Fleiri fréttir

AGS: Lausn Icesavedeilunnar væru tímamót

Julie Kozack yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir að lausn Icesavedeilunnar yrðu tímamót (milestone) á leið Íslands út úr kreppunni.

Alcoa á Íslandi er hætt við álver á Bakka

Álfyrirtækið Alcoa á Íslandi (Fjarðarál) ætlar á næstunni að draga sig út úr því ferli, sem miðar að uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Arion banki semur við Þorstein

Arion banki hefur gert samkomulag við Þorstein M. Jónsson og félög sem tengjast honum um uppgjör skulda. Meðal þessara félaga er Vífilfell hf. sem fer undir nýtt eignarhald. Gerir samkomulagið ráð fyrir fullum endurheimtum Arion banka, en fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá þessu á laugardaginn sl.

Rifja upp náin tengsl Usmanov og Landsbankans

Danskir fjölmiðlar hafa rifjað upp náin tengsl milli úzbeska auðjöfursins Alisher Usmanov og Landsbankans og Björgólfs Guðmundssonar fyrrum stjórnarformanns bankans. Þetta er gert í framhaldi af fréttum um handtöku Sigurjóns Þ. Árnasonsonar fyrrum bankastjóra Landsbankans.

Eru að klára uppstokkun

Líklegt þykir að stór hluti bílaumboða B&L og Ingvars Helgasonar verði á næstu tveimur vikum fluttur yfir í Miðengi, eignarhaldsfélag í eigu Íslandsbanka.

Ráðherra óskar upplýsinga um Vestiu

Fjármálaráðherra sendi Bankasýslu ríkisins bréf í gærmorgun og óskaði eftir öllum þeim upplýsingum sem unnt væri að veita um aðdraganda að sölu Landsbankans á eignarhaldsfélaginu Vestiu til Framtakssjóðs Íslands.

Sjóváhluturinn seldur á 4,9 milljarða

Kaupverðið fyrir 52,4 prósent hlut í Sjóvá sem samið var um í dag er tæpir 4,9 milljarðar króna, samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Í henni kemur fram að heildarvirði Sjóvá sé því tæplega 9,4 milljarðar króna.

Sjóvá selt Stefni

Eignasafn Seðlabankans seldi í dag tryggingafélagið Sjóvá. Kaupandinn er Stefnir verðbréfasjóður sem er í eigu Arion banka. Tilkynning um þetta verður send út innan skamms, samkvæmt upplýsingum Vísis. Salan var kynnt starfsfólki Sjóvár um fimmleytið í dag.

Hagnaður Goldman Sachs minnkaði um 52%

Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs minnkaði um 52% á fjórða ársfjórðungi í fyrra miðað við sama tímabil árið áður. Þessi niðurstaða olli fjárfestum vonbrigðum og hafa hlutabréf í bankanum lækkað eftir opnun markaða vestan hafs.

Mikil vaxtalækkun á portúgölskum skuldabréfum

Verulega dró úr þrýstingi fjármálamarkaða á Portúgal í dag. Boðin voru út ríkisskuldabréf til eins árs að upphæð 750 milljónir evra. Vaxtakrafan reyndist 4,03% en til samanburðar má nefna að í samskonar útboði í desember s.l. var vaxtakrafan 5,28%.

Aon: Pólitísk áhætta fyrir fjárfesta hefur aukist á Íslandi

Samkvæmt nýju áliti frá alþjóðlega áhættumatsfyrirtækinu Aon Risk Solutions hefur pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar aukist á Íslandi á þessu ári. Áhættan er metin í meðallagi (medium) en hún var í lægra meðallagi (medium low) í fyrra og árið 2009 en lítil (low) árið 2008.

Miklar sveiflur á íbúðaverði milli mánaða

Miklar sveiflur eru í íbúðaverði á milli mánaða. Þannig lækkaði íbúðaverð um 1,2% í desember síðastliðnum samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Íbúðir í sérbýli lækkuðu um 1% frá fyrri mánuði í desember og íbúðir í fjölbýli lækkuðu um 1,3%.

Mikil aukning á verðbréfasvindli i Danmörku

Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða.

