Viðskipti innlent

Eignir sjóða lækkuðu um 3,4 milljarða

Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 298,8 milljarðar kr. í lok júlí og lækkuðu um 3,4 milljarða kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að sjóður og bankainnstæður lækkuðu um 215 milljónir kr. í mánuðinum. Íbúðabréf lækkuðu um 1,7 milljarða kr. og önnur ríkisbréf lækkuðu um 2,9 milljarða kr. Innlend verðbréf nema 93,8% af heildareignum, sem eru að stærstum hluta ríkistryggð verðbréf.

Í lok júlí var opið fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini í 61 sjóðum. 15 sjóðir í slitaferli eru taldir með í birtum gögnum í júlí, þar sem verið er að gera upp eignir sjóðanna áður en þeim verður lokað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×