Viðskipti innlent

Stjörnukokkur hjá Marel

Jacques Roosenbrand Stork Marel
Jacques Roosenbrand Stork Marel
Boðið var upp á óvænta en skemmtilega uppákomu á uppgjörsfundi Marel í síðustu viku. Að lokinni hefðbundinni tölu var slökkt á vefútsendingu fundarins fyrir greiningaraðila. Að því loknu var sýnt beint frá kynningu matreiðslumeistarans Jacques Roosenbrand, sem staddur var í Hollandi, á nýjustu græjum í matvælaiðnaði. Sá fór á þvílíkum kostum að vafamál er hvort aðrir eins uppgjörsfundir hafi verið haldnir hér. Roosenbrand þessi er enginn smáfýr, var eitt sinn eigandi og yfirkokkur á veitingastaðnum Quatre Canetons í Amsterdam og flaggar Michelin-stjörnu, sem er líkust Óskarsverðlaunum í veitingageiranum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×