkamenn heim tvisvar sinnum í vikunni vegna veikinda. Á þriðjudaginn voru 86 verkamenn sendir heim og í gær voru svo 198 sendir heim. 26.8.2011 11:11 Hagnaður HS Veitna nam 124 milljónum Hagnaður HS Veitna á fyrri helmingi ársins nam 124 milljónum króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem samþykktur var í morgun. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 2700 milljónum krónja á fyrstu sex mánuðum ársins. 26.8.2011 10:45 Síðasta endurskoðunin afgreidd hjá AGS eftir hádegi Síðasta endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands verður tekin fyrir í stjórn sjóðsins í Washington í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist eftir hádegið í dag. Þar með lýkur formlega samstarfi AGS og Íslands sem staðið hefur yfir frá því eftir hrunið haustið 2008. 26.8.2011 10:13 Co-operative Group hefur áhuga á Iceland Breska kaupfélagið Co-operative Group íhugar að kaupa hlut í Iceland verslunarkeðjunni. Co-operative Group er risastórt félag á Bretlandi. Það starfar meðal annars á matvælamarkaði, í ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og útfararþjónustu. 26.8.2011 10:05 Facebook með yfir þúsund milljarða flettinga í einum mánuði Samskiptavefurinn Facebook stækkar og stækkar með hverjum deginum og fékk í sumar yfir trilljón síðuflettingar í einum og sama mánuðinum, samkvæmt tímaritnu Techland. 26.8.2011 10:00 JP Morgan braut viðskiptabann Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur gert samkomulag við fjármálaráðuneytið í Bandaríkjunum um að greiða 88 milljóna dala sekt vegna meintra brota á viðskiptabanni á Kúbu, Súdan, Líberíu og Íran. Fjármálaráðuneytið segir að brotin hafi átt sér stað frá árinu 2005 til ársins 2011. Fram kemur á fréttavef BBC að brotin fólust meðal annars í rúmlega 1800 millifærslum þar sem um 180 milljónir dala voru fluttar til Kúbu, þvert á þær reglur sem gilda í Bandaríkjunum. JP Morgan segir að fyrirtækið hafi ekki ætlað sér að brjóta bandarískar reglugerðir. 26.8.2011 09:46 Beðið eftir ræðu seðlabankastjóra Beðið er eftir ræðu Ben Bernake, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, með mikilli eftirvæntingu en hann mun flytja ræðuna síðdegis í dag. Vonast er til þess að hann boði til aðgerða sem komi til með að bæta efnahag landsins. 26.8.2011 08:30 Ásgeir fær bónusinn viðurkenndan sem forgangskröfu Hæstiréttur Íslands snéri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þegar rétturinn úrskurðaði að Ásgeir Jónsson skyldi fá bónusgreiðslur sínar hjá Kaupþingi flokkaðar sem forgangskröfur. 25.8.2011 20:33 Sagður hafa beitt bókhaldsbrellum til þess að framlengja líf MP Banka Þáverandi forstjóri MP banka, Styrmir Þór Bragason, seldi veðsett hlutabréf í Landsbankanum fyrir hálfan milljarð króna og bókfærði söluandvirðið sem hagnað til að koma í veg fyrir að bankinn færi á hausinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 25.8.2011 20:19 SPKef né Byr hafa skilað ársreikningi fyrir síðasta ári Hvorki SPKef né Byr hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir þetta ótrúleg vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar. Skattgreiðendur eigi heimtingu á að sjá stöðu fyrirtækja í opinberri eigu. 25.8.2011 19:00 Verðhjöðnun sé horft framhjá útsölulokum Greiningadeild Arion banka segir að ef horft sé framhjá áhrifum útsöluloka, mælist verðhjöðnun í ágúst. Vegna útsölulokanna hækkaði neysluverðsvísitalan hins vegar um 0,26%. Greining Arion segir að þetta veki sérstaka athygli sökum þess að þegar Seðlabankinn hækkaði vexti um 25 punkta á dögunum hafi hann varað sérstaklega við verri verðbólguhorfum. 25.8.2011 15:58 Þrjú svið sendu frá sér afkomuviðvörun Þrjú svið sem starfa innan Reykjavíkurborgar hafa sent frá sér afkomuviðvörun vegna ársins 2011. Um er að ræða Íþrótta- og tómstundasvið, Menntasvið og Leikskólasvið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem fylgir sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar. Uppgjörið var kynnt í borgarráði í morgun. 