Danskt félag Björgólfs Thors í miklum vandræðum 3. júlí 2009 11:26 Eignarhaldsfélagið SG Nord Holding sem er að hálfu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar er í miklum vandræðum að því er segir í viðskiptablaðinu Börsen. Helsta eign SG Nord Holding er 30% hlutur í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen. Vegna fréttarinnar í Börsen féllu hlutabréf í Sjælsö Gruppen um 11% á markaðinum í Kaupmannahöfn í morgun en hafa náð sér á strik og undir hádegið var lækkunin komin niður í 2,4%. Samkvæmt umfjöllun Börsen eru það aðeins liðlegheit í viðskiptabönkum SG Nord Holding sem halda félaginu á floti í augnablikinu. Bankar þessir eru Straumur auk dönsku bankanna HSH Nord Bank og Aareal Bank. „Bæði Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding eru í fjárhagsvandræðum. SG Nord Holding er í vandræðum með lán upp á 500 milljónir kr. (12 milljarða íslenskra kr.) sem greiða þarf vexti af," segir forstöðumaður greiningardeildar Nordea Markets, Michael West Hybolt, í samtali við Börsen. „Hingað til hafa vaxtagreiðslurnar upp á 25-35 milljónir kr. (600 til 840 milljónir íslenskra kr.) á ári verið greiddar með fjármagni frá Sjælsö Gruppen en nú er það ekki hægt lengur." Fjármagnsþörf SG Nord Holding er 100-220 milljónir danskra kr. í nýju lausafé í ár og á næsta ári. Björgólfur Thor á SG Nord Holding á móti bræðurnum Ib og Torben Rönje. Torben segir að ekki séu uppi áætlanir uim að selja af hlutnum í Sjælsö Gruppen til að útvega nýtt lausafé. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Eignarhaldsfélagið SG Nord Holding sem er að hálfu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar er í miklum vandræðum að því er segir í viðskiptablaðinu Börsen. Helsta eign SG Nord Holding er 30% hlutur í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen. Vegna fréttarinnar í Börsen féllu hlutabréf í Sjælsö Gruppen um 11% á markaðinum í Kaupmannahöfn í morgun en hafa náð sér á strik og undir hádegið var lækkunin komin niður í 2,4%. Samkvæmt umfjöllun Börsen eru það aðeins liðlegheit í viðskiptabönkum SG Nord Holding sem halda félaginu á floti í augnablikinu. Bankar þessir eru Straumur auk dönsku bankanna HSH Nord Bank og Aareal Bank. „Bæði Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding eru í fjárhagsvandræðum. SG Nord Holding er í vandræðum með lán upp á 500 milljónir kr. (12 milljarða íslenskra kr.) sem greiða þarf vexti af," segir forstöðumaður greiningardeildar Nordea Markets, Michael West Hybolt, í samtali við Börsen. „Hingað til hafa vaxtagreiðslurnar upp á 25-35 milljónir kr. (600 til 840 milljónir íslenskra kr.) á ári verið greiddar með fjármagni frá Sjælsö Gruppen en nú er það ekki hægt lengur." Fjármagnsþörf SG Nord Holding er 100-220 milljónir danskra kr. í nýju lausafé í ár og á næsta ári. Björgólfur Thor á SG Nord Holding á móti bræðurnum Ib og Torben Rönje. Torben segir að ekki séu uppi áætlanir uim að selja af hlutnum í Sjælsö Gruppen til að útvega nýtt lausafé.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira