Viðskipti innlent

Stýrivextir hættir að stýra

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Pétur Blöndal
Pétur Blöndal Mynd/Stefán

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stýrivextirnir séu hættir að stýra efnhagslífinu vegna mikils peningaframboðs í bönkunum. „Vextirnir eru hættir að hafa áhrif á millibankamarkaði þar sem þeir fjárfestar sem eiga jöklabréf eru hættir að fá stýrivextina og þar af leiðandi hafa þeir ekki áhrif á gengi krónunnar." Seðlabankinn ákvað fyrr í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum en háir stýrivextir styrkja jafnan gengi krónunnar þar sem eftirspurn fjárfesta eftir krónum eykst.

Aðspurður um áhrif óbreyttra stýrivaxta á atvinnulífið sagði Pétur:

„Það sem skiptir mestu máli er að bankarnir geti farið að lána alla þá peninga sem eru í bankakerfinu út í atvinnulífið. Það hefur verið gífurleg aukning a innlánum í bankakerfinu síðan í haust þegar gömlu viðskiptabankarnir fóru í þrot. Til að nýju bankarnir geti staðið við innlánsskuldbindingar sínar þurfa þeir að fá vaxtatekjur á móti en Nýju bankarnir eru ekki einu sinni komnir með efnahagsreikning og eiga því í erfiðleikum með að lána út peninga. Því tel ég brýnna fyrir atvinnulífið að þessir hlutir komist í gagnið heldur en að hafa áhrif á atvinnulílfið í gegnum stýrivexti sem eru hættir að hafa þau áhrif sem til er ætlast, sagði Pétur Blöndal í samtali við Vísi um ákvörðun Seðlabankans.




Tengdar fréttir

Ákvörðun peningastefnunefndar mikil vonbrigði

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%, og greint var frá í dag, vera mikil vonbrigði. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun.

Stýrivextir óbreyttir í 12%

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×