Fleiri fréttir Greiðsluskjól Frjálsa fyrir einstaklinga með erlend lán „Frjálsi fjárfestingarbankinn er stoltur af að kynna viðskiptavinum sínum skuldbreytingarlausn sem tekur bæði á vanda vegna höfuðstóls erlendra lána og aukins greiðsluþunga eftir fall íslensku krónunnar," segir í tilkynningu frá bankanum um málið. 4.12.2009 14:29 Lykiltölur: Atvinnuleysið minnkar í Bandaríkjunum Einhverjar helstu lykiltölur í efnahagsmálum Bandaríkjanna voru birtar í hádeginu en þær sýna að atvinnuleysið minnkar þar í landi úr 10,2% og niður í 10%. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að atvinnuleysið myndi halda áfram að aukast. 4.12.2009 14:19 Fimm tonn af fiski til ESB gætu þurft 1875 vottorð Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. Reglugerð þar að lútandi tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi. Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1875 upprunavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi. 4.12.2009 13:50 Bjarni Hrafn tekur við starfi framkvæmdastjóra Terra Nova Bjarni Hrafn Ingólfsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Terra Nova. Terra Nova er eitt allra stærsta fyrirtækið í móttöku erlendra ferðamanna til Íslands og hefur verið leiðandi á því sviði í yfir þrjá áratugi. 4.12.2009 12:53 Erlendir ferðamenn eyða helmingi fleiri krónum en í fyrra Þegar litið er á þjónustutekjur af erlendum ferðamönnum, og þær bornar saman við fjölda erlendra gesta, kemur í ljós að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs hefur hver erlendur ferðamaður eytt á þessum tíma að jafnaði helmingi meira hér á landi í krónum talið en á sama tíma í fyrra. 4.12.2009 12:45 AGS: Allt bendir til að skuldir Íslands séu viðráðanlegar Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að ekkert bendi til annars en að skuldir Íslands séu viðráðanlegar. 4.12.2009 11:39 L´Oréal erfingi gaf ljósmyndara 183 milljarða Margmilljarðamærin og erfingi L´Oréal veldisins, hin 87 ára gamla Liliane Bettencourt, hefur gefið uppáhalds ljósmyndara sínum einn milljarða evra eða rúmlega 183 milljarða kr. Þetta hefur leitt til mikils fjölskyldudrama í Frakklandi því dóttir Liliane telur hana ekki lengur með fullum sönsum og vill að móðir sín komist undir eftirlit dómstóla. 4.12.2009 11:29 Garðabær reiknar með afgangi af rekstrinum á næsta ári Bæjarstjórn Garðabæjar gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 67 milljónir kr. í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár. Veltufé frá rekstri er 13,6% og er það til marks um trausta fjárhagsstöðu Garðabæjar, að því er segir í tilkynningu um málið. 4.12.2009 11:03 Landsbankinn setur Festar í sölu Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur verið falið af skiptastjóra þrotabús útgerðarfyrirtækisins Festar ehf. að sjá um sölu á rekstri og eignum þess. Starfsemi félagsins felst í rekstri útgerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði sem samanstendur af sex bátum, fiskvinnslu og aflaheimildum. 4.12.2009 10:48 Álverðið á markaðinum í London hækkar áfram Álverðið á markaðinum í London heldur áfram að hækka og er nú komið í 2.144 dollara fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið stóð í 2.130 dollurum í gær og hafði þá ekki verið hærra á þessu ári. 4.12.2009 10:14 Debenhams opnar verslun í Víetnam Breska verslunarkeðjan Debenhams mun opna verslun í Víetnam eftir tvær vikur, nánar tiltekið í Ho-Chi Minh höfuðborg landsins. Opnunin er liður í frekari alþjóðavæðingu Debenhams. 4.12.2009 09:47 ECB losar um beltið en heldur axlaböndunum Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum. 4.12.2009 09:23 Gistinóttum í október fjölgaði um rúm 2% milli ára Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 106.300 en voru 104.000 í sama mánuði árið 2008. Fjölgunin nemur rúmum 2%. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum landshlutum varð fækkun á milli ára. 4.12.2009 09:02 Fimm skuldbindandi tilboð bárust í Steypustöðina Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur borist fimm skuldbindandi tilboð með fyrirvörum í nýtt hlutafé Steypustöðvarinnar ehf. Tilboðin voru opnuð í gær, miðvikudaginn 2. desember kl. 16.00 í viðurvist Sigurðar Páls Haukssonar, löggilts endurskoðanda, sem var tilnefndur sem óháður matsaðili og samþykktur af öllum bjóðendum. 4.12.2009 08:55 Sex aðilar eiga 92 prósent breskra fjármálafyrirtækja Níu af hverjum tíu bönkum og fjármálafyrirtækjum í Bretlandi eru í eigu sömu sex aðilanna. 4.12.2009 08:08 Frumvarp um innistæðutryggingar sveiflaði skuldabréfamarkaðinum Hagfræðideild Landsbankans telur að miklar sveiflur á skuldabréfamarkaðinum í gærdag megi líkast til rekja til frumvarps efnahags- og viðskiptaráðherra til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sem gert er ráð fyrir að taki gildi um áramótin. 4.12.2009 08:00 Skilanefnd Glitnis gæti eignast 10% í Actavis Skilanefnd Glitnis gæti eignast 10 prósenta hlut Salt Investments, félags í eigu Róberts Wessman, í lyfjafyrirtækinu Actavis. Viðræður standa yfir við skilanefndina um uppgreiðslu á tæplega 20 milljarða króna skuld félagsins. 3.12.2009 18:32 Gagnrýna ummæli um Ölgerðina Samtök iðnaðarins segja með ólíkindum hvernig yfirmaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra dylgjar um rekstur og ákvarðanir Ölgerðarinnar og stjórnenda þess. Samtök iðnaðarins ætlast til þess að ríkisskattstjóri sjái til þess að slíkt endurtaki sig ekki. 3.12.2009 16:21 Færeyingar taka sæti í stjórn tryggingarfélagsins Varðar Samhliða því að endanlega hefur verið gengið frá kaupum Föroya Banki á tryggingarfélaginu Verði hefur ný stjórn Varðar verið kosin. Janus Petersen, bankastjóri Føroya Banka, og Jean Djurhuus, framkvæmdastjóri Trygd, koma nýir inn í stjórnina en Trygd er færeyskt tryggingafélag í eigu Føroya Banka. 3.12.2009 15:00 ECB uppfærir tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn (ECB) með Jean-Claude Trichet seðlabankastjóra í broddi fylkinga hefur uppfært tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu. Nú býst ECB við því að hagvöxturinn muni nema 0,1-1,5% á næsta ári en fyrri spá bankans gerði ráð fyrir að hagvöxturinn yrði neikvæður um 0,5-0,9%. 3.12.2009 14:53 Magasin du Nord: Súkkulaðisalan rýkur upp Jólin eru mætt í stórverslunina Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og það er aðallega súkkulaðisalan sem rýkur upp. Salan á súkkulaði, einkum í lúxusklassanum, er 25% meir en á sama tíma í fyrra í versluninni. 3.12.2009 14:39 Skuldatryggingarálag ríkisins lækkar að nýju Eftir töluverða hækkun skuldatryggingarálags íslenska ríkisins í nóvember hefur það lækkað á undanförnum dögum. Hækkunin var mikil í síðustu viku og stóð áhættuálagið til fimm ára í 427 punktum síðastliðinn föstudag en hefur síðan lækkað um 35 punkta og stendur nú í 391 punktum. 3.12.2009 11:55 Fyrsta aukning í bílasölu á síðustu 12 mánuðum Í nóvember voru nýskráðir 152 bílar hér á landi og er það aukning frá sama tímabili í fyrra þegar nýskráðir voru 123 bílar. Aukningin er sú fyrsta sem mælist yfir tólf mánaða tímabil í nýskráningu bifreiða síðan í febrúar 2008, þ.e. við upphaf efnahagskreppunnar. 