Viðskipti innlent

Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagna hans úr stjórnum House of Fraser og Iceland Food en Fréttastofan greindi frá þessum afsögnum fyrir og um helgina.

Yfirlýsing Jóns Ásgeirs hljóðar svo í íslenskri þýðingu: „Í framhaldi af málsóknum Glitnir Banka í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur hr. Jóhannesson ákveðið að draga sig í hlé úr stjórnum House of Fraser og Iceland Foods. Þessi ákvörðun er tekin með söknuði en er til þess fallin að valda ekki óþarfa skaða hjá þessum fyrirtækjum meðan að hann ver sig gegn ásökunum Glitnis Banka.

Hr. Jóhannesson hyggst verja sig af fullum krafti gegn ásökunum Glitnis Banka og endurtekur sakleysi sitt gagnvart þessum fölsku staðhæfingum sem lagðar hafa verið fram.

Þar sem lögfræðilegt ferli er þegar hafið mun ekki verða um frekari yfirlýsingar að ræða í bráð."


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
0,39
1
395
ARION
0,16
1
150
ICEAIR
0
2
148

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,14
7
105.949
BRIM
-0,86
2
60.300
ICEAIR
0
2
148
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.