Fyrst tekið á aflandskrónum 25. febrúar 2011 05:00 Í gær Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður samningahóps um gjaldmiðilsmál í viðræðum við ESB, og Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fluttu erindi og sátu fyrir svörum á fundi FKA í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. „Áætlunin verður væntanlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamótin,“ segir Már. Hann segir tvennt standa í vegi fyrir afnámi hafta. Annar lúti að bunka svokallaðra aflandskróna, en það eru krónubirgðir utan landsteinanna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að næsta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna væri að losa hann út og inn, ef svo mætti til orða taka.“ Nokkrar leiðir séu færar í þeim efnum svo sem með skiptiútboðum og skilyrta nýtingu aflandskróna í fjárfestingarverkefni hér innanlands sem ekki myndu veikja gengi krónunnar. „Og í gegnum þetta ferli reyna að minnka verulega þann mikla mun sem er á aflandsgenginu og álandsgenginu.“ Már áréttar að í þessu fyrra ferli afnáms hafta sé engum gjaldeyrisforða hætt, ólíkt í því seinna, þegar höftum yrði aflétt af útflæði gjaldeyris. „Þá skiptir máli að minnka verulega þann ótta sem verið hefur í gangi um að krónan muni falla einfaldlega af því að þessum höftum hafi verið létt,“ segir Már. Fyrsta skrefið í afnámi hafta segir Már geta tekið töluvert langan tíma, jafnvel nokkra mánuði og töluvert inn í þetta ár. „Til að stíga seinna skrefið verður að vera alveg tryggt að ríkissjóður Íslands hafi sýnt getu til að endurfjármagna sig á verðbréfamarkaði,“ segir Már. Að öðrum kosti verði ekki hægt að taka áhættuna á því að ganga á gjaldeyrisforða landsins í stuðningi við gjaldmiðilinn. Þar segir hann líka koma að vandamálinu með Icesave, því ríkissjóður geti ekki endurfjármagnað sig á markaði með það mál ólokið. Verði nýjum Icesave-samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu segir Már viðbúið að lánshæfi ríkissjóðs myndi lækka og taka muni mjög langan tíma fyrir landið, með Icesave-deiluna óleysta, að komast á markaði. Hann bendir á að gjalddagar stórra lána nálgist hjá ríkinu, á þessu ári og því næsta og því yrði að herða mjög á söfnun gjaldeyrisforða til að geta mætt þeim, auk þess sem meiri niðurskurð þyrfti hjá ríkinu. „Við látum það ekki gerast að íslenska ríkið lendi í greiðsluþroti því það myndi hafa afleiðingar langt inn í framtíðina.“ Már segir að samningahópurinn um gjaldmiðilsmál í aðildarviðræðunum við ESB, sem hann fer fyrir, hafi fengið það veganesti að stefnt skyldi að evruaðild eins fljótt og auðið yrði. Leiðin að evrunni væri þó nokkuð löng. Landið þyrfti að ganga í ESB áður en til ERM II myntsamstarfs gæti komið og í því samstarfi þyrfti að vera í tvö ár hið minnsta áður en kæmi til upptöku evru. Þá þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði önnur, svo sem að taka á athugasemdum ESB um að hér þyrfti að tryggja betur með lögum sjálfstæði Seðlabankans. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. „Áætlunin verður væntanlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamótin,“ segir Már. Hann segir tvennt standa í vegi fyrir afnámi hafta. Annar lúti að bunka svokallaðra aflandskróna, en það eru krónubirgðir utan landsteinanna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að næsta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna væri að losa hann út og inn, ef svo mætti til orða taka.“ Nokkrar leiðir séu færar í þeim efnum svo sem með skiptiútboðum og skilyrta nýtingu aflandskróna í fjárfestingarverkefni hér innanlands sem ekki myndu veikja gengi krónunnar. „Og í gegnum þetta ferli reyna að minnka verulega þann mikla mun sem er á aflandsgenginu og álandsgenginu.“ Már áréttar að í þessu fyrra ferli afnáms hafta sé engum gjaldeyrisforða hætt, ólíkt í því seinna, þegar höftum yrði aflétt af útflæði gjaldeyris. „Þá skiptir máli að minnka verulega þann ótta sem verið hefur í gangi um að krónan muni falla einfaldlega af því að þessum höftum hafi verið létt,“ segir Már. Fyrsta skrefið í afnámi hafta segir Már geta tekið töluvert langan tíma, jafnvel nokkra mánuði og töluvert inn í þetta ár. „Til að stíga seinna skrefið verður að vera alveg tryggt að ríkissjóður Íslands hafi sýnt getu til að endurfjármagna sig á verðbréfamarkaði,“ segir Már. Að öðrum kosti verði ekki hægt að taka áhættuna á því að ganga á gjaldeyrisforða landsins í stuðningi við gjaldmiðilinn. Þar segir hann líka koma að vandamálinu með Icesave, því ríkissjóður geti ekki endurfjármagnað sig á markaði með það mál ólokið. Verði nýjum Icesave-samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu segir Már viðbúið að lánshæfi ríkissjóðs myndi lækka og taka muni mjög langan tíma fyrir landið, með Icesave-deiluna óleysta, að komast á markaði. Hann bendir á að gjalddagar stórra lána nálgist hjá ríkinu, á þessu ári og því næsta og því yrði að herða mjög á söfnun gjaldeyrisforða til að geta mætt þeim, auk þess sem meiri niðurskurð þyrfti hjá ríkinu. „Við látum það ekki gerast að íslenska ríkið lendi í greiðsluþroti því það myndi hafa afleiðingar langt inn í framtíðina.“ Már segir að samningahópurinn um gjaldmiðilsmál í aðildarviðræðunum við ESB, sem hann fer fyrir, hafi fengið það veganesti að stefnt skyldi að evruaðild eins fljótt og auðið yrði. Leiðin að evrunni væri þó nokkuð löng. Landið þyrfti að ganga í ESB áður en til ERM II myntsamstarfs gæti komið og í því samstarfi þyrfti að vera í tvö ár hið minnsta áður en kæmi til upptöku evru. Þá þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði önnur, svo sem að taka á athugasemdum ESB um að hér þyrfti að tryggja betur með lögum sjálfstæði Seðlabankans. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira