Viðskipti innlent

Sagður hafa beitt bókhaldsbrellum til þess að framlengja líf MP Banka

Styrmir Þór Bragason.
Styrmir Þór Bragason.
Þáverandi forstjóri MP banka, Styrmir Þór Bragason, seldi veðsett hlutabréf í Landsbankanum fyrir hálfan milljarð króna og bókfærði söluandvirðið sem hagnað til að koma í veg fyrir að bankinn færi á hausinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Þar kom fram að ekki króna hefði verið notuð til að greiða inn á lánið sem var veitt gegn veðunum og Byr sparisjóður var svikinn um ríflega þrjú hundruð milljónir króna sem sjóðnum bar, samkvæmt lánasamningi.

MP banki var í lok mars dæmdur til að greiða Byr sparisjóði ríflega fjögur hundruð milljónir króna vegna tveggja og hálfs milljarðs króna kúluláns.

Bankinn hélt eftir öllu söluandvirðinu og þar af rúmum þrjú hundruð milljónum króna sem Byr-sparisjóði bar samkvæmt aðildarsamningnum og staðfest er fyrir dómi.

Skömmu eftir þennan gjörning, rann tæpur milljarður króna úr sjóðum Byrs til MP banka í Exeter fléttunni svokölluðu, en þar var Styrmir Þór sýknaður af aðild. Því máli var áfrýjað og verður tekið fyrir í Hæstarétti á næstunni.

Fréttina má nálgast í heild sinni hér.

Árétting frá MP Banka:

MP banki hf. harmar framsetningu fréttastofu RÚV í umfjöllun um dómsmál milli Byrs og EA fjárfestingarfélags hf. – sem hét áður MP banki - í kvöldfréttartíma RÚV 25. ágúst 2011.

Af því tilefni vill MP banki ítreka að dómsmál það sem fjallað var um í kvöldfréttartíma RÚV 25. ágúst snertir ekki með nokkrum hætti þann MP banka hf. sem nú starfar, eða eigendur hans. Ágreiningi Byrs og EA fjárfestingarfélags hf. hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og þar verður málið útkljáð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×