25.8.2011 15:29 Buffet kaupir í Bank of America fyrir fimm milljarða Milljarðarmæringurinn Warren Buffet hyggst kaupa hlut í Bank of America fyrir fimm milljarða dala í gegnum eignarhaldsfélag sinn, sem heitir Bershire Hathaway. Þetta kom fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. Upphæðin nemur um 570 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða 50 þúsund hluti í bankanum, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Buffet er einn af ríkustu mönnum í heimi. Hann vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar að hann hvatti stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hækka skatta á auðmenn. 25.8.2011 13:53 Bréf í Apple hrynja eftir brotthvarf Jobs úr forstjórastóli Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans og hrundu bréf fyrirtækisins í utanmarkaðsviðskiptum á Wall Street í gærkvöldi. 25.8.2011 12:10 Afkoma A-hluta Reykjavíkur fer batnandi Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 996 milljónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 1.522 milljónir kr. á tímabilinu. Niðurstaðan er því betri en gert var ráð fyrir, sem nemur 526 milljónum kr. 25.8.2011 11:35 Skuldatryggingaálag Íslands fer hækkandi Skuldatryggingaálag Íslands fer nú hækkandi að nýju. Álagið hefur raunar hækkað síðustu þrjá daga í röð og stendur í 261 punkti í dag. 25.8.2011 10:52 Glencore hagnast um 280 milljarða Hrávörurisinn Glencore International skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða dollara eða um 280 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins. Þetta er 57% aukning á hagnaðinum miðað við sama tímabil í fyrra. 25.8.2011 09:53 Verðbólgan minni en sérfræðingar spáðu Verðbólgan í ágúst reyndist nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. Allar spár gerðu ráð fyrir að verðbólgan myndi aukast en í raun stóð hún í stað í 5% milli mánaða. 25.8.2011 09:25 Google sektað um 57 milljarða í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google leitarvélina um 500 milljónir dollara eða um 57 milljarða kr. fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. 25.8.2011 09:20 Eignir sjóða lækkuðu um 3,4 milljarða Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 298,8 milljarðar kr. í lok júlí og lækkuðu um 3,4 milljarða kr. milli mánaða. 25.8.2011 09:07 Verðbólgan mælist 5% í ágúst Verðbólgan reyndist vera 5% í ágúst og er því óbreytt frá því í júlí. 25.8.2011 09:03 Ævintýralegur ferill Steve Jobs Ferill Steve Jobs fráfarandi forstjóra Apple er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja þetta fyrirtæki upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. 25.8.2011 07:37 Kínverjar vilja fjárfesta í ferðaþjónustu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í gær með Huang Nubo, stjórnarformanni kínverska fjárfestingarfyrirtækisins Zhongkun Group. Fyrirtækið áformar að fjárfesta í umhverfistengdri ferðaþjónustu á Íslandi, og taka þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu í samstarfi við íslensk stjórnvöld. 25.8.2011 07:10 Steve Jobs hættur sem forstjóri Apple Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans en mun starfa áfram sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi. Tim Cook sölustjóri Apple tekur við forstjórastarfinu af Jobs. 25.8.2011 06:56 Bandaríkjamaður fjárfestir fyrir milljarð í fasteignum Bandaríski fjárfestirinn Michael Jenkins hefur verið umsvifamikill á fasteignamarkaði undanfarna mánuði og í dag á hann 23 íbúðir ásamt Kirkjuhvoli, Kaaberhúsinu og hlut í Sætúni 4 og 10. 25.8.2011 06:50 Krafa Finna setur neyðaraðstoð til Grikkja í uppnám Krafa Finna um að fá veð frá Grikkjum fyrir sínum hluta af nýjustu neyðaraðstoð Evrópusambandsins til Grikklands hefur sett málið í uppnám. 25.8.2011 06:47 Tengjast rannsókn sérstaks saksóknara Skilanefnd gamla Landsbankans ætlar á ný að reyna að sækja 10 milljónir svissneskra franka, jafnvirði 1,4 milljarða íslenskra króna, til eignarhaldsfélaga feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og Jakobs Valgeirs Flosasonar í Bolungarvík. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 31. ágúst næstkomandi. 