Viðskipti innlent

Reykjavík ríður á vaðið í skuldabréfaútgáfum ársins

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að efna til útboðs í dag  í einum skuldabréfaflokka sinna.  Um fyrstu útgáfu sveitarfélags á þessu ári er að ræða  að því er segir í Markaðspunktum greiningar Arion banka.

Þar segir einnig að ekki sé ólíklegt að töluvert verði um útgáfur sveitarfélaga á árinu m.v. endurfjármögnunarþörf þeirra. Um 31 milljarður króna er á gjalddaga á þessu ári hjá 5 stærstu sveitarfélögum landsins og áætla þau að ný lántaka nemi um 29 milljörðum króna 2011.

Reykjavíkurborg stefnir að því að taka tilboðum fyrir 500 milljónir króna að nafnvirði í útboðinu í dag.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Reykjavíkurborg muni hafna öllum tilboðum á hærri ávöxtunarkröfu en 3,75%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×