Viðskipti innlent

Stoðir selja síðustu hluti sína í Royal Unibrew

Stoðir tilkynntu í dag að félagið hefur selt 5,9% hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew. Á heimasíðu Stoða segir að heildar söluverð hlutanna nemi um 5,4 milljörðum króna. Þar segir einnig að gengi brugghússins hafi hækkað um 167 prósent frá ársbyrjun 2010. Félagið, sem staðsett er í Faxe í Danmörku var á sínum tíma í stærstum hluta í eigu FL Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×