Viðskiptaráð viðurkennir ábyrgð í hruninu

Viðskiptaráð Íslands getur ekki skorast undan að hafa verið þátttakandi í því. „ástandi“ sem skapaðist í aðdragenda bankahrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í nýrri skoðun frá ráðinu sem birt hefur verið á vefsíðu þess. Þar segir að því miður hefur gagnrýni á ýmsa þætti í starfsemi ráðsins að mörgu leyti verið réttmæt.

Að meðaltali 13.200 manns án vinnu á fjórða ársfjórðungi

Á fjórða ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 13.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,4% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 8,4% hjá körlum og 6,3% hjá konum. Frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fjórða ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 1.200 manns.

SA: Nýjar vegabætur skapa hundruð starfa

Nýjar arðbærar vegabætur munu bæta innviði landsins og skapa hundruð starfa. Þá auka framkvæmdirnar öryggi í umferðinni og spara þar með þjóðfélaginu stórfé á ári hverju.

Batmanbíllinn til sölu á eBay

Batmanbíllinn sem notaður var í myndinni Batman Returns árið 1992 er nú til sölu á eBay. Með honum fylgir upprunalegur samningur Warner Brothers og DC Comics um notkun bílsins í myndinni.

Metafkoma hjá Apple

Hlutabréf í tölvurisanum Apple hækkuðu í verði eftir lok markaða í gær eftir að tilkynnt var um metafkomu hjá félaginu sem skilaði sex milljörðum bandaríkjadollara í hagnað á öðrum ársfjórðungi og aukningu í veltu sem nemur 70 prósentum.

Tveir bankar líklegir til að bítast um Byr

Ekki er útilokað að Íslandsbanki og Landsbankinn (NBI) banki á dyr kröfuhafa Byrs í næsta mánuði og bjóði upp á samrunaviðræður hvor í sínu lagi. Það gæti gerst sama dag og fjárhagslegri endurskipulagningu bankans lýkur eftir tvær til fjórar vikur.

Íbúðaverð lækkaði í borginni í desember

Íbúðaverð í borginni lækkaði undir lok síðasta árs. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 302,6 stig í desember í fyrra og lækkar um 1,2% frá fyrra mánuði.

Hækkandi olíuverð er þróun sem bítur í skottið á sér

Verð á bensíni og dísil­olíu hefur náð hæðum sem hér hafa ekki sést áður. Skammt er síðan verð á þjónustustöðvum náði 220 króna markinu og hafði verðið þá aldrei verið hærra. Forsvarsmenn olíufélaga gera ekki ráð fyrir að verðið gangi niður þegar fram í sækir, nái jafnvel 250 krónum áður en árið er úti.

Opera þarf meira pláss

Norska hugbúnaðar­fyrirtækið Opera stefnir að því að þrefalda gagnaflutning hingað á næstu árum. Fyrirtækið rekur netvafra fyrir einkatölvur og farsíma og vistar farsímahluta Opera-vafrans í gagnaveri Thor Data Center í Hafnarfirði.

Megnið fer á fiskiflotann og bílana

Níu af hverju tíu lítrum af innfluttu eldsneyti eru notaðir við fiskveiðar og í samgöngum, að því er fram kemur á vef Orkuseturs. „Þessir tveir flokkar nota álíka mikið en hlutur samgangna hefur þó farið vaxandi með auknum fjölda bifreiða,“ segir þar og bent er á að fjöldi bíla hér á landi hafi farið úr 70 þúsund bifreiðum árið 1974 í 200 þúsund bíla árið 2004.

Öðruvísi banki bíður eftir græna ljósinu

Ingólfur H. Ingólfsson, sem kennt hefur fjölda manns að höndla fjármál sín síðastliðin níu ár, vinnur að stofnun banka að þýskri fyrirmynd. Bankinn mun heita Sparibankinn og byggir hann á þeirri hugmyndafræði sem Ingólfur hefur miðlað til fólks og hugbúnaði sem hann hefur þróað og ætlað er að auðvelda fólki að stýra útgjöldum sínum, byggja upp sparnað og eignir ásamt því að hraða uppgreiðslu lána.

Breskir háskólanemar vista heimaverkefnin í Hafnarfirði

Forsvarsmenn Thor Data Center, gagnavers í Hafnarfirði, hafa undirritað samkomulag við breska upplýsingatæknifyrirtækið HRC Cube um hýsingu á heimaverkefnum þúsundum breskra háskólanema. HRC Cube, sem IBM í Bretlandi stendur á bak við, sérhæfir sig í tækniþróun fyrir menntakerfið ytra og heldur utan um netumhverfi fjölda breskra háskóla. Ekki liggur fyrir nákvæmt verðmæti samningsins. Hann er talinn geta numið nokkuð hundruð milljónum króna.

