Viðskipti innlent

Raforkukostnaðurinn hækkaði um 26%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heildarraforkukostnaður hjá hjá heimilum sem eru í viðskiptum við Orkuveitu Reykjavíkur hefur hækkað um 26% frá því í júní í fyrra. Þetta kemur fram í verðkönnun ASÍ.

Í tölunum er miðað við 4.000 kWst. notkun á ári. Raforkukostnaður hefur hækkað víða á landinu, samkvæmt könnuninni. Kostnaður hjá heimilum á svæði HS orku hefur hækkað minnst eða um 4% m.v. sambærilega notkun. Þessar hækkanir eru til komnar bæði vegna hækkunar á rafmagni og dreifingu hennar.

Allir raforkusalar hækkuðu gjaldskrár sínar nú í sumar, mesta hækkunin var 20% hjá Orkuveitu Reykjavíkur og minnsta hækkunin var 3,6% hjá HS veitum. Einnig hafa allar dreifiveiturnar hækkað hjá sér gjaldskránna síðan í fyrra sumar, mesta hækkunin var hjá Orkuveitu Reykjavíkur og minnsta hækkunin var hjá Rafveitu Reyðafjarðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×