25.8.2011 06:00 Forstjóri N1 vill 400 milljónir „Málin fara ekki öll fyrir dómstóla. Í einhverjum tilvikum fáum við fordæmi frá öðrum málum sem gilda á línuna,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. 25.8.2011 06:00 Þjóðverjar kannski færðir skör neðar Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Japans um eitt stig. Þung skuldabyrði nokkurra evruríkja gæti valdið því að þau horfi upp á sömu örlög á næstu mánuðum. 25.8.2011 05:00 Verður ekki skráð á hlutabréfamarkað Framtakssjóður Íslands hefur sett Húsasmiðjuna í söluferli. Stefnt hefur verið að því frá upphafi að selja fyrirtækið ýmist að öllu leyti eða hluta þótt ýmsir hafi látið að því liggja að hyggilegt væri að skrá það á hlutabréfamarkað. 25.8.2011 05:00 Reisa stærsta sláturhús landsins Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lánað matvælafyrirtækinu Nortura í Noregi 315 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,6 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið vinnur að því að reisa stærsta sláturhús landsins í Malvik í Suður-Þrændalögum. 25.8.2011 04:00 Steve Jobs lætur af störfum sem forstjóri Apple Forstjóti Apple, Steve Jobs, hefur látið af störfum og verður stjórnarformaður fyrirtækisins. Í hans stað kemur Tim Cook hefur tekið við sem forstjóri Apple. 24.8.2011 23:17 44 ár að skipta upp dánarbúi Hæstiréttur féllst á að skipa nýja skiptastjóra yfir búi Sigurðar Kristjáns Hjaltested, sem andaðist 13. nóvember 1966, en meðal erfingja voru faðir Þorsteins Hjaltesteds, sem var skattakóngur í ár. Búið hefur því legið óskipt í 44 ár. 24.8.2011 20:30 Sekt FME á ekki við um núverandi MP banka Fjármálaeftirlitið (FME) vill að gefnu tilefni ítreka að 15 milljóna kr. stjórnvaldssekt sem sagt er frá í gagnsæistilkynningu sem birtist á á vef Fjármálaeftirlitsins í gær snertir ekki með nokkrum hætti þann MP banka sem nú starfar, eða eigendur hans. 24.8.2011 18:06 Sjá næstu 50 fréttir
Fær 44 milljarða frá Apple Tim Cook, nýr forstjóri Apple, fær eina milljón hluti í fyrirtækinu, samkvæmt samningi sem hann hefur gert. Þessi bónus er 383 milljóna dala virði miðað við gengi hlutabréfanna í dag. Upphæðin jafngildir um 44 milljörðum króna. Tilkynnt hefur verið um þetta til bandarískra stjórnvalda, eins og lög gera ráð fyrir. Cook fær helminginn af hlutnum árið 2016 og hinn helminginn árið 2021. 27.8.2011 07:00
Boeing 787 Dreamliner tilbúin Japanska flugfélagið ANA fær afhent fyrsta eintakið af Boeing 787 Dreamliner þann 25. September næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær. Þrjú ár eru síðan flugfélagið pantaði vélina auk 54 annarra eintaka af sömu gerð. 27.8.2011 06:00
Ungur hakkari fær starf hjá Apple Unglingurinn sem skrifaði forritið JailBreakMe, sem gerir fólki kleift að „jailbreaka" ipoda og nota þannig dýr forrit án þess að borga fyrir þau, segist vera kominn með starf hjá tölvurisanum Apple. 26.8.2011 23:41
Ástæðulaust að óttast kollsteypu Senn eru liðin þrjú ár frá bankahruninu á Íslandi. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ýmislegt hafa áunnist á þessum þremur árum þótt margt hafi einnig valdið vonbrigðum. 26.8.2011 21:00
Skýrr býst við 900 gestum Búist er við 900 gestum á Haustráðstefnu Skýrr sem fram fer á föstudag eftir hálfan mánuð. „Þetta er einn stærsti viðburður vetrarins hér á landi í upplýsingatækni, enda um 60 fyrirlestrar í boði á 6 mismunandi fyrirlestralínum og um þriðjungur fyrirlesara eru erlendir sérfræðingar. Ég fullyrði ófeiminn að Haustráðstefna Skýrr veitir einstæða sýn 26.8.2011 20:00
1100 milljóna hagnaður af rekstri Byrs Byr hf. hefur birt ársreikning sinn fyrir síðasta ár. Samvkæmt honum varð hagnaður af rekstri Byrs hf. á rekstrartímabili bankans árið 2010 að fjárhæð 1.109 milljónir króna eftir skatta samkvæmt rekstrarreikningi. 26.8.2011 17:11
