Viðskipti innlent

Afkoma A-hluta Reykjavíkur fer batnandi

Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 996 milljónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 1.522 milljónir kr. á tímabilinu. Niðurstaðan er því betri en gert var ráð fyrir, sem nemur 526 milljónum kr.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en óendurskoðaður árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar – júní 2011 var lagður fram í borgarráði í dag.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 53 milljónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.426 milljónir kr. Því er um að ræða 1.373 milljóna kr. betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var neikvæð um tæpa 5.4 milljarða kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 868 milljónir kr. Viðsnúning m.v. áætlun er einkum að finna í fjármagnsliðnum sem var neikvæður um 13,4 milljarða kr. einkum vegna gengistaps. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um tæpa 6,9 milljarða kr. sem er rúmlega 2 milljörðum kr. betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir.

Grunnrekstur Reykjavíkurborgar er í góðu jafnvægi miðað við fjárhagsáætlun tímabilsins, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×