3.12.2009 11:22 Sveiflan í vöruskiptum er ríflega 96 milljarðar milli ára Vöruskiptin á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið jákvæð um 65,7 milljarða kr. en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um 30,7 milljarða kr. Sveiflan á milli ára er því 96,4 milljarðar kr. 3.12.2009 11:09 Stjórn RBS hótar afsögn ef milljarða bónusar fást ekki greiddir Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans. 3.12.2009 10:54 Sérhannaður vefur um fjármál heimila Meniga.is er nýr heimilisfjármálavefur sem er sérhannaður til að aðstoða fólk við að stjórna heimilisfjármálunum og nýta peningana sína sem best. Vefurinn hjálpar fólki að öðlast heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og bendir á raunhæfar leiðir til sparnaðar sem eru sérsniðnar að neyslumynstri hvers og eins. 3.12.2009 10:18 Kreditkortavelta heimila dregst saman um 10,4% á árinu Kreditkortavelta heimila dróst saman um 10,4% í janúar-október í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 5,5% á sama tíma. 3.12.2009 09:42 Saxo Bank í Danmörku eignast Etrade Saxo Bank í Danmörku hefur tekið yfir rekstur netbankans/verðbréfamiðlunarinnar Etrade á Norðurlöndunum þar með talið á Íslandi. Í frétt á Jyllands Posten um málið segir að þar með aukist fjármagnsveltan hjá Saxo Bank um 5 milljarða danskra kr. eða tæplega 125 milljarða kr. Um 50.000 viðskiptareikningar bætast við hjá Saxo Bank. 3.12.2009 09:35 Árni Þór vill vita hvort Íslendingar áttu inni á Icesave Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG vill fá að vita hvort einhverjir Íslendingar hafi átt fé inni á Icesave reikningum Landsbankans áður en bankinn fór í þrot á síðasta ári. 3.12.2009 09:17 Vöruskiptin hagstæð um 6 milljarða í nóvember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2009 var útflutningur 44,3 milljarðar króna og innflutningur 38,3 milljarðar króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 6,0 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 3.12.2009 09:02 Latabæ stefnt fyrir dómstóla vegna vangoldinna skulda Skuldabréfaeigendur ætla að stefna Latabæ fyrir dómi til að fá vangoldnar skuldir greiddar. Verður aðfararbeiðni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. Latibær hefur ekki staðið skil á greiðslum af skuldabréfum upp á rúma 3 milljarða kr. 3.12.2009 08:59 Álverðið komið í 2.130 dollara í London, hrávörur hækka Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.130 dollara tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London í morgun. Hefur verðið á áli ekki verið hærra á þessu ári og raunar ekki hærra síðan um mitt sumar í fyrra. 3.12.2009 08:36 NIB hækkar vexti umtalsvert til íslenskra lánshafa Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. 3.12.2009 00:01 Skattayfirvöld geti rukkað fyrirtæki um milljarða króna Skattyfirvöld geta í ljósi nýs skattafrumvarps rukkað fyrirtæki sem hafa farið í gegnum skuldsettar yfirtökur um marga milljarða króna. Heimild er til að taka upp framtöl fyrirtækjanna allt að sex ár aftur í tímann. Aðalsteinn Hákonarson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra segir mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafi farið í slíkar skuldsettar yfirtökur. 2.12.2009 20:54 Össur hækkaði um 2,27% Össur hækkaði um 2,27% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en viðskiptin námu rúmum 28 milljónum króna. Icelandair hækkaði um 1,30% og Marel hækkaði um 0, 63%. Gengisvísitalan hækkaði um 0,5%. 2.12.2009 17:10 GAMMA: Verslað með skuldabréf fyrir 6,5 milljarð Heildarvelta skuldabréfa í dag voru 6,57 milljarðar króna en þar af voru óverðtryggð ríkisbréf 5,88 milljarðar. 2.12.2009 16:40 Erlendum gestum um Leifsstöð fækkaði um 13,5% Alls fóru 24.376 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði eða um 13,5% færri gestir en í nóvember árinu áður. Fækkunin nemur 3.300 gestum. 2.12.2009 15:32 Gjaldþrotatölur í Danmörku versna, met slegið í nóvember Alls urðu 599 fyrirtæki í Danmörku gjaldþrota í nóvember og hafa gjaldþrot þar í landi ekki verið fleiri í einum mánuði áður. Fjöldinn slær metið sem sett var í desember í fyrra þegar 596 fyrirtæki lýstu sig gjaldþrota. 