Stefna á að skapa 150 störf í laxeldi Landsbankinn hf. og Fjarðalax ehf. skrifuðu í gær undir fjármögnunarsamningi vegna rekstur laxeldis Fjarðalax í Tálknafirði og víðar. Skrifað var undir við kvíar fyrirtækisins í Tálknafirði. Samningurinn er háður framgangi fyrirtækisins og því magni sem kemur til slátrunar. Fjarðalax ehf. stefnir á að framleiða allt að 10 þúsund tonn af laxi á ári sem getur skapað um 150 störf þegar fram líða stundir. Fjármagnið nýtist í almennan rekstur en fyrst og fremst til kaupa á fóðri sem alla jafna er 70 – 80% af rekstrarkostnaði fiskeldisstöðva. Eingöngu er notast við íslenskt hágæðafóður í rekstrinum. 26.8.2011 15:57
Lítið um bombur hjá Bernanke Þeir sem búist höfðu við því að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, myndi tilkynna um róttækar aðgerðir í efnahagsmálum í ræðu sinni í dag urðu fyrir vonbrigðum. Í ræðunni sagði hann að seðlabankinn myndi beita sínum tækjum á viðeigandi máta eins og hann orðaði það til þess að örva hagkerfið. Hann fór hinsvegar ekkert út í smáatriði hvað það varðar en margir höfðu búist við því að tilkynnt yrði um stórfelld kaup á skuldabréfum eða þessháttar aðgerðir. 26.8.2011 14:38
Raforkukostnaðurinn hækkaði um 26% Heildarraforkukostnaður hjá hjá heimilum sem eru í viðskiptum við Orkuveitu Reykjavíkur hefur hækkað um 26% frá því í júní í fyrra. Þetta kemur fram í verðkönnun ASÍ. 26.8.2011 14:12
Meiri undirtektir en búist var við Undirtektir í skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar í fyrradag voru mun meiri en í útboðinu á undan, segir Greining Íslandsbanka. Borgin getur vel unað við niðurstöðuna að mati Greiningar. Í boði var helsti skuldabréfaflokkur borgarinnar, RVK 09 1, og bárust alls tilboð að nafnvirði 2,9 ma.kr. í flokkinn á kröfubilinu 3,89% - 4,07%. Tilboðum að nafnvirði 1,4 ma.kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 3,9%. 26.8.2011 12:07
Les um klámstjörnu og bíður þess að Bernanke ljúki sér af Það þorir enginn að hreyfa sig á mörkuðum fyrr en Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri í Bandaríkjunum, hefur lokið við ávarp sitt sem áformað er að hann muni flytja í dag. Þetta á ekki aðeins við um markaði í Bandaríkjunum heldur í Evrópu og jafnvel á Norðurlöndunum er töluverður slaki. 26.8.2011 11:46
Sendu 300 verkamenn heim vegna veikinda Fataverksmiðja H&M í Kambódíu varð að senda um 300 verkamenn heim tvisvar sinnum í vikunni vegna veikinda. Á þriðjudaginn voru 86 verkamenn sendir heim og í gær voru svo 198 sendir heim. 26.8.2011 11:11
Hagnaður HS Veitna nam 124 milljónum Hagnaður HS Veitna á fyrri helmingi ársins nam 124 milljónum króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem samþykktur var í morgun. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 2700 milljónum krónja á fyrstu sex mánuðum ársins. 26.8.2011 10:45
Síðasta endurskoðunin afgreidd hjá AGS eftir hádegi Síðasta endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands verður tekin fyrir í stjórn sjóðsins í Washington í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist eftir hádegið í dag. Þar með lýkur formlega samstarfi AGS og Íslands sem staðið hefur yfir frá því eftir hrunið haustið 2008. 26.8.2011 10:13
Co-operative Group hefur áhuga á Iceland Breska kaupfélagið Co-operative Group íhugar að kaupa hlut í Iceland verslunarkeðjunni. Co-operative Group er risastórt félag á Bretlandi. Það starfar meðal annars á matvælamarkaði, í ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og útfararþjónustu. 26.8.2011 10:05
Facebook með yfir þúsund milljarða flettinga í einum mánuði Samskiptavefurinn Facebook stækkar og stækkar með hverjum deginum og fékk í sumar yfir trilljón síðuflettingar í einum og sama mánuðinum, samkvæmt tímaritnu Techland. 26.8.2011 10:00
JP Morgan braut viðskiptabann Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur gert samkomulag við fjármálaráðuneytið í Bandaríkjunum um að greiða 88 milljóna dala sekt vegna meintra brota á viðskiptabanni á Kúbu, Súdan, Líberíu og Íran. Fjármálaráðuneytið segir að brotin hafi átt sér stað frá árinu 2005 til ársins 2011. Fram kemur á fréttavef BBC að brotin fólust meðal annars í rúmlega 1800 millifærslum þar sem um 180 milljónir dala voru fluttar til Kúbu, þvert á þær reglur sem gilda í Bandaríkjunum. JP Morgan segir að fyrirtækið hafi ekki ætlað sér að brjóta bandarískar reglugerðir. 26.8.2011 09:46
