Viðskipti innlent

1100 milljóna hagnaður af rekstri Byrs

Byr hf. hefur birt ársreikning sinn fyrir síðasta ár. Samvkæmt honum varð hagnaður af rekstri Byrs hf. á rekstrartímabili bankans árið 2010 að fjárhæð 1.109 milljónir króna eftir skatta samkvæmt rekstrarreikningi.

Uppgjör Byrs hf. fyrir árið 2010 er byggt á rúmlega átta mánaða tímabili, sem hófst 23. apríl 2010 og lauk 31. desember 2010. Að teknu tilliti til skráningar Íslandsbanka fyrir nýju hlutafé í Byr hf. að fjárhæð 10 milljarðar króna reiknast eiginfjárhlutfall (CAD) Byrs hf. 14.6% miðað við fjárhæðir í árslok 2010. Ef dregið væri á víkjandi lán frá ríkissjóði samkvæmt samkomulagi frá 14. október 2010 að fjárhæð 5 milljarðar króna reiknast eiginfjárhlutfall (CAD) 19,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×