Viðskipti innlent

Átjánda ár Ögurvíkur á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Sjávarútvegssýningin í Brussel hefst í dag. Þetta er mikilvægasta sýning heimsins fyrir íslenska sjávarútveginn og aðila sem tengjast honum.

Einn þeirra sem sækir sýninguna er Indriði Ívarsson sölustjóri hjá Ögurvík. Þetta er í átjánda sinn sem Ögurvík er með bás á sýningunni. Indriði verður því að teljast hagvanur því í ár er um að ræða nítjándu sýninguna frá upphafi.

Við náðum tali af Indriða undir lok dags í gær þegar hann og félagar hans í Ögurvík höfðu lagt síðustu hönd á uppsetninguna á bás sínum. Indriði segir að þessi sýning leggst vel í sig enda hægt að afla góðra viðskiptasambanda á henni. Sem fyrr leggur Ögurvík áherslu á afurðir úr þorski, ýsu, ufsa og karfa úr togurum sínum Frera og Vigra.

Indriði minnist þess að þegar þeir komu fyrst til Brussel fyrir 18 árum síðan hafi þeir sameinast um bás á sýningunni með þremur öðrum útgerðum frá Þýskalandi og Suður Kóreru. Árið eftir hafi þeir fengið sér sinn eigin bás og viðskiptin blómstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×