Viðskipti innlent

Nýr stjórnarmaður í Íslandsbanka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dr. Daniel Levin er nýr stjórnarmaður í Íslandsbanka.
Dr. Daniel Levin er nýr stjórnarmaður í Íslandsbanka.
Dr. Daniel Levin, var kjörinn í stjórn Íslandsbanka á aukaaðalfundi sem haldinn var í dag. Hann kemur í stað Raymond Quinlan sem lét nýverið af störfum sem stjórnarmaður í Íslandsbanka þar sem hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá fjármálafyrirtækinu CIT Group í Bandaríkjunum. Quinlan mun þó áfram sitja í stjórn Glacier Securities sem er dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum.

Dr. Levin er lögmaður með sérþekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. Hann hefur um langt skeið sinnt ráðgjafastörfum fyrir ríkisstjórnir og þróunarstofnanir um þróun fjármagnsmarkaða og fyrir eftirlitsaðila um innleiðingu siðareglna fyrir fjáramálafyrirtæki. Að auki á Dr. Levin sæti í stjórnsýslunefnd Liechtensten sem vinnur að þekkingarmiðlun milli landa og að eflingu pólitískrar, efnahagslegrar og félagslegrar þróunar.

Auk Dr. Levin sitja í stjórninni Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, Árni Tómasson, John E. Mack, Kolbrún Jónsdóttir, Marianne Økland og Neil Graeme Brown. Allir þessi aðilar hafa víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og rekstri fjármálafyrirtækja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×