SA og ASÍ semja um viðræðuáætlun

Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafa undirritað viðræðuáætlun um sameiginleg mál en áætlunin var undirrituð á fundi samninganefnda samtakanna hjá ríkissáttasemjara í gær.

Ullarskortur yfirvofandi vegna flóðanna í Ástralíu

Ullarskortur er yfirvofandi í heiminum vegna flóðanna í vestanverðri Ástralíu. Flóðin í Queensland ásamt flóðum og þurrkum á öðrum sauðfjárræktarsvæðum landsins gera það að verkum að yfirvöld hafa dregið verulega úr áætlunum um ullarframleiðsluna í ár.

Ósóttar jólastjörnur leiddu til gjaldþrots

Garðyrkjufélagið Rosanova í Allested-Vejle á Fjóni í Danmörku hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Höfuðástæðan fyrir gjaldþrotinu eru um 150.000 jólastjörnur sem viðskiptavinir höfðu pantað en sóttu hvorki né greiddu fyrir.

Viðræður sjömenningana og Glitnis sigla í strand

Viðræður við sjömenningana um útfærslu skilyrða fyrir frávísun máls þeirra hafa siglt í strand. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem slitastjórn Glitnis hefur sent dómstóli í New York og greint er frá í Fréttablaðinu í dag.

Utanlandsferðir jukust um rúm 25% í desember

Í desember síðastliðnum héldu mun fleiri Íslendingar erlendis en á sama tíma árið 2009, eða um 20.300 á móti 16.100. Þetta jafngildir aukningu upp á ríflega fjórðung.

AGS vill að gjaldeyrishöftunum verði aflétt af varkárni

Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) fær einhverju um það ráðið mun aflétting gjaldeyrishafta taka tímann sinn og verða framkvæmd af mikilli varfærni. Sjóðurinn telur áhættu sem tengist of hröðu afnámi haftanna einn af lykiláhættuþáttum varðandi framgang efnahagsáætlunar sjóðsins og stjórnvalda.

Alþingi: Vilja óháðan uppboðsmarkað á eignum banka

„ Alþingi ályktar að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að hafa forgöngu um að stofnaður verði óháður og gagnsær uppboðsmarkaður fyrir eignir banka og fjármálastofnana, fyrir utan íbúðarhúsnæði, sem hafa verið yfirteknar á grundvelli ... laga um fjármálafyrirtæki...

Greining MP Banka spáir 2,2% verðbólgu

Greining MP Banka reiknar með því að vísitala neysluverðs (VNV) lækki um 0,6% í janúar og tólf mánaða verðbólga lækki þar með í 2,2%. Þeir þættir sem hafa mest áhrif til lækkunar á VNV eru útsölur, breytt mæling útvarpsgjalds og lækkun bílverðs. Á móti því vegur hækkun bensínverðs og ýmsar gjaldskrárhækkanir.

OPEC eykur olíuframleiðsluna hægt og hljóðlega

Samtök olíuframleiðenda, OPEC, hafa aukið framleiðslu sína hægt og hljóðlega eftir að heimsmarkaðsverð á olíu fór að daðra við 100 dollara á tunnuna. Þetta kemur fram í mánaðarlegri skýrslu IEA eða Alþjóðlegu orkustofnunarinnar.

Siglt um heimshöfin á eftirlíkingu af Mónakó

Verið er að undirbúa smíði ofursnekkju sem slær allar aðrar slíkar út. Snekkjan verður eftirlíking á furstadæminu Mónakó og þar verður m.a. til staðar Formúlu 1 kappakstursbrautin í furstadæminu, að vísu í gokart útgáfu.

Goldman Sachs hættir við Facebooksölu

Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið.

Kínverjar lána orðið meira en Alþjóðabankinn

Kínverjar lána gífurlegar upphæðir til þróunarlanda með það að markmiði að ná haldi á náttúruauðlindum þeirra. Á síðustu tveimur árum hafa Kínverjar lánað þessum löndum meira fé en Alþjóðabankinn.

Sjá næstu 50 fréttir