Viðskipti innlent

Pundið er komið undir 190 krónur

Gengisvísitalan hefur verið að styrkjast töluvert frá því í hádeginu og er pundið nú komið undir 190 kr. Hefur pundið veikst gagnvart krónunni um tæplega 1,5% frá því fyrir helgina.

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,8% í dag og stendur gengisvísitalan nú í rétt rúmum 222 stigum.

Evran kostar nú rúmar 162 kr., dollarinn kostar 131 kr. og danska krónan kostar 21,8 kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×