Viðskipti innlent

Mjólkurvörur kunna að hækka enn frekar

Mjólkurvörur, sem hækkuðu um síðustu mánaðamót, kunna að hækka enn frekar þegar verðið verður endurskoðað í apríl, vegna hækkunar á áburðarverði.

Á heimasíðu Landssambands kúabænda er greint frá því að Skeljungur boðar 12 til 14 prósenta hækkun á áburðarverði í vor.

Þá hefur verð á dísilolíu, sem bændur nota á dráttarvélarnar, hækkað um 36 prósent á einu ári, en hluti þeirrar hækkunar er væntanlega þegar kominn inn í mjólkurverðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×