2.12.2009 15:23 Rúmlega 1.600 sagt upp í hópuppsögnum í ár Vinnumálastofnun bárust 3 hópuppsagnir í nóvembermánuði þar sem sagt var upp 118 manns. Þar með er fjöldi þeirra sem sagt hefur verið upp í hópuppsögnum það sem af er ári orðinn 1.606. 2.12.2009 14:31 Metaðsókn á ráðstefnu um viðskipti á netinu Hátt í 500 manns sóttu ráðstefnu Útflutningsráðs Íslands 1. desember þar sem fjallað var um viðskipti á netinu og er það metaðsókn á viðburð af þessu tagi á vegum ráðsins. Ráðstefnan, sem bar yfirskriftina Vefurinn skapar verðmæti - Aukin tækifæri til útflutnings, laðaði að sér fólk úr ýmsum greinum atvinnulífsins og ljóst að margir eru áhugasamir um nýjar leiðir í viðskiptum. 2.12.2009 14:14 Breskir stórmarkaðir komnir í kampavínsstríð Breskir stórmarkaðir eru komnir í verðstríð á kampavíni nú þegar jólaösin er farin í gang af alvöru. Waitrose, Sainsbury´s og Co-op hafa allir tilkynnt um allt að 50% afslátt á því kampavíni sem þessir stórmarkaðir hafa til sölu. 2.12.2009 13:45 Festu kaup á stærsta hvalaskoðunarskipi landsins Hvalaskoðunarfyrirtækið Life of Whales (Hvalalíf ehf), sem starfað hefur í rúm 3 ár í Reykjavík, hefur nú fest kaup á farþegaskipi sem verður fyrst og fremst notað í hvalaskoðunarferðir. Skipið er það stærsta sem tekið hefur verið í slíka notkun hérlendis og markar tímamót fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í hvalaskoðun. 2.12.2009 13:25 Evrópskir bankar stækka og sá fræjum að næstu kreppu Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra. 2.12.2009 12:48 Krákur á Blönduósi segja upp 17 starfsmönnum Fyrirtækið Krákur á Blönduósi hefur sagt upp sautján starfsmönnum. Fyrirtækið rekur verslun og verktakafyrirtæki í bænum. 2.12.2009 12:08 ESB boðar aðgerðir gegn svindli með loftlagskvóta Umhverfisráð Evrópubandalagsins ECOFIN mun á næstunni leggja fram tillögur um hvernig sé best að berjast gegn umfangsmiklu svindli með virðisaukaskatt í tengslum við viðskipti með loftslagskvóta einkum CO2-kvóta. 2.12.2009 11:18 Sjá næstu 50 fréttir
Greiðsluskjól Frjálsa fyrir einstaklinga með erlend lán „Frjálsi fjárfestingarbankinn er stoltur af að kynna viðskiptavinum sínum skuldbreytingarlausn sem tekur bæði á vanda vegna höfuðstóls erlendra lána og aukins greiðsluþunga eftir fall íslensku krónunnar," segir í tilkynningu frá bankanum um málið. 4.12.2009 14:29
Lykiltölur: Atvinnuleysið minnkar í Bandaríkjunum Einhverjar helstu lykiltölur í efnahagsmálum Bandaríkjanna voru birtar í hádeginu en þær sýna að atvinnuleysið minnkar þar í landi úr 10,2% og niður í 10%. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að atvinnuleysið myndi halda áfram að aukast. 4.12.2009 14:19
Fimm tonn af fiski til ESB gætu þurft 1875 vottorð Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. Reglugerð þar að lútandi tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi. Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1875 upprunavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi. 4.12.2009 13:50
Bjarni Hrafn tekur við starfi framkvæmdastjóra Terra Nova Bjarni Hrafn Ingólfsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Terra Nova. Terra Nova er eitt allra stærsta fyrirtækið í móttöku erlendra ferðamanna til Íslands og hefur verið leiðandi á því sviði í yfir þrjá áratugi. 4.12.2009 12:53
Erlendir ferðamenn eyða helmingi fleiri krónum en í fyrra Þegar litið er á þjónustutekjur af erlendum ferðamönnum, og þær bornar saman við fjölda erlendra gesta, kemur í ljós að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs hefur hver erlendur ferðamaður eytt á þessum tíma að jafnaði helmingi meira hér á landi í krónum talið en á sama tíma í fyrra. 4.12.2009 12:45
AGS: Allt bendir til að skuldir Íslands séu viðráðanlegar Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að ekkert bendi til annars en að skuldir Íslands séu viðráðanlegar. 4.12.2009 11:39
L´Oréal erfingi gaf ljósmyndara 183 milljarða Margmilljarðamærin og erfingi L´Oréal veldisins, hin 87 ára gamla Liliane Bettencourt, hefur gefið uppáhalds ljósmyndara sínum einn milljarða evra eða rúmlega 183 milljarða kr. Þetta hefur leitt til mikils fjölskyldudrama í Frakklandi því dóttir Liliane telur hana ekki lengur með fullum sönsum og vill að móðir sín komist undir eftirlit dómstóla. 4.12.2009 11:29
Garðabær reiknar með afgangi af rekstrinum á næsta ári Bæjarstjórn Garðabæjar gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 67 milljónir kr. í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár. Veltufé frá rekstri er 13,6% og er það til marks um trausta fjárhagsstöðu Garðabæjar, að því er segir í tilkynningu um málið. 4.12.2009 11:03
Landsbankinn setur Festar í sölu Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur verið falið af skiptastjóra þrotabús útgerðarfyrirtækisins Festar ehf. að sjá um sölu á rekstri og eignum þess. Starfsemi félagsins felst í rekstri útgerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði sem samanstendur af sex bátum, fiskvinnslu og aflaheimildum. 4.12.2009 10:48
Álverðið á markaðinum í London hækkar áfram Álverðið á markaðinum í London heldur áfram að hækka og er nú komið í 2.144 dollara fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið stóð í 2.130 dollurum í gær og hafði þá ekki verið hærra á þessu ári. 4.12.2009 10:14
Debenhams opnar verslun í Víetnam Breska verslunarkeðjan Debenhams mun opna verslun í Víetnam eftir tvær vikur, nánar tiltekið í Ho-Chi Minh höfuðborg landsins. Opnunin er liður í frekari alþjóðavæðingu Debenhams. 4.12.2009 09:47
ECB losar um beltið en heldur axlaböndunum Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum. 4.12.2009 09:23
Gistinóttum í október fjölgaði um rúm 2% milli ára Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 106.300 en voru 104.000 í sama mánuði árið 2008. Fjölgunin nemur rúmum 2%. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum landshlutum varð fækkun á milli ára. 4.12.2009 09:02
Fimm skuldbindandi tilboð bárust í Steypustöðina Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur borist fimm skuldbindandi tilboð með fyrirvörum í nýtt hlutafé Steypustöðvarinnar ehf. Tilboðin voru opnuð í gær, miðvikudaginn 2. desember kl. 16.00 í viðurvist Sigurðar Páls Haukssonar, löggilts endurskoðanda, sem var tilnefndur sem óháður matsaðili og samþykktur af öllum bjóðendum. 4.12.2009 08:55
Sex aðilar eiga 92 prósent breskra fjármálafyrirtækja Níu af hverjum tíu bönkum og fjármálafyrirtækjum í Bretlandi eru í eigu sömu sex aðilanna. 4.12.2009 08:08
Frumvarp um innistæðutryggingar sveiflaði skuldabréfamarkaðinum Hagfræðideild Landsbankans telur að miklar sveiflur á skuldabréfamarkaðinum í gærdag megi líkast til rekja til frumvarps efnahags- og viðskiptaráðherra til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sem gert er ráð fyrir að taki gildi um áramótin. 4.12.2009 08:00
Skilanefnd Glitnis gæti eignast 10% í Actavis Skilanefnd Glitnis gæti eignast 10 prósenta hlut Salt Investments, félags í eigu Róberts Wessman, í lyfjafyrirtækinu Actavis. Viðræður standa yfir við skilanefndina um uppgreiðslu á tæplega 20 milljarða króna skuld félagsins. 3.12.2009 18:32
Gagnrýna ummæli um Ölgerðina Samtök iðnaðarins segja með ólíkindum hvernig yfirmaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra dylgjar um rekstur og ákvarðanir Ölgerðarinnar og stjórnenda þess. Samtök iðnaðarins ætlast til þess að ríkisskattstjóri sjái til þess að slíkt endurtaki sig ekki. 3.12.2009 16:21
Færeyingar taka sæti í stjórn tryggingarfélagsins Varðar Samhliða því að endanlega hefur verið gengið frá kaupum Föroya Banki á tryggingarfélaginu Verði hefur ný stjórn Varðar verið kosin. Janus Petersen, bankastjóri Føroya Banka, og Jean Djurhuus, framkvæmdastjóri Trygd, koma nýir inn í stjórnina en Trygd er færeyskt tryggingafélag í eigu Føroya Banka. 3.12.2009 15:00
