Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr kaupum á atvinnuhúsnæði

45 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í janúar síðastliðnum og 52 utan þess eða 97 samningum samtals. Þetta er töluvert færri samningar en í desember þegar þeir voru 129 talsins. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 1760 milljónir króna en 1194 milljónir króna utan þess.

Af þessum samningum voru 11 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×