Beðið eftir ræðu seðlabankastjóra Beðið er eftir ræðu Ben Bernake, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, með mikilli eftirvæntingu en hann mun flytja ræðuna síðdegis í dag. Vonast er til þess að hann boði til aðgerða sem komi til með að bæta efnahag landsins. 26.8.2011 08:30
Ásgeir fær bónusinn viðurkenndan sem forgangskröfu Hæstiréttur Íslands snéri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þegar rétturinn úrskurðaði að Ásgeir Jónsson skyldi fá bónusgreiðslur sínar hjá Kaupþingi flokkaðar sem forgangskröfur. 25.8.2011 20:33
Sagður hafa beitt bókhaldsbrellum til þess að framlengja líf MP Banka Þáverandi forstjóri MP banka, Styrmir Þór Bragason, seldi veðsett hlutabréf í Landsbankanum fyrir hálfan milljarð króna og bókfærði söluandvirðið sem hagnað til að koma í veg fyrir að bankinn færi á hausinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 25.8.2011 20:19
SPKef né Byr hafa skilað ársreikningi fyrir síðasta ári Hvorki SPKef né Byr hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir þetta ótrúleg vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar. Skattgreiðendur eigi heimtingu á að sjá stöðu fyrirtækja í opinberri eigu. 25.8.2011 19:00
Verðhjöðnun sé horft framhjá útsölulokum Greiningadeild Arion banka segir að ef horft sé framhjá áhrifum útsöluloka, mælist verðhjöðnun í ágúst. Vegna útsölulokanna hækkaði neysluverðsvísitalan hins vegar um 0,26%. Greining Arion segir að þetta veki sérstaka athygli sökum þess að þegar Seðlabankinn hækkaði vexti um 25 punkta á dögunum hafi hann varað sérstaklega við verri verðbólguhorfum. 25.8.2011 15:58
Þrjú svið sendu frá sér afkomuviðvörun Þrjú svið sem starfa innan Reykjavíkurborgar hafa sent frá sér afkomuviðvörun vegna ársins 2011. Um er að ræða Íþrótta- og tómstundasvið, Menntasvið og Leikskólasvið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem fylgir sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar. Uppgjörið var kynnt í borgarráði í morgun. 25.8.2011 15:29
Buffet kaupir í Bank of America fyrir fimm milljarða Milljarðarmæringurinn Warren Buffet hyggst kaupa hlut í Bank of America fyrir fimm milljarða dala í gegnum eignarhaldsfélag sinn, sem heitir Bershire Hathaway. Þetta kom fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. Upphæðin nemur um 570 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða 50 þúsund hluti í bankanum, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Buffet er einn af ríkustu mönnum í heimi. Hann vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar að hann hvatti stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hækka skatta á auðmenn. 25.8.2011 13:53
Bréf í Apple hrynja eftir brotthvarf Jobs úr forstjórastóli Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans og hrundu bréf fyrirtækisins í utanmarkaðsviðskiptum á Wall Street í gærkvöldi. 25.8.2011 12:10
Afkoma A-hluta Reykjavíkur fer batnandi Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 996 milljónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 1.522 milljónir kr. á tímabilinu. Niðurstaðan er því betri en gert var ráð fyrir, sem nemur 526 milljónum kr. 25.8.2011 11:35
Skuldatryggingaálag Íslands fer hækkandi Skuldatryggingaálag Íslands fer nú hækkandi að nýju. Álagið hefur raunar hækkað síðustu þrjá daga í röð og stendur í 261 punkti í dag. 25.8.2011 10:52
Glencore hagnast um 280 milljarða Hrávörurisinn Glencore International skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða dollara eða um 280 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins. Þetta er 57% aukning á hagnaðinum miðað við sama tímabil í fyrra. 25.8.2011 09:53
Verðbólgan minni en sérfræðingar spáðu Verðbólgan í ágúst reyndist nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. Allar spár gerðu ráð fyrir að verðbólgan myndi aukast en í raun stóð hún í stað í 5% milli mánaða. 25.8.2011 09:25
Google sektað um 57 milljarða í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google leitarvélina um 500 milljónir dollara eða um 57 milljarða kr. fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. 25.8.2011 09:20