ECB uppfærir tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn (ECB) með Jean-Claude Trichet seðlabankastjóra í broddi fylkinga hefur uppfært tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu. Nú býst ECB við því að hagvöxturinn muni nema 0,1-1,5% á næsta ári en fyrri spá bankans gerði ráð fyrir að hagvöxturinn yrði neikvæður um 0,5-0,9%. 3.12.2009 14:53
Magasin du Nord: Súkkulaðisalan rýkur upp Jólin eru mætt í stórverslunina Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og það er aðallega súkkulaðisalan sem rýkur upp. Salan á súkkulaði, einkum í lúxusklassanum, er 25% meir en á sama tíma í fyrra í versluninni. 3.12.2009 14:39
Skuldatryggingarálag ríkisins lækkar að nýju Eftir töluverða hækkun skuldatryggingarálags íslenska ríkisins í nóvember hefur það lækkað á undanförnum dögum. Hækkunin var mikil í síðustu viku og stóð áhættuálagið til fimm ára í 427 punktum síðastliðinn föstudag en hefur síðan lækkað um 35 punkta og stendur nú í 391 punktum. 3.12.2009 11:55
Fyrsta aukning í bílasölu á síðustu 12 mánuðum Í nóvember voru nýskráðir 152 bílar hér á landi og er það aukning frá sama tímabili í fyrra þegar nýskráðir voru 123 bílar. Aukningin er sú fyrsta sem mælist yfir tólf mánaða tímabil í nýskráningu bifreiða síðan í febrúar 2008, þ.e. við upphaf efnahagskreppunnar. 3.12.2009 11:22
Sveiflan í vöruskiptum er ríflega 96 milljarðar milli ára Vöruskiptin á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið jákvæð um 65,7 milljarða kr. en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um 30,7 milljarða kr. Sveiflan á milli ára er því 96,4 milljarðar kr. 3.12.2009 11:09
Stjórn RBS hótar afsögn ef milljarða bónusar fást ekki greiddir Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans. 3.12.2009 10:54
Sérhannaður vefur um fjármál heimila Meniga.is er nýr heimilisfjármálavefur sem er sérhannaður til að aðstoða fólk við að stjórna heimilisfjármálunum og nýta peningana sína sem best. Vefurinn hjálpar fólki að öðlast heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og bendir á raunhæfar leiðir til sparnaðar sem eru sérsniðnar að neyslumynstri hvers og eins. 3.12.2009 10:18
Kreditkortavelta heimila dregst saman um 10,4% á árinu Kreditkortavelta heimila dróst saman um 10,4% í janúar-október í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 5,5% á sama tíma. 3.12.2009 09:42
Saxo Bank í Danmörku eignast Etrade Saxo Bank í Danmörku hefur tekið yfir rekstur netbankans/verðbréfamiðlunarinnar Etrade á Norðurlöndunum þar með talið á Íslandi. Í frétt á Jyllands Posten um málið segir að þar með aukist fjármagnsveltan hjá Saxo Bank um 5 milljarða danskra kr. eða tæplega 125 milljarða kr. Um 50.000 viðskiptareikningar bætast við hjá Saxo Bank. 3.12.2009 09:35
Árni Þór vill vita hvort Íslendingar áttu inni á Icesave Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG vill fá að vita hvort einhverjir Íslendingar hafi átt fé inni á Icesave reikningum Landsbankans áður en bankinn fór í þrot á síðasta ári. 3.12.2009 09:17
Vöruskiptin hagstæð um 6 milljarða í nóvember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2009 var útflutningur 44,3 milljarðar króna og innflutningur 38,3 milljarðar króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 6,0 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 3.12.2009 09:02
Latabæ stefnt fyrir dómstóla vegna vangoldinna skulda Skuldabréfaeigendur ætla að stefna Latabæ fyrir dómi til að fá vangoldnar skuldir greiddar. Verður aðfararbeiðni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. Latibær hefur ekki staðið skil á greiðslum af skuldabréfum upp á rúma 3 milljarða kr. 3.12.2009 08:59
