Viðskipti innlent

Salan á Smáralind: Nærliggjandi lóðir líka til sölu

Fasteignafélag Íslands ehf., eigandi verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar, hefur ákveðið að gefa fjárfestum sem áhuga hafa á að kaupa verslunarmiðstöðina, kost á því að kaupa einnig nærliggjandi lóðir í eigu félagsins. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að lóðirnar séu sunnan Smáralindar við Hagasmára og Hæðasmára. „Þessar lóðir verða hvorki seldar sérstaklega sem heild né heldur stakar, heldur er ætlunin að gefa kaupanda verslunarmiðstöðvarinnar tækifæri á að eignast þær jafnhliða kaupum á Smáralindinni."

Sala Smáralindarinnar var fyrst auglýst 27. apríl. Þann dag hófst formlegt söluferli sem Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast í umboði eiganda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×