Fleiri fréttir

Labelux kaupir Jimmy Choo fyrir 94 milljarða

Austurríki lúxusvöruframleiðandinn Labelux hefur fest kaup á skógerðinni Jimmy Choo fyrir 500 milljónir punda eða um 94 milljarða kr. Jimmy Choo er einkum þekkt fyrir að selja skó til hinna ríku og frægu.

Nova sækir um 4G leyfi

Í dag sendi Nova Póst- og fjarskiptastofnun formlega beiðni um 4G tilraunaleyfi á Íslandi. Óskar Nova eftir heimild til prófana á 1800 MHz tíðnisviðinu. Nova hefur gert 4G samning við Huawei Technologies sem gerir fyrirtækinu kleift að hefja undirbúning að 4G farsíma- og netþjónustu á Íslandi.

Mikilvægt að Seðlabankinn klári seinni hálfleik

Greining Íslandabanka segir það mikilvægt að Seðlabankinn klári seinni hálfleik í nýboðuðu útboði á gjaldeyri í skiptum fyrir krónueignir erlendra aðila. Ekki sé kálið sopið þótt í ausuna sé komið ef Seðlabankanum tekst ekki að endurselja þeir krónueignir sem hann kaupir.

Óverulegt tjón af völdum gossins hjá Iceland Express

Lítið hefur borið á afbókunum hjá Iceland Express, þrátt fyrir eldgosið í Grímsvötnum. Áhrifin af gosinu eru því óveruleg og fjárhagslegt tjón lítið, miðað við að flug hefjist að nýju með kvöldinu.

Gosið lækkar hluti í Icelandair um 7,4%

Gengi flestra evrópskra flugfélaga hefur lækkað nokkuð það sem af er degi eða um 3-5%. Gengi bréfa Icelandair hafa lækkað um 7,4% það sem af er morgni. Icelandair segir í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgunað tjón Icelandair Group verði ekki verulegt og að afkomuspá ársins, 9,5 milljarða kr. EBITDA, haldist óbreytt. Þess má geta að metið tap félagsins vegna gossins í Eyjafjallajökli á síðasta ári var um 1,5 milljarðar kr.

Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum óbreyttum

Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum sínum óbreyttum í 11,25% fyrir júnímánuð. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu bankans um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Töluverð lækkun á olíuverðinu í morgun

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert á mörkuðum í morgun. Þannig lækkaði verð á Brentolíunni um rúm 3% og stendur nú í rúmum 109 dollurum fyrir tunnuna í framvirkum samningum. Verð á bandarísku léttolíunni lækkaði um tæpa 3 dollara og stendur í rúmum 97 dollurum á tunnuna.

Afkoma Stafa betri en samt óviðunandi

„Afkoma Stafa lífeyrissjóðs árið 2010 var betri en árið 2009 en samt langt frá því að vera viðunandi,“ segir Guðsteinn Einarsson, fráfarandi formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Stafa. Fjallað er um afkomuna á vefsíðu sjóðsins.

Ríkið reynir brátt 82 milljarða útgáfu á erlendum markaði

Búast má við að fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn fari á stúfana á næstu vikum að vinna fyrstu útgáfu erlendra skuldabréfa ríkissjóðs frá hruni brautargengis. Greining Íslandsbanka telur líklegt að fyrsta útgáfan verða á þriðja ársfjórðungi ársins. Upphæðin yrði um 500 milljónir evra eða um 82 milljarða kr.

Telja tjón Icelandair af gosinu óverulegt

Stjórnendur Icelandair Group telja að tjón félagsins af völdum eldgossins í Grímsvötnum verði óverulegt svo framarlega sem ekki verði frekari truflanir af því.

Kaupmáttur lækkaði um 0,7% milli mánaða

Vísitala kaupmáttar launa í apríl 2011 er 105,7 stig og lækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,5%.

Seðlabankinn býðst til að kaupa íslenskar krónur

Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum í íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðið er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

Gosið veldur verðfalli á hlutum í flugfélögum

Gosið í Grímsvötnum hefur valdið því að hlutir í flugfélögum og stórum ferðaskrifstofum hafa fallið á markaðinum í London í morgun. Í frétt um málið í Guardian segir að ástæðan sé einkum sú að menn óttist að gosskýið muni loka loftrými Bretlands og þar með valda miklum truflunum á flugi til og frá landinu.

Öskuskýið lengir flugferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna

Öskuskýið frá Grímsvötnum hefur þegar truflandi áhrif á flug milli norðurhluta Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig segir Mikkel Thrane fjölmiðlafulltrúi SAS að farþegar þeirra sem ætla að fljúga frá Kaupmannahöfn til Bandaríkjanna megi gera ráð fyrir að flugið taki klukkutíma lengur en venjulega. Þetta er sökum þess að flugvélar SAS verða að taka á sig krók suður fyrir öskuskýið.

Áfram líflegt á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 81. Þetta er svipaður fjöldi og vikuna á undan en aðeins undir meðaltali síðustu 12 vikna sem er 87 samningar á viku. Fjöldi samninga er hinsvegar umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra.

Miklar álbirgðir í heiminum en markaðurinn þrengist

Í nýlegri greiningu á álmarkaðinum hjá Reuters kemur fram að þótt álbrigðir heimsins hafi aldri verið meiri sé markaðurinn samt að þrengjast, það er framboð heldur ekki í við eftirspurn. Þetta skýrist af m.a. því að lítil áform eru um að opna aftur mörg af þeim álverum sem lokað var í kreppunni.

Erum í óþægilega góðri æfingu

"Staðreyndin er sú að við erum í óþægilega góðri æfingu síðan í fyrravor. Það vefst ekki fyrir okkur hvað þarf að gera þegar svona lagað fer í gang," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um viðbrögð fyrirtækisins vegna eldgossins í Grímsvötnum. Hann bætir við að meðan framhaldið sé enn óljóst séu aðgerðir einungis skipulagðar hálfan dag fram í tímann. "Það er of snemmt að hugsa um langtímaáhrifin. Nú fyrst í stað eru helstu verkefnin sem þarf að leysa úr taktísk. Að ná sambandi við þúsundir viðskiptavina um allan heim, sem allir þurfa á sinni persónulegu lausn að halda."

Sá hæfasti stýri AGS

Fjármálaráðherrar Ástralíu og Suður-Afríku telja mikilvægt að næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðins verði skipaður út frá hæfniviðmiðum en ekki þjóðerni. Frá því að sjóðurinn var stofnaður eftir síðari heimsstyrjöldina hefur Evrópumaður alltaf gegnt embætti framkvæmdastjóra. Það telja ráðherrarnir afar óeðlilegt og leggja á áherslu á að staða framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé ekki einkamál Evrópu.

Bjóða rúma 280 milljarða í verðmætustu eign Landsbankans

Stjórnendur bresku matvörukeðjunnar Morrisons hyggjast bjóða í hlut Landsbanka Íslands í matvörukeðjuna Iceland. Tilboðið mun hljóða upp á 1,5 milljarð sterlingspunda, fullyrðir breska blaðið Sunday Telegraph. Það eru um 282 milljarðar króna.

Sparisjóðir verði þrír til fimm

Starfshópur á vegum sparisjóðanna með aðkomu Bankasýslu ríksins leggur til að sparisjóðir á landinu verði sameinaðir í þrjá til fimm svæðisbundna sparisjóði. Hópurinn segir mikilvægt að sýna að sparisjóðir stundi sjálfbæra fjármálastarfsemi og hafi samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Þeir muni áfram vinna saman að sameiginlegum verkefnum með hagræðingu og sparnað að leiðarljósi. Næstu skref í framkvæmd sameiningaráforma eru á forræði stjórna sparisjóðanna og er sú vinna þegar hafin segir í tilkynningu frá hópnum.

Grikkir ekki staðið við skuldbindingar

Þróunarsjóður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) hefur fryst frekari fjárframlög til Grikklands þar sem stjórnvöld þar hafa ekki staðið við sín fyrirheit í tengslum við framlögin.

Fyrirtæki Róberts sett upp með nánast sama hætti

Fulltrúar Róberts Wessman gagnrýna Björgólf Thor fyrir að vera með Actavis skráð í gegnum net aflandsfélaga. Alvogen, fyrirtækið sem Róbert stýrir, er sett upp með nánast nákvæmlega sama hætti.

Já segir upp starfsfólki

Stjórnendur Já, sem annast rekstur 118, vefsvæðisins já.is og sér um útgáfu Símaskrárinnar, hafa ákveðið að grípa til hagræðingaraðgerða. Aðgerðirnar, sem koma til framkvæmda í haust, felast í því að fækka starfsfólki um 6 – 8, en nú er starfsfólk Já um 120 talsins, auk þess sem þjónustuveri Já á Akureyri verður lokað.