Eignir sjóða lækkuðu um 3,4 milljarða Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 298,8 milljarðar kr. í lok júlí og lækkuðu um 3,4 milljarða kr. milli mánaða. 25.8.2011 09:07
Verðbólgan mælist 5% í ágúst Verðbólgan reyndist vera 5% í ágúst og er því óbreytt frá því í júlí. 25.8.2011 09:03
Ævintýralegur ferill Steve Jobs Ferill Steve Jobs fráfarandi forstjóra Apple er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja þetta fyrirtæki upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. 25.8.2011 07:37
Kínverjar vilja fjárfesta í ferðaþjónustu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í gær með Huang Nubo, stjórnarformanni kínverska fjárfestingarfyrirtækisins Zhongkun Group. Fyrirtækið áformar að fjárfesta í umhverfistengdri ferðaþjónustu á Íslandi, og taka þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu í samstarfi við íslensk stjórnvöld. 25.8.2011 07:10
Steve Jobs hættur sem forstjóri Apple Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans en mun starfa áfram sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi. Tim Cook sölustjóri Apple tekur við forstjórastarfinu af Jobs. 25.8.2011 06:56
Bandaríkjamaður fjárfestir fyrir milljarð í fasteignum Bandaríski fjárfestirinn Michael Jenkins hefur verið umsvifamikill á fasteignamarkaði undanfarna mánuði og í dag á hann 23 íbúðir ásamt Kirkjuhvoli, Kaaberhúsinu og hlut í Sætúni 4 og 10. 25.8.2011 06:50
Krafa Finna setur neyðaraðstoð til Grikkja í uppnám Krafa Finna um að fá veð frá Grikkjum fyrir sínum hluta af nýjustu neyðaraðstoð Evrópusambandsins til Grikklands hefur sett málið í uppnám. 25.8.2011 06:47
Tengjast rannsókn sérstaks saksóknara Skilanefnd gamla Landsbankans ætlar á ný að reyna að sækja 10 milljónir svissneskra franka, jafnvirði 1,4 milljarða íslenskra króna, til eignarhaldsfélaga feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og Jakobs Valgeirs Flosasonar í Bolungarvík. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 31. ágúst næstkomandi. 25.8.2011 06:00
Forstjóri N1 vill 400 milljónir „Málin fara ekki öll fyrir dómstóla. Í einhverjum tilvikum fáum við fordæmi frá öðrum málum sem gilda á línuna,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. 25.8.2011 06:00
Þjóðverjar kannski færðir skör neðar Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Japans um eitt stig. Þung skuldabyrði nokkurra evruríkja gæti valdið því að þau horfi upp á sömu örlög á næstu mánuðum. 25.8.2011 05:00
Verður ekki skráð á hlutabréfamarkað Framtakssjóður Íslands hefur sett Húsasmiðjuna í söluferli. Stefnt hefur verið að því frá upphafi að selja fyrirtækið ýmist að öllu leyti eða hluta þótt ýmsir hafi látið að því liggja að hyggilegt væri að skrá það á hlutabréfamarkað. 25.8.2011 05:00
Reisa stærsta sláturhús landsins Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lánað matvælafyrirtækinu Nortura í Noregi 315 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,6 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið vinnur að því að reisa stærsta sláturhús landsins í Malvik í Suður-Þrændalögum. 25.8.2011 04:00
Steve Jobs lætur af störfum sem forstjóri Apple Forstjóti Apple, Steve Jobs, hefur látið af störfum og verður stjórnarformaður fyrirtækisins. Í hans stað kemur Tim Cook hefur tekið við sem forstjóri Apple. 24.8.2011 23:17
44 ár að skipta upp dánarbúi Hæstiréttur féllst á að skipa nýja skiptastjóra yfir búi Sigurðar Kristjáns Hjaltested, sem andaðist 13. nóvember 1966, en meðal erfingja voru faðir Þorsteins Hjaltesteds, sem var skattakóngur í ár. Búið hefur því legið óskipt í 44 ár. 24.8.2011 20:30
Sekt FME á ekki við um núverandi MP banka Fjármálaeftirlitið (FME) vill að gefnu tilefni ítreka að 15 milljóna kr. stjórnvaldssekt sem sagt er frá í gagnsæistilkynningu sem birtist á á vef Fjármálaeftirlitsins í gær snertir ekki með nokkrum hætti þann MP banka sem nú starfar, eða eigendur hans. 24.8.2011 18:06
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur