Fleiri fréttir

Lán ÍLS í desember námu 2 milljörðum

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu um 2 milljörðum króna í desember, en þar af voru rúmir 1,7 milljarðar króna vegna almennra lána.

Fór langt fram úr heimildum

Rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á meintum brotum stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs er lokið. Lífeyrissjóðurinn lánaði bæjaryfirvöldum í Kópavogi 600 milljónir króna í kjölfar bankahrunsins síðla hausts 2008 og námu lánin allt að fimmtungi eiginfjár sjóðsins. Hámark er tíu prósent.

Greiningarfyrirtæki telur byrðina af Icesave hóflega

Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunn­spár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust.

Lánasafnið kostaði Landsbankann 121 milljarð

Heildarupphæðin, sem Landsbankinn borgaði til þess að kaupa lánasafnið af Landsbankanum í Lúxemborg, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, nam um 784 milljónum evra, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Íslandsbanki eignast Jarðboranir hf.

Sú breyting hefur orðið á eignarhaldi Jarðborana hf. að Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, fer nú með allt hlutafé í félaginu. Breytingin á eignarhaldi kemur til í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar Íslandsbanka á Jarðborunum en sú vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði.

Þjóðhagsvarúð sé í forgangi við fjármálaeftirlit

Seðlabanki Íslands hefur birt skýrslu um hlutverk seðlabanka í fjármálaeftirliti. Ein megin ályktunin sem dregin hefur verið af reynslu við fjármálaeftirlit undanfarin ár er að setja þurfi svokallaða þjóðhagsvarúð í forgang við hönnun nýrrar umgjarðar fyrir fjármálaeftirlit.

Einkaneyslan rétti vel úr kútnum í árslok

Einkaneysla virðist heldur betur hafa rétt úr kútnum undir lok síðasta árs, ef marka má kortaveltutölur Seðlabankans sem birtar voru í gær. Nam kreditkortavelta í desember síðastliðnum 26,5 milljörðum kr. og var það 4% meiri velta í krónum talið en í mánuðinum á undan.

Alvarleg matvælakeppa í uppsiglingu í heiminum

Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum.

Samherji kaupir tvö erlend útgerðarfélög

Útgerðarfélagið Samherji hefur fest kaup á tveimur erlendum útgerðargélögum. Samherji á nú Pesquera Ancora á Spáni og helmingshlut í Compagnie des Peches Saint Malo í Frakklandi í gegnum dótturfélag sitt UK Fisheries.

Rúmlega 80% sætanýting hjá Iceland Express

Iceland Express ætlar að auka sætaframboð félagsins um rúm 20 prósent á þessu ári miðað við í fyrra enda fjölgaði farþegum félagsins á flesta áfangastaði, sem Iceland Express flýgur til. Til dæmis voru farþegar Iceland Express tæplega áttatíu þúsund í júlí síðastliðnum, sem er 35 prósenta fjölgun frá sama tíma árið áður. Þá jókst markaðshlutdeild Iceland Express á flugleiðinni milli Keflavíkur og London um 38,24 % í júlí. Hlutur félagsins á þessari flugleið hefur aldrei verið stærri í átta ára sögu þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express.

Væntingar um verðbólgu ekki minni síðan 2007

Í desember síðastliðnum vænti almenningur þess að verðbólgan verði 4% eftir 12 mánuði samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerir fyrir Seðlabanka Íslands og niðurstöður voru birtar um í hagvísum bankans fyrir sama mánuð. Samkvæmt þessari könnun hafa væntingar almennings um verðbólgu ekki verið minni síðan í ágúst árið 2007.

Spáir 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í febrúar

Greining Íslandsbanka reiknar með því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum sem er 2. febrúar næstkomandi.

Procar kaupir 100 bíla frá B&L og Ingvari Helgasyni

Bílaleigan Procar, sem leigir að jafnaði um 200 bíla, hefur fest kaup á eitt hundrað bílum frá bílaumboðinu B&L og Ingvari Helgasyni. Var samningur þess efnis undirritaður í gær, miðvikudag.

Eigandi IKEA er auðugasti íbúi Sviss

Ingvar Kamprad eigandi IKEA er auðugasti íbúi Sviss samkvæmt nýjum lista sem tímaritið Bilanz hefur tekið saman um 300 auðugustu íbúa landsins. Samkvæmt Bilanz nemur auður Kamprad 38 milljörðum svissneskra franka eða sem svarar til tæplega 4.600 milljarða kr.

Dressmann og Rolling Stones í eina sæng

Norska herrafatakeðjan Dressmann og hljómsveitin Rolling Stones hafa náð samkomulagi um samstarf sín í millum. Þar að auki hefur Dressmann látið hanna nýtt lógó og ætlar að breyta innréttingum í verslunum sínum.

Heildaraflinn dróst saman um 8% á liðnu ári

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði, metinn á föstu verði, var 8,2% minni en í desember 2009. Árið 2010 dróst aflinn saman um 8,0% miðað við árið 2009, sé hann metinn á föstu verði.

Eik Banki seldur færeysku tryggingarfélagi

Eik Banki í Færeyjum verður seldur dótturfélagi Tryggingafélags Færeyja, TF Holding. Félagið var hið eina sem bauð í bankann og hljóðar tilboðið upp á 400 til 500 milljónir danskra kr. eða um 8 til 10 milljarða kr.

GAMMA: Kostnaður við Icesave 26 til 233 milljarðar

Fjármálafyrirtækið GAMMA hefur sent til Alþingis umsögn um nýja Icesave samninginn þar sem mat er lagt á kostnaðinn af honum miðað við ólíkar forsendur. Samkvæmt GAMMA getur kostnaðurinn orðið minnst 26 milljarðar kr. en mest 233 milljarðar kr.

Norrænn markaður styður vöxtinn

Útflutningur frá Eistlandi nam 860 milljónum evra (132,4 milljörðum króna) í nóvember síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum eistnesku hagstofunnar. Aukning frá fyrra ári nemur 48 prósentum að því er fram kemur í umfjöllun Baltic Business News.

Sveitarfélög verðlögðu lóðir of hátt

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í góðærinu af fullum krafti í aðdraganda efnahagshrunsins. Lóðaverðið miðaðist við fjölda íbúða sem átti að vera í fasteignum á lóðinni og eru dæmi um að fjölbýlishúsalóð hafi verið seld með þessum hætti í nýju hverfi á um 400 milljónir króna.

Kröfur í makríldeilu frá annarri plánetu

Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir kröfur Íslendinga í deilum um makrílveiðar vera „frá annarri plánetu“. Berg-Hansen lét þessi ummæli falla í norskum fjölmiðlum í tilefni af gagnrýni þarlendra samtaka Evrópuandstæðinga, Nei til EU. Samtökin segja hana ekki hafa gagnrýnt fiskveiðistefnu Evrópusambandsins (ESB) nægjanlega, en hafi hins vegar sýnt Íslendingum og Færeyingum of mikla hörku.

Varasjóðurinn stærri en heildartekjur

Skuldir sveitarfélagsins Voga námu 373 prósentum af tekjum sveitarfélagsins í árslok 2009. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga segir mikilvægt að Vogar vinni markvisst að því að lækka skuldirnar á næstu árum.

Forstjórinn bjartsýnn

Stofnendur bílaumboðsins Öskju hafa í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar keypt 35 prósenta hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Kaupverð er trúnaðarmál. Auk Landsbankans var samið við Íslandsbanka, Lýsingu og SP Fjármögnun.

Þarf að afskrifa 800 milljónir króna

Nýi SpKef hefur ákveðið að bjóða upp á breytingar á skilmálum lána sem voru tekin til kaupa á stofnfjárbréfum Sparisjóðsins í Keflavík í desember árið 2007.

Meiri fiskur fer á fiskmarkaði

Hlutfall þorsks, ýsu, steinbíts og ufsa sem selt er á fiskmörkuðum hefur vaxið á síðustu þremur fiskveiðiárum. Frá þessu er greint á vef Landsambands íslenskra smábátaeigenda.

Sterk rök fyrir því að ljúka Icesave málinu

Seðlabankinn telur sterk rök vera fyrir því að ljúka Icesave-deilunni með samningum við bresk og hollensk stjórnvöld. Bankinn segir nýja Icesave-samninginn töluvert hagstæðari en fyrri samningsdrög. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Seðlabankans um Icesave til fjárlaganefndar Alþingis.

SA krefjast prósentustigs lækkunnar á tryggingagjaldi

Samtök atvinnulífsins (SA) krefjast þess að atvinnutryggingagjald verði lækkað um eitt prósentustig. Gjaldið sé of hátt miðað við áætlað atvinnuleysi í ár og því beri fjármálaráðherra að flytja frumvarp á Alþingi um lækkun þess. Það hafi hann ekki gert.

Mikil sala raftækja fyrir jólin

Sala á raftækjum í desember jókst um 18,5% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og um 6,1% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á raftækjum lækkaði um 10,5% frá desember 2009.

Bændur græddu milljarð á Facebook

Vefslóð og viljugur Facebook eigandi höfðu það í för með sér að bændasamtök í Bandaríkjunum eru nú 8,5 milljónum dollara eða um milljarði kr. ríkari.

Portúgal slapp fyrir horn í bili

Það heppnaðist hjá stjórnvöldum í Portúgal að sleppa fyrir horn í ríkisskuldabréfaútboði sínu í morgun. Það var dýrkeypt en vextirnir sem fengust voru þó undir 7% sem gert hefðu skuldir landsins ósjálfbærar.

Hagvöxtur í Þýskalandi sá mesti síðan 1990

Samkvæmt bráðabirgðatölum Þýsku hagstofunnar óx þýska hagkerfið um 3,6% á síðasta ári sem jafnframt er mesti hagvöxtur sem sést hefur á einu ári frá því að Austur- og Vestur Þýskaland voru sameinuð árið 1990.

Gríðarleg sókn í leiguhúsnæði

Samtals voru gerðir 10.407 samningar um leiguhúsnæði á nýliðnu ári 2010 samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þetta eru litlu færri samningar en árið 2009 þegar samningarnir voru samtals 10.522 sem sýnir að enn er mikil sókn í leiguhúsnæði.

Skuldatryggingaálagið rýkur upp að nýju

Skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur rokið upp að nýju og mælist nú 308 punktar. Þetta er veruleg hækkun á skömmum tíma því í síðustu viku fór álagið niður í 259 punkta.

Nýir lögmenn til liðs við Juris

Juris lögmannsstofa, lögmannsstofan Jónsson & Harðarson ehf. og Páll Ásgrímsson hdl. hafa ákveðið að sameina krafta sína undir merkjum Juris. Eftir þetta verða eigendur Juris þeir Andri Árnason, Halldór Jónsson, Lárus L. Blöndal, Páll Ásgrímsson, Sigurbjörn Magnússon, Stefán A. Svensson og Vífill Harðarson. Juris mun á næstu vikum flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði að Borgartúni 26 í Reykjavík.

AGS: Lausn Icesave veitir aðgang að mörkuðum

Murilo Portugal aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fagnar nýju samkomulagi Íslendinga við Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Hann segir að skjót lausn á þessari deilu sé mikilvægur áfangi í endurkomu Íslands á alþjóðlega fjármálamarkaði.

Sjá næstu 50 fréttir