Fleiri fréttir Mike Shearwood ráðinn forstjóri Aurora Aurora Fashions hefur ráðið Mike Shearwood í stöðu forstjóra. Hann tekur við stöðunni af Derek Lovelock sem aftur er orðinn stjórnarformaður félagsins. Sem kunnugt er af fréttum er Aurora nú að stórum hluta í eigu Kaupþings og hefur verið það síðan í mars s.l. Meðeigendur Kaupþings eru fyrrum stjórnendur Mosaic Fashions. 2.10.2009 13:54 Ríki og sveitarfélög undirrita vegvísi að hagstjórn Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gær vegvísi að gerð hagstjórnarsamnings. Tilgangur hans er að tryggja samráð ríkis og sveitarfélaga á sviði opinberra fjármála. 2.10.2009 13:18 Nær helmingur fæst upp í kröfur hjá Kaupþingi Skilanefnd Kaupþings gerir ráð fyrir að ná tæpum helmingi eigna bankans upp í kröfur. Þetta má lesa út úr efnahagsreikningi skilanefndarinnar fyrir mitt þetta ár, en hann var birtur í gær. 2.10.2009 12:05 Forsendur efnahagsspáa brostnar á fyrsta degi Greining Íslandsbanka bendir á að efnahagsspár bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir verulegum fjárfestingum tengdum orkufrekum iðnaði á næstu árum. Viðvarandi gjaldeyrishöft, breyttar áherslur í umhverfisráðuneyti og áform um aukna skattheimtu af orkunotkun er væntanlega ekki til þess fallið að auka líkur á að framangreind forsenda standist. 2.10.2009 11:51 Viðskipti í kauphöllinni margfaldast milli mánaða Heildarviðskipti með hlutabréf í septembermánuði námu rúmum 13 milljörðum kr. eða rúmum 595 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í ágúst mánuði rúmir 2,2 milljarðar kr. 2.10.2009 11:09 Actavis í viðskiptastríð við lyfjarisan Pfizer Actavis hefur sett í gang einhverja mest áberandi viðskiptaáskorun í Vestur-Evrópu á hendur lyfjarisanum Pfizer. Viðskiptastríðinu er beint gegn best selda einkaleyfisvarða lyfi Pfizer. 2.10.2009 10:41 Rússar halda áfram að kaupa hluti í Facebook Rússneskt fjárfestingafélag heldur áfram að kaupa hluti í Facebook, nú beint frá hluthöfum í þessari stærstu samskiptavefsíðu heimsins. Félagið, Digital Sky Technologies (DST), keypti í sumar hluti af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Facebook fyrir 100 milljónir dollara eða um 12,5 milljarð kr. 2.10.2009 10:12 Norðmenn ákveða olíuleit og rannsóknir við Jan Mayen Norsk stjórnvöld hafa sett í gang vinnu við að undirbúa Jan Mayen svæðið fyrir olíuvinnslu. Fyrstu skrefin eru að kortleggja grundvöllinn fyrir vinnslunni og hefja umhverfisrannsóknir. 2.10.2009 09:47 Gistinóttum í ágúst fjölgaði um tæp 8% milli ára Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 205.100 en voru 190.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða. 2.10.2009 09:23 Endurskipulagi á eignasafni Kaupþings í Svíþjóð lokið Endurskipulagningu eignasafns Kaupþings í Svíþjóð að verðmæti 1,1 milljarða sænskra kr., eða tæplega 20 milljarða kr. er lokið. Um var að ræða 12 eignir og voru 11 þeirra endurfjármagnaðar í samvinnu við fyrri eigendur, P.M.S. Group í Ísrael en einn var endurfjármögnuð eftir gjaldþrotaferli. 2.10.2009 09:13 Faxaflóahafnir: Gámaflutningar minnka um 35% í ár Útlit er fyrir að gámaflutningar hjá Faxaflóahöfnum muni dragast saman um 35% í ár miðað við árið í fyrra. Er þessi samdráttur töluvert meiri en í flestum öðrum höfnum í Evrópu. Raunar er aðeins höfnin í Barcelóna með álíka mikinn samdrátt. 2.10.2009 08:36 Töluverð ásókn í innistæðubréf Seðlabankans Í fyrsta uppboði sínu á innstæðubréfum í nokkra mánuði samþykkti Seðlabankinn tilboð að fjárhæð 25 milljarða kr. á meðalnafnvöxtunum 9,67% í fyrradag. 2.10.2009 08:10 Íslenskir bankamenn fá „Nóbel“ Fyrrverandi stjórnendur íslensku bankanna og Seðlabankans fengu í gær Ig Nóbelinn í hagfræði en verðlaunin voru veitt við Harvard háskólann í Bandaríkunum. 2.10.2009 07:02 Telur óábyrgt að breiða út vantraust Það er afar óábyrgt af lögmanni erlendra lánastofnana að breiða það út til sinna umbjóðenda að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að takast á við flókin álitaefni tengd hruninu, segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson héraðsdómslögmaður. 2.10.2009 05:30 Ríkið tilbúið fyrir harðan vetur „Halli á fjárlögum er meiri en áætlað var í sumar. Því sýnist manni sem ríkissjóður sjái fram á meiri fjárþörf en áður var ráðgert,“ segir Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. 2.10.2009 05:30 Húsleitirnar sagðar vandræðalegar fyrir endurskoðunarfyrirtækin Fjallað er um húsleitir embættis sérstaks saksóknara hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers í vef breska dagblaðsins Telegraph í kvöld. Húsleitirnar eru sagðar vandræðalegar fyrir fyrirtækin. 1.10.2009 21:15 1,6 milljarður í atvinnuleysisbætur Vinnumálastofnun greiddi í morgun rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysisbætur til tæplega 14.600 einstaklinga. Það er tæpum hálfum milljarði minna en greitt var í atvinnuleysisbætur í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 8%. 1.10.2009 17:40 Skuldabréfaveltan hrapar Veltan á skuldabréfamarkaðinum í kauphöllinni nam 3,2 milljörðum kr. sem er aðeins brot af því sem hún hefur verið undanfarnar vikur og mánuði. 1.10.2009 16:05 Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr. 1.10.2009 16:00 Seðlabankinn fluttur undir nýtt ráðuneyti Í dag, 1. október, tekur efnahags- og viðskiptaráðuneyti til starfa á grunni viðskiptaráðuneytisins, þegar lög um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands taka gildi. 1.10.2009 15:50 Verkamannaflokkurinn slátrar hugmyndum um Íslandslán Marianne Aasen þingmaður Verkamannaflokksins í Noregi segir að Miðflokkurinn muni hvorki komast lönd né strönd með hugmynd sína um 2.000 milljarða kr. lán til Íslands. Í samtali við ABC Nyheter slær Aasen þessa hugmynd alveg út af borðinu. 1.10.2009 15:28 Tekjur upp um 18 milljarða, gjöld jukust um 65 milljarða Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 79 milljarða kr., sem er 95 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust 18 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 65 milljarða kr. 1.10.2009 14:44 SPM fékk heimild til nauðasamninga Héraðsdómur Vesturlands hefur veitt Sparisjóði Mýrasýslu (SPM) heimild til að leita nauðasamninga. Hefur Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins. 1.10.2009 14:24 Norski Miðjuflokkurinn spilar sóló með Íslandslán Norski Miðjuflokkurinn, Senterpartiet, virðist einn á báti í komandi ríkisstjórn Noregs hvað varðar viljan til að lána Íslandi allt að 100 milljörðum norskra kr. eða yfir 2.000 milljarða kr. Þetta kemur fram í viðtali ABC Nyheter við Per Olaf Lundteigen talsmann flokksins í fjármálum á norska Stórþinginu. 1.10.2009 14:14 Actavis með risasendingu til Spánar Fragtvél á vegum Actavis flaug til Barcelona á Spáni fyrir skömmu með verðmætasta farm sem félagið hefur flutt út í einni sendingu í meira en fimm ár. 1.10.2009 13:56 SA: Íhuga að stefna ráðherra fyrir dómstóla Samtök atvinnulífsins (SA) íhuga nú að stefna Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fyrir dómstóla vegna ákvörðunar hennar um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um suðvesturlínu. 1.10.2009 13:49 Skilanefnd Landsbankans fundar með kröfuhöfum Bretar og Hollendingar fylgjast náið með heimtum úr þrotabúi Gamla Landsbankans, en eignirnar fara allar upp í Icesave reikningana. Hvorir um sig eiga fulltrúa á kröfuhafafundi skilanefndar sem haldinn er í Lundúnum í dag. 1.10.2009 12:45 AGS: Minni samdráttur á Íslandi en áður var spáð Ljóst er orðið að samdrátturinn í íslenska þjóðarbúskapnum verður ekki jafn mikill í ár og fyrstu hagvaxtarspár eftir hrun bankanna í fyrra gerðu ráð fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), sem í skýrslu sinni um íslenska hagkerfið í fyrra spáði því að hagkerfið myndi dragast saman um 9,6% í ár, birti nýja spá í morgun sem gerir ráð fyrir að hér á landi verði 8,5% samdráttur í ár. 1.10.2009 12:33 Marelhlutur keyptur með aflandskrónum Eignarstýringarfélagið Columbia Wanger Asset Management (CWAM) útvegaði sér krónur á aflandsmarkaði til þess að kaupa 5,2% eignarhlut í Marel fyrr í vikunni. Áætla má að gengishagnaður CWAM af þessum sökum sé í kringum 200 milljónir kr. 1.10.2009 12:14 Atvinnuleysi innan ESB ekki meira í yfir áratug Atvinnuleysi á evrusvæðinu innan ESB jókst úr 9,5% og í 9,6% í ágúst samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu sambandsins. Hefur atvinnuleysi ekki verið meira á svæðinu í yfir áratug. 1.10.2009 11:05 Hertoginn af York opnaði Banque Havilland Andrew prins, Hertoginn af York, opnaði Banque Havilland formlega í Lúxemborg í dag. Bankinn hét áður Kaupthing Bank Luxembourg en Rowland fjölaskyldan festi kaup á honum eftir endurskipulagingu starfseminnar í kjölfar bankahrunsins s.l. haust. 1.10.2009 10:56 Forbes: Milljarðamæringar tapa 37.000 milljörðum Forbes tímaritið hefur birt árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Fram kemur að þessi hópur hefur tapað samtals 300 milljörðum dollara eða ríflega 37.000 milljörðum kr. á liðnu ári. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 27 árum þar sem ríkidæmi þessa hóps skreppur saman á milli ára. 1.10.2009 10:11 Telja boðaðar skattahækkanir í dag nema 55 milljörðum Greiningardeild Nýja Kaupþings hefur gróflega tekið saman hvað hugsanlegar skattahækkanir gætu skila miklu í ríkiskassann. Niðurstöðutalan úr þeirri samantekt nemur ríflega 55 milljörðum kr. í auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð. 1.10.2009 08:56 Fegrunaraðgerð í ríkisfjármálum er til að herða vaxtastigið „Þótt látið sé að því liggja að aðgerðin sé fegrunaraðgerð á sviði ríkisfjármála er allt útlit fyrir að hún sé þvert á móti hugsuð til að herða á vaxtastiginu í landinu. Aðgerðin lyktar af því að hér sé verið að draga lausafé úr umferð til að gera stýrivexti Seðlabankans áhrifameiri og lyfta jafnframt upp langtímavöxtum.“ 1.10.2009 08:37 Evran komin í 190 kr. á aflandsmarkaði Þó nokkur viðskipti hafa verið með íslenskar krónur á aflandsmakaði undanfarið og hefur veltan síðustu tvo daga að meðaltali verið um 2 milljarðar kr. á dag. Nú fæst evran á 190 íslenskar krónur, skv. viðskiptakerfi Reuters og hefur verðið ekki verið svo lágt síðan fyrir fall viðskiptabankanna fyrir réttu ári síðan. 1.10.2009 08:22 Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. 1.10.2009 08:15 Skuldabréf gömlu bankanna reynast gullnáma Bandarískir vogunarsjóðir sjá gróðavon í kaupum á skuldabréfum gömlu bankanna. Bréf gamla Landsbankans þykja verðlausir pappírar sem fáir vilja eiga. 1.10.2009 06:30 Metanól á bíla að ári „Við ætluðum að byrja fyrir ári. En hrunið tafði okkur,“ segir Andri Ottesen, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Carbon Recycling International. 1.10.2009 06:00 Traust eykst á evrópskum markaði Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. 1.10.2009 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Mike Shearwood ráðinn forstjóri Aurora Aurora Fashions hefur ráðið Mike Shearwood í stöðu forstjóra. Hann tekur við stöðunni af Derek Lovelock sem aftur er orðinn stjórnarformaður félagsins. Sem kunnugt er af fréttum er Aurora nú að stórum hluta í eigu Kaupþings og hefur verið það síðan í mars s.l. Meðeigendur Kaupþings eru fyrrum stjórnendur Mosaic Fashions. 2.10.2009 13:54
Ríki og sveitarfélög undirrita vegvísi að hagstjórn Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gær vegvísi að gerð hagstjórnarsamnings. Tilgangur hans er að tryggja samráð ríkis og sveitarfélaga á sviði opinberra fjármála. 2.10.2009 13:18
Nær helmingur fæst upp í kröfur hjá Kaupþingi Skilanefnd Kaupþings gerir ráð fyrir að ná tæpum helmingi eigna bankans upp í kröfur. Þetta má lesa út úr efnahagsreikningi skilanefndarinnar fyrir mitt þetta ár, en hann var birtur í gær. 2.10.2009 12:05
Forsendur efnahagsspáa brostnar á fyrsta degi Greining Íslandsbanka bendir á að efnahagsspár bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir verulegum fjárfestingum tengdum orkufrekum iðnaði á næstu árum. Viðvarandi gjaldeyrishöft, breyttar áherslur í umhverfisráðuneyti og áform um aukna skattheimtu af orkunotkun er væntanlega ekki til þess fallið að auka líkur á að framangreind forsenda standist. 2.10.2009 11:51
Viðskipti í kauphöllinni margfaldast milli mánaða Heildarviðskipti með hlutabréf í septembermánuði námu rúmum 13 milljörðum kr. eða rúmum 595 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í ágúst mánuði rúmir 2,2 milljarðar kr. 2.10.2009 11:09
Actavis í viðskiptastríð við lyfjarisan Pfizer Actavis hefur sett í gang einhverja mest áberandi viðskiptaáskorun í Vestur-Evrópu á hendur lyfjarisanum Pfizer. Viðskiptastríðinu er beint gegn best selda einkaleyfisvarða lyfi Pfizer. 2.10.2009 10:41
Rússar halda áfram að kaupa hluti í Facebook Rússneskt fjárfestingafélag heldur áfram að kaupa hluti í Facebook, nú beint frá hluthöfum í þessari stærstu samskiptavefsíðu heimsins. Félagið, Digital Sky Technologies (DST), keypti í sumar hluti af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Facebook fyrir 100 milljónir dollara eða um 12,5 milljarð kr. 2.10.2009 10:12
Norðmenn ákveða olíuleit og rannsóknir við Jan Mayen Norsk stjórnvöld hafa sett í gang vinnu við að undirbúa Jan Mayen svæðið fyrir olíuvinnslu. Fyrstu skrefin eru að kortleggja grundvöllinn fyrir vinnslunni og hefja umhverfisrannsóknir. 2.10.2009 09:47
Gistinóttum í ágúst fjölgaði um tæp 8% milli ára Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 205.100 en voru 190.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða. 2.10.2009 09:23
Endurskipulagi á eignasafni Kaupþings í Svíþjóð lokið Endurskipulagningu eignasafns Kaupþings í Svíþjóð að verðmæti 1,1 milljarða sænskra kr., eða tæplega 20 milljarða kr. er lokið. Um var að ræða 12 eignir og voru 11 þeirra endurfjármagnaðar í samvinnu við fyrri eigendur, P.M.S. Group í Ísrael en einn var endurfjármögnuð eftir gjaldþrotaferli. 2.10.2009 09:13
Faxaflóahafnir: Gámaflutningar minnka um 35% í ár Útlit er fyrir að gámaflutningar hjá Faxaflóahöfnum muni dragast saman um 35% í ár miðað við árið í fyrra. Er þessi samdráttur töluvert meiri en í flestum öðrum höfnum í Evrópu. Raunar er aðeins höfnin í Barcelóna með álíka mikinn samdrátt. 2.10.2009 08:36
Töluverð ásókn í innistæðubréf Seðlabankans Í fyrsta uppboði sínu á innstæðubréfum í nokkra mánuði samþykkti Seðlabankinn tilboð að fjárhæð 25 milljarða kr. á meðalnafnvöxtunum 9,67% í fyrradag. 2.10.2009 08:10
Íslenskir bankamenn fá „Nóbel“ Fyrrverandi stjórnendur íslensku bankanna og Seðlabankans fengu í gær Ig Nóbelinn í hagfræði en verðlaunin voru veitt við Harvard háskólann í Bandaríkunum. 2.10.2009 07:02
Telur óábyrgt að breiða út vantraust Það er afar óábyrgt af lögmanni erlendra lánastofnana að breiða það út til sinna umbjóðenda að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að takast á við flókin álitaefni tengd hruninu, segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson héraðsdómslögmaður. 2.10.2009 05:30
Ríkið tilbúið fyrir harðan vetur „Halli á fjárlögum er meiri en áætlað var í sumar. Því sýnist manni sem ríkissjóður sjái fram á meiri fjárþörf en áður var ráðgert,“ segir Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. 2.10.2009 05:30
Húsleitirnar sagðar vandræðalegar fyrir endurskoðunarfyrirtækin Fjallað er um húsleitir embættis sérstaks saksóknara hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers í vef breska dagblaðsins Telegraph í kvöld. Húsleitirnar eru sagðar vandræðalegar fyrir fyrirtækin. 1.10.2009 21:15
1,6 milljarður í atvinnuleysisbætur Vinnumálastofnun greiddi í morgun rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysisbætur til tæplega 14.600 einstaklinga. Það er tæpum hálfum milljarði minna en greitt var í atvinnuleysisbætur í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 8%. 1.10.2009 17:40
Skuldabréfaveltan hrapar Veltan á skuldabréfamarkaðinum í kauphöllinni nam 3,2 milljörðum kr. sem er aðeins brot af því sem hún hefur verið undanfarnar vikur og mánuði. 1.10.2009 16:05
Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr. 1.10.2009 16:00
Seðlabankinn fluttur undir nýtt ráðuneyti Í dag, 1. október, tekur efnahags- og viðskiptaráðuneyti til starfa á grunni viðskiptaráðuneytisins, þegar lög um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands taka gildi. 1.10.2009 15:50
Verkamannaflokkurinn slátrar hugmyndum um Íslandslán Marianne Aasen þingmaður Verkamannaflokksins í Noregi segir að Miðflokkurinn muni hvorki komast lönd né strönd með hugmynd sína um 2.000 milljarða kr. lán til Íslands. Í samtali við ABC Nyheter slær Aasen þessa hugmynd alveg út af borðinu. 1.10.2009 15:28
Tekjur upp um 18 milljarða, gjöld jukust um 65 milljarða Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 79 milljarða kr., sem er 95 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust 18 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 65 milljarða kr. 1.10.2009 14:44
SPM fékk heimild til nauðasamninga Héraðsdómur Vesturlands hefur veitt Sparisjóði Mýrasýslu (SPM) heimild til að leita nauðasamninga. Hefur Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins. 1.10.2009 14:24
Norski Miðjuflokkurinn spilar sóló með Íslandslán Norski Miðjuflokkurinn, Senterpartiet, virðist einn á báti í komandi ríkisstjórn Noregs hvað varðar viljan til að lána Íslandi allt að 100 milljörðum norskra kr. eða yfir 2.000 milljarða kr. Þetta kemur fram í viðtali ABC Nyheter við Per Olaf Lundteigen talsmann flokksins í fjármálum á norska Stórþinginu. 1.10.2009 14:14
Actavis með risasendingu til Spánar Fragtvél á vegum Actavis flaug til Barcelona á Spáni fyrir skömmu með verðmætasta farm sem félagið hefur flutt út í einni sendingu í meira en fimm ár. 1.10.2009 13:56
SA: Íhuga að stefna ráðherra fyrir dómstóla Samtök atvinnulífsins (SA) íhuga nú að stefna Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fyrir dómstóla vegna ákvörðunar hennar um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um suðvesturlínu. 1.10.2009 13:49
Skilanefnd Landsbankans fundar með kröfuhöfum Bretar og Hollendingar fylgjast náið með heimtum úr þrotabúi Gamla Landsbankans, en eignirnar fara allar upp í Icesave reikningana. Hvorir um sig eiga fulltrúa á kröfuhafafundi skilanefndar sem haldinn er í Lundúnum í dag. 1.10.2009 12:45
AGS: Minni samdráttur á Íslandi en áður var spáð Ljóst er orðið að samdrátturinn í íslenska þjóðarbúskapnum verður ekki jafn mikill í ár og fyrstu hagvaxtarspár eftir hrun bankanna í fyrra gerðu ráð fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), sem í skýrslu sinni um íslenska hagkerfið í fyrra spáði því að hagkerfið myndi dragast saman um 9,6% í ár, birti nýja spá í morgun sem gerir ráð fyrir að hér á landi verði 8,5% samdráttur í ár. 1.10.2009 12:33
Marelhlutur keyptur með aflandskrónum Eignarstýringarfélagið Columbia Wanger Asset Management (CWAM) útvegaði sér krónur á aflandsmarkaði til þess að kaupa 5,2% eignarhlut í Marel fyrr í vikunni. Áætla má að gengishagnaður CWAM af þessum sökum sé í kringum 200 milljónir kr. 1.10.2009 12:14
Atvinnuleysi innan ESB ekki meira í yfir áratug Atvinnuleysi á evrusvæðinu innan ESB jókst úr 9,5% og í 9,6% í ágúst samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu sambandsins. Hefur atvinnuleysi ekki verið meira á svæðinu í yfir áratug. 1.10.2009 11:05
Hertoginn af York opnaði Banque Havilland Andrew prins, Hertoginn af York, opnaði Banque Havilland formlega í Lúxemborg í dag. Bankinn hét áður Kaupthing Bank Luxembourg en Rowland fjölaskyldan festi kaup á honum eftir endurskipulagingu starfseminnar í kjölfar bankahrunsins s.l. haust. 1.10.2009 10:56
Forbes: Milljarðamæringar tapa 37.000 milljörðum Forbes tímaritið hefur birt árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Fram kemur að þessi hópur hefur tapað samtals 300 milljörðum dollara eða ríflega 37.000 milljörðum kr. á liðnu ári. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 27 árum þar sem ríkidæmi þessa hóps skreppur saman á milli ára. 1.10.2009 10:11
Telja boðaðar skattahækkanir í dag nema 55 milljörðum Greiningardeild Nýja Kaupþings hefur gróflega tekið saman hvað hugsanlegar skattahækkanir gætu skila miklu í ríkiskassann. Niðurstöðutalan úr þeirri samantekt nemur ríflega 55 milljörðum kr. í auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð. 1.10.2009 08:56
Fegrunaraðgerð í ríkisfjármálum er til að herða vaxtastigið „Þótt látið sé að því liggja að aðgerðin sé fegrunaraðgerð á sviði ríkisfjármála er allt útlit fyrir að hún sé þvert á móti hugsuð til að herða á vaxtastiginu í landinu. Aðgerðin lyktar af því að hér sé verið að draga lausafé úr umferð til að gera stýrivexti Seðlabankans áhrifameiri og lyfta jafnframt upp langtímavöxtum.“ 1.10.2009 08:37
Evran komin í 190 kr. á aflandsmarkaði Þó nokkur viðskipti hafa verið með íslenskar krónur á aflandsmakaði undanfarið og hefur veltan síðustu tvo daga að meðaltali verið um 2 milljarðar kr. á dag. Nú fæst evran á 190 íslenskar krónur, skv. viðskiptakerfi Reuters og hefur verðið ekki verið svo lágt síðan fyrir fall viðskiptabankanna fyrir réttu ári síðan. 1.10.2009 08:22
Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. 1.10.2009 08:15
Skuldabréf gömlu bankanna reynast gullnáma Bandarískir vogunarsjóðir sjá gróðavon í kaupum á skuldabréfum gömlu bankanna. Bréf gamla Landsbankans þykja verðlausir pappírar sem fáir vilja eiga. 1.10.2009 06:30
Metanól á bíla að ári „Við ætluðum að byrja fyrir ári. En hrunið tafði okkur,“ segir Andri Ottesen, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Carbon Recycling International. 1.10.2009 06:00
Traust eykst á evrópskum markaði Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. 1.10.2009 05:00