Viðskipti innlent

Stefna á að skapa 150 störf í laxeldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skrifað var undir samninginn í gær. Mynd/ Landsbankinn.
Skrifað var undir samninginn í gær. Mynd/ Landsbankinn.
Landsbankinn hf. og Fjarðalax ehf. skrifuðu í gær undir fjármögnunarsamningi vegna rekstur laxeldis Fjarðalax í Tálknafirði og víðar. Skrifað var undir við kvíar fyrirtækisins í Tálknafirði. Samningurinn er háður framgangi fyrirtækisins og því magni sem kemur til slátrunar. Fjarðalax ehf. stefnir á að framleiða allt að 10 þúsund tonn af laxi á ári sem getur skapað um 150  störf þegar fram líða stundir. Fjármagnið nýtist í almennan rekstur en fyrst og fremst til kaupa á fóðri sem alla jafna er 70 – 80% af rekstrarkostnaði fiskeldisstöðva. Eingöngu er notast við íslenskt hágæðafóður í rekstrinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×