Álverðið komið í 2.130 dollara í London, hrávörur hækka Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.130 dollara tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London í morgun. Hefur verðið á áli ekki verið hærra á þessu ári og raunar ekki hærra síðan um mitt sumar í fyrra. 3.12.2009 08:36
NIB hækkar vexti umtalsvert til íslenskra lánshafa Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. 3.12.2009 00:01
Skattayfirvöld geti rukkað fyrirtæki um milljarða króna Skattyfirvöld geta í ljósi nýs skattafrumvarps rukkað fyrirtæki sem hafa farið í gegnum skuldsettar yfirtökur um marga milljarða króna. Heimild er til að taka upp framtöl fyrirtækjanna allt að sex ár aftur í tímann. Aðalsteinn Hákonarson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra segir mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafi farið í slíkar skuldsettar yfirtökur. 2.12.2009 20:54
Össur hækkaði um 2,27% Össur hækkaði um 2,27% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en viðskiptin námu rúmum 28 milljónum króna. Icelandair hækkaði um 1,30% og Marel hækkaði um 0, 63%. Gengisvísitalan hækkaði um 0,5%. 2.12.2009 17:10
GAMMA: Verslað með skuldabréf fyrir 6,5 milljarð Heildarvelta skuldabréfa í dag voru 6,57 milljarðar króna en þar af voru óverðtryggð ríkisbréf 5,88 milljarðar. 2.12.2009 16:40
Erlendum gestum um Leifsstöð fækkaði um 13,5% Alls fóru 24.376 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði eða um 13,5% færri gestir en í nóvember árinu áður. Fækkunin nemur 3.300 gestum. 2.12.2009 15:32
Gjaldþrotatölur í Danmörku versna, met slegið í nóvember Alls urðu 599 fyrirtæki í Danmörku gjaldþrota í nóvember og hafa gjaldþrot þar í landi ekki verið fleiri í einum mánuði áður. Fjöldinn slær metið sem sett var í desember í fyrra þegar 596 fyrirtæki lýstu sig gjaldþrota. 2.12.2009 15:23
Rúmlega 1.600 sagt upp í hópuppsögnum í ár Vinnumálastofnun bárust 3 hópuppsagnir í nóvembermánuði þar sem sagt var upp 118 manns. Þar með er fjöldi þeirra sem sagt hefur verið upp í hópuppsögnum það sem af er ári orðinn 1.606. 2.12.2009 14:31
Metaðsókn á ráðstefnu um viðskipti á netinu Hátt í 500 manns sóttu ráðstefnu Útflutningsráðs Íslands 1. desember þar sem fjallað var um viðskipti á netinu og er það metaðsókn á viðburð af þessu tagi á vegum ráðsins. Ráðstefnan, sem bar yfirskriftina Vefurinn skapar verðmæti - Aukin tækifæri til útflutnings, laðaði að sér fólk úr ýmsum greinum atvinnulífsins og ljóst að margir eru áhugasamir um nýjar leiðir í viðskiptum. 2.12.2009 14:14
Breskir stórmarkaðir komnir í kampavínsstríð Breskir stórmarkaðir eru komnir í verðstríð á kampavíni nú þegar jólaösin er farin í gang af alvöru. Waitrose, Sainsbury´s og Co-op hafa allir tilkynnt um allt að 50% afslátt á því kampavíni sem þessir stórmarkaðir hafa til sölu. 2.12.2009 13:45
Festu kaup á stærsta hvalaskoðunarskipi landsins Hvalaskoðunarfyrirtækið Life of Whales (Hvalalíf ehf), sem starfað hefur í rúm 3 ár í Reykjavík, hefur nú fest kaup á farþegaskipi sem verður fyrst og fremst notað í hvalaskoðunarferðir. Skipið er það stærsta sem tekið hefur verið í slíka notkun hérlendis og markar tímamót fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í hvalaskoðun. 2.12.2009 13:25
Evrópskir bankar stækka og sá fræjum að næstu kreppu Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra. 2.12.2009 12:48
Krákur á Blönduósi segja upp 17 starfsmönnum Fyrirtækið Krákur á Blönduósi hefur sagt upp sautján starfsmönnum. Fyrirtækið rekur verslun og verktakafyrirtæki í bænum. 2.12.2009 12:08
ESB boðar aðgerðir gegn svindli með loftlagskvóta Umhverfisráð Evrópubandalagsins ECOFIN mun á næstunni leggja fram tillögur um hvernig sé best að berjast gegn umfangsmiklu svindli með virðisaukaskatt í tengslum við viðskipti með loftslagskvóta einkum CO2-kvóta. 2.12.2009 11:18