Stjórnvöld senda AGS viljayfirlýsingu

Íslensk stjórnvöld hafa sent Alþjóðagjaldeyrissjóðnum viljayfirlýsingu vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands í samstarfi við sjóðinn. Í tilkynningu frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu segir að stefnt sé að því að endurskoðunin verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins þann þriðja júní næstkomandi.

Útboð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu hefst í ágúst

Önnur tilraun til útboðs vegna olíuleitar á Drekasvæðinu hefst í ágúst næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Eins og segir í tilkynningunni er mikil undirbúningsvinna nauðsynleg fyrir svona stórt verkefni og í byrjun júní verður fundur í Stavangri í Noregi með helstu olíufyrirtækjum þar sem útboðið verður kynnt.

Verulega dregur úr hagnaði OR milli ára

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 2.318 milljónum króna en var 7.187 milljónir króna á fyrsta fjórðungi í fyrra þegar gengisþróun var hagfelldari en nú.

Málarekstri hætt ef Icesave er greitt upp

Allt stefnir í að þrotabú Landsbankans standi undir stærstum hluta Icesave-krafna samkvæmt nýju mati. Ekki gert ráð fyrir verðmæti Iceland Foods í matinu. Samninganefnd Íslands gerði ráð fyrir að heimtur í búið

Síldin seinni á ferðinni en í fyrra

Minna af norsk-íslenskri síld er gengin inn á íslenskt hafsvæði en á sama tíma í fyrra. Líkleg skýring þessa er einfaldlega talin sú að síldin sé seinna á ferðinni en undanfarin ár.

ESA fer yfir svör stjórnvalda

„Ef stjórnvöld sýna fram á að þau muni greiða Icesave-kröfuna eða semja við bresk og hollensk stjórnvöld þá munum við ekki fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn," segir Per Sanderud, forseti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.

Sækja fast að Evrópumaður taki við af Strauss-Kahn

Evrópuríkin sækja það mjög fast að Evrópumaður taki við af Dominique Strauss-Kahn sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Um það er þó engin sátt í öðrum heimshlutum sem finnst komið að sér.

Nær fullar endurheimtur á kröfum

Endurheimtur á kröfum gamla Landsbankans munu nema tæpum 1300 milljörðum króna eða sem nemur um 99% af bókfærðri stöðu forgangskrafna (Icesave innlán og heildsöluinnlán.) Þetta miðast við fastsett gengi krónunnar frá því í apríl 2009 en ef miðað er við gengi krónunnar í mars síðastliðinn nema endurheimtur um 94% af bókfærðri stöðu. Þá kom fram á fundinum að stefnt sé að því að selja hlut bankans í Iceland verslunarkeðjunni í nóvember í ár, gangi allt að óskum.

Arion banki kaupir SPRON Factoring

Gengið hefur verið frá kaupum Arion banka á starfsemi SPRON Factoring. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnanna.

Líkir Goldman Sachs við vampýrukolkrabba

Grein í tímaritinu Rolling Stone hefur valdið því að markaðsverðmæti Goldman Sachs, voldugasta fjárfestingarbanka heimsins hefur minnkað um 400 milljarða króna.

Kreppa aftur skollin á í Japan

Samdráttur varð í landsframleiðslu Japans á fyrsta ársfjórðungi ársins upp á 0,9%. Mælt á milli ára er samdrátturinn 3,7%. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem samdráttur er í Japan og landið því opinberlega komið aftur í kreppu.

Íbúðaverð hækkar og makaskiptasamningum fækkar

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði fjórða mánuðinn í röð í apríl síðastliðnum samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Þannig hækkaði íbúðaverð um 0,7% að nafnvirði á milli mars og apríl

Hyggjast selja eignir upp í skuldir

Heildarskuldir og skuldbindingar Reykjanesbæjar, með samstæðu, nema nú 43 milljörðum, að því er fram kemur í ársreikningum bæjarins sem voru samþykktir á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hyggst vinna á skuldum með eignasölu.

Segir höft halda gengi krónu óeðlilega lágu

Ótti við hrun krónunnar við afnám gjaldeyrishafta er ástæðulaus að mati Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Hann telur afnám haftanna líklegra til að ýta undir styrkingu gengisins en hitt.

FME krefst þess að LSR hækki iðgjöldin um 4%

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur krafist þess að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hækki iðgjöld sjóðsfélaga í A-deild sjóðsins um 4% þannig að þau verði 19,5% í heildina. Með þessu náist jafnvægi á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins.

Sjá næstu 50 fréttir